Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
426. fundur 28. janúar 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026, Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat. - 2014010001

Lagt fram að nýju bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19. desember 2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur mikilvægt að landskipulagsstefna skerði ekki skipulagsvald sveitarfélaganna. Jafnframt áréttar nefndin að hún telur mikilvægt að sveitarfélög öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

2.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004

Frestað frá síðasta fundi. Teknar fyrir fimm tillögur af deiliskipulaginu "Mjósund", Ísafirði frá Teiknistofunni Eik.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um lausnir sem koma til móts við þarfir þeirra.

3.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

Frestað frá síðasta fundi. Lögð fram greinargerð Jóns Reynis Sigurvinssonar, dags. í janúar 2015 um áhrif grunnvatnstöku úr borholum í Botnsdal á vatnsverndarsvæði Skutulsfjarðar.
Í ljósi niðurstöðu framlagðrar greinargerðar og líkleg áhrif á vatnsveitu Ísafjarðar getur nefndinn ekki fallist á borun innan vatnsverndarsvæðisins. Óskað er eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna borholu utan vatnsverndarsvæðis þar sem svæðið er á náttúruuminjaskrá.

4.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Tekið fyrir að nýju ósk um niðurrif á húsi nr. 03 0101 á Látrum (fastanúmer 226-4555) í Aðalvík, Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu. Bréf frá Lagastoð dags. 20. janúar 2015 ásamt tveimur fylgiskjölum lagt fram.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 27.01.2015 og henni falið að svara erindinu í samræmi við það í samráði við bæjarlögmann.

5.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 og 6 - 2015010089

Tekin fyrir umsókn dags. 15. janúar 2015 frá Köldukinn ehf þar sem sótt er um lóðirnar Hrafnatangi 4 og 6.
Deiliskipulag svæðisins er á lokastigi og munu lóðirnar verða auglýstar þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi.

6.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Aftur á dagskrá bréf Hverfisráðs Súgandafjarðar dags. 7. janúar 2015 vegna fyrirhugaðra breytinga á akstursstefnu á Aðalgötu, Suðureyri.
Greinargerð formanns nefnarinnar lögð fram. Formanni falið að kynna Hverfisráði Súgandafjarðar síðustu bókun nefndarinnar og hugmyndir.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?