Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Móar, Hesteyri - endurbygging - 2014120061
Lögð fram umsókn frá Marðareyri sf. um leyfi til endurbyggingar á húsinu Móum á Hesteyri, dags. 15. desember 2014.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Umhverfisstofnunar á erindinu.
2.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026, Kynningar- og samráðsfundur um greiningu valkosta og umhverfismat. - 2014010001
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19. desember 2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur dags. 12. janúar 2015 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun verður með opinn fund í Háskólasetrinu á Ísafirði 14. janúar kl. 12:30 - 14:30
Jafnframt lagður fram tölvupóstur dags. 12. janúar 2015 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun verður með opinn fund í Háskólasetrinu á Ísafirði 14. janúar kl. 12:30 - 14:30
Lagt fram til kynningar.
3.Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri - 2014100013
Tekið fyrir að nýju erindi frá Hrólfi Vagnssyni um leyfi til að virkja bæjarlækinn á Hesteyri.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. desember 2014 vegna málsins.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. desember 2014 vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjanda á að heimild landeigenda þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
4.Vegagerðin - starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á Ísafirði - 2015010015
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 30. desember 2014 ásamt tillögu að starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Vegagerðarinnar á Mávagarði.
Lagt fram til kynningar.
5.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059
Auglýsinga og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Suðurtanga er lokið. Ein athugasemd barst við tillöguna frá Jóni Sigurpálssyni dags. 27. ágúst 2014
Umsögn barst frá Vegagerðinni dags. 18. desember 2014.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dags. 18. desember 2014.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að athugasemdir frá Jóni eins og fram kemur í bréfinu eiga að litlu leyti við deiliskipulagið sjálft. Varðandi svæði fyrir skemmtigarð fyrir Byggðasafnið þá gerir Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar ráð fyrir að Byggðasafnið og svæðið að skipasmíðastöð verði svæði fyrir opinberar stofnanir (samfélagsþjónustu skv. nýrri skipulagsreglugerð). Til að koma skemmtigarði inn á deiliskipulagið þyrfti að breyta aðalskipulagi af svæðinu og gera ráð fyrir að svæðið yrði afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Nefndin fellst ekki á þennan hluta athugasemdarinnar. Nefndin tekur undir athugasemd Jóns um að gera ráð fyrir bryggju fyrir safnasvæðið á skipulagsuppdrætti.
Nendin óskar eftir að sjóvarnargarðar verði teiknaðir á skipulagsuppdrátt sbr. umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulögin verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
Nendin óskar eftir að sjóvarnargarðar verði teiknaðir á skipulagsuppdrátt sbr. umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulögin verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
6.Þingeyri - deiliskipulag - 2009120009
Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna deiliskipulags fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri er lokið.
Þrjár athugasemdir bárust frá Þóri Erni Guðmundssyni dags 29. desember 2014, Pálmari Kristmundssyni dags. 14. nóvember 2014 og Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri dags. 12. janúar 2015.
Þrjár athugasemdir bárust frá Þóri Erni Guðmundssyni dags 29. desember 2014, Pálmari Kristmundssyni dags. 14. nóvember 2014 og Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri dags. 12. janúar 2015.
Varðandi athugasemd Pálmars og Þóris verður kvöð um aðgengi sett inn í deiliskipulag.
Athugasemd Íbúasamtakanna er í tveimur liðum.
1. Færsla á Gramsverslun
2. Bílastæði við Vallargötu 3
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að með færslu hússins frá Vallargötu yfir á Hafnarstræti myndast góð götumynd við Hafnarstrætið. Jafnframt lokast svæðið aðeins frá hafnarsvæðinu og hægt að mynda torg eins og tillagan gerir ráð fyrir. Þá verður mænisstefna hússins sú sama og var í upphafi, áður en það var fært til árið 1947. Nefndin getur því ekki tekið undir athugasemd hverfisráðsins.
Nefndin fellst á athugsemd vegna bílastæðis við Vallargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
Athugasemd Íbúasamtakanna er í tveimur liðum.
1. Færsla á Gramsverslun
2. Bílastæði við Vallargötu 3
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að með færslu hússins frá Vallargötu yfir á Hafnarstræti myndast góð götumynd við Hafnarstrætið. Jafnframt lokast svæðið aðeins frá hafnarsvæðinu og hægt að mynda torg eins og tillagan gerir ráð fyrir. Þá verður mænisstefna hússins sú sama og var í upphafi, áður en það var fært til árið 1947. Nefndin getur því ekki tekið undir athugasemd hverfisráðsins.
Nefndin fellst á athugsemd vegna bílastæðis við Vallargötu 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum.
7.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031
Tekið fyrir bréf Hverfisráðs Súgandafjarðar dags. 7. janúar 2015 vegna fyrirhugaðra breytinga á akstursstefnu á Aðalgötu, Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir Hverfisráði Súgandafjarðar á að málið hafi komið upp þar sem ekki fékkst lengur leyfi til að aka stórum bílum á móti einstefnu.
Tillaga 1 er ekki tæknilega framkvæmanleg vegna þrengsla. Tillaga 2 stangast á við umferðarlög og ekki fæst undanþága frá þeim.
Nendin leggur til við bæjarstjórn að Aðalgata verði hönnuð sem tvístefnugata þar sem umferðarhraði verði í lágmarki.
Tillaga 1 er ekki tæknilega framkvæmanleg vegna þrengsla. Tillaga 2 stangast á við umferðarlög og ekki fæst undanþága frá þeim.
Nendin leggur til við bæjarstjórn að Aðalgata verði hönnuð sem tvístefnugata þar sem umferðarhraði verði í lágmarki.
8.Ársskýrsla 2014 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2015010016
Lögð fram ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2014.
Lagt fram til kynningar.
9.Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045
Lögð fram greinargerð Jóns Reynis Sigurvinssonar, dags. í janúar 2015 um áhrif grunnvatnstöku úr borholum í Botnsdal á vatnsverndarsvæði Skutulsfjarðar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004
Teknar fyrir fimm tillögur af deiliskipulaginu "Mjósund", Ísafirði frá Teiknistofunni Eik.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?