Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
423. fundur 17. desember 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Magni Hreinn Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004

Teknar fyrir tilögur að nýtingu svæðisins frá Teiknistofunni Eik. Tillögurnar eru 14 talsins.
Jafnframt er lögð fram breyting á skipulaginu Eyrin á Ísafirði sem felst í að breyta skipulagsmörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með Teiknistofunni Eik þann 7. janúar 2015 vegna málsins.

2.Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis. - 2013050069

Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 10. desember sl. er varðar úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar.

3.Veðrará 2, Breiðadal - vatnsvirkjun - 2008020077

Lagður fram útskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. nóvember 2014 þar sem felld er úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 7. júní 2012 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá og fyrir inntaksþró vegna stækkunar Breiðadalsvirkjunar í Önundarfirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 10. desember 2014 er varðar úrskurðs úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir virkjun í Breiðadal. Nefndin bendir framkvæmdaraðila á að breyta þurfi deiliskipulagi í samræmi við virkjunarframkvæmdir og leggja fyrir nefndina.

4.Rekstur tjaldsvæðis á Suðurtanga 2015-2016 - 2014120029

Lögð fram umsókn dags. 4. desember 2014 frá Kagrafelli ehf þar sem sótt er um áframhaldandi leyfi til rekstrar á tjaldsvæði á Suðurtanga, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlengingu á samningi um tvö ár með óbreyttum forsendum.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Lögð fram fjárhagsáætlun 2015 ásamt fjárfestingaáætlun sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Gæðakerfi byggingarfulltrúa - 2014120031

Lagt fram gæðakerfi byggingarfulltrúa sem unnið var af Provis fyrir Félag byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?