Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
650. fundur 10. apríl 2025 kl. 14:00 - 15:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur Ólafsson
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Erla Margrét Gunnarsdóttir, Indriði Benediktsson og Silja Traustadóttir mæta til fundar kl. 14:00.

1.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077

Þau Indriði Benediktsson hjá HérNú ehf. ásamt Silju Traustadóttur, ráðgjafa hjá EFLU, mæta til fundar um fjarfundarbúnað til að ræða um áform eigenda um fjölgun íbúða í skólabyggingum fyrrum Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir minnisblaði sviðsstjóra vegna fyrirhugaðra breytinga.
Indriði Benediktsson og Silja Traustadóttir yfirgefa fund kl. 14:20.

Gestir

  • Indriði Benediktsson - mæting: 14:00
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir - mæting: 14:00
  • Silja Traustadóttir - mæting: 14:00

2.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156

Lagðar fram til kynningar, umsagnir og athugasemdir við skipulagslýsingu sem bárust á kynningartíma vegna Eyrarkláfs á Ísafirði. Lýsingin var kynnt opinberlega frá 12. febrúar 2025 til 13. mars 2025.



Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Vesturbyggð, Náttúrufræðistofnun, Isavia, Bolungarvíkurkaupstað, Minjastofnun Íslands, Strandabyggð, Landsneti, Veðurstofu Íslands og Samgöngustofu og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar.

Athugasemdir bárust frá tuttugu og níu íbúum.
Lagt fram til kynningar.

3.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156

Lagt fram erindi frá Írisi Stefánsdóttur hjá EFLU dags. 8.apríl 2025 vegna málefna Gróanda á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd, telur að á þessu stigi sé ekki tímabært að taka afstöðu til tilfærslu á Gróanda, nefndin bendir á að í upphafi hafi verið horft til þess að staðsetning kláfs væri í göngufæri. Með þeim drögum sem lögð hafa verið fram, er gert ráð fyrir töluverðri umferð bæði fólksbíla og hópflutninga í gegnum þröngar íbúðagötur.

Nefndin telur æskilegt að það verði dregið úr umfangi svæðis undir bílastæði. Nefndin óskar jafnframt eftir greiningu umferðarsérfræðings á áhrifum aukinnar umferðar í gegnum íbúðahverfi.

4.Vökvunarkerfi aðalvallar - 2025040082

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 7. apríl 2025, um byggingu dæluskúrs við vallarhús Torfnesvallanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við staðsetningu dæluskúrs.

5.Stefnisgata 8 á Suðureyri. Byggingarreitur og nýtingarhlutfall - 2025030188

Lagt fram erindi frá Bjarka Arnarssyni, lóðarhafa við Stefnisgötu 8 á Suðureyri, dags. 25. mars 2025 með ósk um breytingar á deiliskipulagi, til að fara óverulega út fyrir byggingarreit til að koma til móts við óskir væntanlegra kaupanda iðnaðarbila að Stefnisgötu 8 Suðureyri og að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0.7 í 1.0, svo hægt sé að vera með milliloft yfir stærri hluta gólfflatarins.



Jafnframt eru lögð fram drög að aðaluppdráttum, teiknað af KOA arkitektum, dags. 12. mars 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að breytingin sé óveruleg og snýr ekki að byggingarmagni, heldur innra fyrirkomulagi og millilofti. Skipulagsnefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

6.Hafnarbakki 5 á Flateyri. Fyrirspurn um flutning á Oddahúsi - 2025030141

Á 649. fundi nefndar þann 27. mars 2025 var lagt fram erindisbréf frá þinglýstum eiganda að Oddahúsi, Hafnarbakka 5 á Flateyri, dags. 13. mars 2025 með ósk um afstöðu Ísafjarðarbæjar varðandi flutning á húsinu á hverfisverndarsvæði, óháð staðsetningu innan Ísafjarðarbæjar eða hvort heimilt sé að flytja húsið yfir í annað sveitarfélag. Nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum um flutning hússins óháð staðsetningar og afstöðu Minjastofnunar. Einnig benti nefndin á ekki hafi verið gengið frá afsali vegna fasteignarinnar og því getur nefndin ekki afgreitt málið án aðkomu Arctic Odda ehf.



Nú er lagt fram afsal Arctic Odda ehf. til Nostalgíu ehf. á Hafnarbakka 5 á Flateyri, L141100, dags. 23. október 2024, móttekið 3. apríl 2025.

Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar vegna niðurrifs Oddahúss í kjölfar vatnsskaða, dags. 26. maí 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst ekki gegn færslu hússins, nefndin bendir á að í framhaldi þarf að sækja um neðangreind leyfi:

Byggingarleyfi, starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og umsögn Minjastofnunar.
Varðandi nýja staðsetningu þá er eigendum bent á að sækja um byggingarlóð með formlegum hætti.

7.Götur án staðfanga á Þingeyri - 2024070036

Á 649. fundi nefndar þann 27. mars 2025 var lögð fram umsögn Hverfisráðs á Þingeyri, dags. 9. desember 2024, vegna breytinga á staðfangi leikskólans Laufáss á Þingeyri, áður nr. 1 við Hlíðargötu sem er í ósamræmi við gildandi deiliskipulag Hlíðargötu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd fól Blábankanum að vinna úr tillögum hverfisráðsins um ný staðföng á Þingeyri.

Nú er lögð fram tillaga í tölvupósti dags. 1. apríl 2025 frá Blábankanum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu Blábankans og ný gata fær heitið Laufásbrekka.

8.Umsagnarbeiðni vegna aukins sjókvíaeldis í Arnarfirði, Arnarlax - 2025030022

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, birt 3. mars 2025, vegna kynningar umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum) -aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði á vegum Arnarlax, mál nr. 0591/2023.



Arnarlax áformar að auka umfang sjókvíaeldis fyrirtækisins í Arnarfirði úr 11.500 tonna hámarkslífmassa í 16.000 tonn og stækka eldissvæðin úr 5,9 km2 í 29 km2.

Kynningartími er frá 3. mars 2025 til 14. apríl 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að senda inn umsögn sbr. minnisblað dags. 8. apríl 2025.

9.Laugar í Súgandafirði. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borplans - 2025040060

Lögð fram umsókn Elenu Dís Víðisdóttur hjá Orkubúi Vestfjarðar o.h.f. um framkvæmdaleyfi í landi Lauga í Súgandafirði, f.h. Orkubús Vestfjarða dags. 1. apríl 2025. Jafnframt er lagt fram hnitsett lóðarblað borteigs dags. 1. apríl 2025
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að framkvæmdin er ekki í samræmi við gildandi skipulag í landi Lauga.

10.Húsnæðisáætlun 2025 - 2024120009

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 til umræðu í bæjarráði.
Erla Margrét Gunnarsdóttir yfirgaf fund kl. 15:50.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?