Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Gunnar Páll Eydal mætir til fundar klukkan 10:00. Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætir til fundar um fjarfundarbúnað klukkan 10:00.
1.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Lagður fram til kynningar erindi frá Gunnari Páli Eydal hjá Verkís ráðgjöfum varðandi greiningar á deiliskipulagsvinnu miðbæjar Ísafjarðar, dags. 6. janúar 2025.
Gunnar Páll Eydal mætir til fundar ásamt Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur um fjarfundarbúnað og kynntu verkefnið.
Gunnar Páll Eydal yfirgefur fund klukkan 10:35. Erla Bryndís Kristjánsdóttir yfirgefur fjarfund klukkan 10:35.
Gestir
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 10:00
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 10:00
2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar 9. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða en fundur var haldinn 11. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
3.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar 10. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða en fundur var haldinn 25. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar 11. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða en fundur var haldinn 9. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Rekstarleyfi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði, tillaga að breytingu - 2024120133
Lögð fram til kynningar, auglýsing Matvælastofnunar vegna tillögu að breyttu rekstrarleyfi fyrir ÍS 47 ehf. vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði en fyrirtækið er með rekstrarleyfi (FE-1109) fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa á eldi á regnbogasilungi og þorski í Önundarfirði sem gefið var út 8. janúar 2021.
Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu ÍS 47 ehf. frá 21. október 2022 um tegundabreytingu og færslu svæðis ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 7. febrúar 2023 um matsskyldu.
Í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 540/2020 helst gildistími rekstrarleyfisins óbreyttur og er til 8. janúar 2037.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is merktar 2202251. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. janúar 2025.
Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu ÍS 47 ehf. frá 21. október 2022 um tegundabreytingu og færslu svæðis ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 7. febrúar 2023 um matsskyldu.
Í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 540/2020 helst gildistími rekstrarleyfisins óbreyttur og er til 8. janúar 2037.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is merktar 2202251. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. janúar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.
6.Umsagnarbeiðni vegna kynningar matsáætlunar. Kláfur upp á Eyrarfjall, 7.mál - 2025010047
Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, birt 6. janúar 2025, vegna kynningar matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum) kláfs upp á Eyrarfjall ofan Ísafjarðar, 7. mál.
Eyrarkláfur ehf. árofmar að setja upp kláf með byrjunarstöð í þéttbýlinu á Ísafirði neðan Eyrarfjalls, með einu millimastri á Gleiðarhjalla í hlíðum fjallsins og endastöð uppi á fjallinu. Gert er ráð fyrir uppsetningu tveggja kláfa sem munu ganga hvor á móti öðrum. Framkvæmdin felst jafnframt í gerð bílastæða og aðkomuvegar að byrjunarstöð kláfsins.
Umsagnarfrestur er til og með 3. febrúar 2025.
Eyrarkláfur ehf. árofmar að setja upp kláf með byrjunarstöð í þéttbýlinu á Ísafirði neðan Eyrarfjalls, með einu millimastri á Gleiðarhjalla í hlíðum fjallsins og endastöð uppi á fjallinu. Gert er ráð fyrir uppsetningu tveggja kláfa sem munu ganga hvor á móti öðrum. Framkvæmdin felst jafnframt í gerð bílastæða og aðkomuvegar að byrjunarstöð kláfsins.
Umsagnarfrestur er til og með 3. febrúar 2025.
Skipulagsfulltrúa falið að skila inn umsögn.
7.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031
Lagðar fram til kynningar umsagnir við vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 4. nóvember 2024.
Vinnslutillagan var kynnt opinberlega frá 20. nóvember til 20. desember 2024. Sex umsagnir bárust.
Vinnslutillagan var kynnt opinberlega frá 20. nóvember til 20. desember 2024. Sex umsagnir bárust.
Lagt fram til kynningar.
8.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115
Skipulagslýsing var auglýst frá 25. nóvember 2024 til 20. desember 2024, með athugasemdafresti til 20. desember 2024.
Tólf umsagnir bárust við skipulagslýsinguna og ein athugasemd barst frá íbúa.
Tólf umsagnir bárust við skipulagslýsinguna og ein athugasemd barst frá íbúa.
Lagt fram til kynningar.
9.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115
Lagt fram til kynningar minnisblað Verkís hf., dags., 3. janúar 2024, vegna jarðvegskönnunar, vegna stækkunar Tunguhverfis.
Lagt fram til kynningar.
10.Eyrargata 1, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024120095
Lögð fram umsókn með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá eiganda fasteignar við Eyrargötu 1 á Suðureyri, dags. 13. desember 2024. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 30. desember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Eyrargötu 1 á Suðureyri.
11.Aðalgata 29, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024120100
Lögð fram umsókn með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá eiganda fasteignar við Aðalgötu 29 á Suðureyri, dags. 14. desember 2024. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 30. desember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Aðalgötu 29 á Suðureyri.
12.Gagnaver í Veðrarárdal - 2024100076
Á 643. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 12. desember 2024, var lagt fram erindi frá Birni Davíðssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um gagnaver í Breiðadal, dags. 17. október 2024 með hugmyndir að byggingu gagnavers í Veðrarárdal í Önundarfirði.
Nefndin óskaði eftir að fá undirritaða heimild landeigenda þar sem þeir heimila breytingar.
Nú er lagt fram samþykki landeiganda, dags. 11. desember 2024.
Nefndin óskaði eftir að fá undirritaða heimild landeigenda þar sem þeir heimila breytingar.
Nú er lagt fram samþykki landeiganda, dags. 11. desember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Birni Davíðssyni að hefja vinnu við deiliskipulag.
Heimild landeiganda liggur fyrir.
Heimild landeiganda liggur fyrir.
13.Stafrænt deiliskipulag, leiðbeiningar og gagnalýsing - 2024120144
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dags. 12. desember 2024 með leiðbeiningum á gagnaskilum deiliskipulags.
Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025.
Það felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að deiliskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér
Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025.
Það felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að deiliskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér
Lagt fram til kynningar.
14.Kvíslatunguvirkjun, umsagnarbeiðni. Nýtt deiliskipulag - 2024090097
Lögð fram til kynningar úr skipulagsgátt, mál nr. 1134/2024, umsagnarbeiðni frá Strandabyggð, dags. 20. desember 2024, vegna tillögu á nýju deiliskipulagi Kvíslatunguvirkjunar í Selárdal.
Orkubú Vestfjarða ehf. (OV) áformar að reisa virkjun, áætlað að afl hennar verði allt að 9,9 MW og orkuframleiðsla um 64 GWh. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á Ófeigsfjarðarheiði, norðan við Þjóðbrókargil.
Umsagnarfrestur er til og með 19. febrúar 2025.
Orkubú Vestfjarða ehf. (OV) áformar að reisa virkjun, áætlað að afl hennar verði allt að 9,9 MW og orkuframleiðsla um 64 GWh. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á Ófeigsfjarðarheiði, norðan við Þjóðbrókargil.
Umsagnarfrestur er til og með 19. febrúar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.
15.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033 - 2024060005
Lögð fram til kynningar úr skipulagsgátt, umsagnarbeiðni frá Strandabyggð, dags. 20. desember 2024, vegna tillögu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.
Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga þann 10. september 2024.
Að lokinni athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu var tillagan aftur samþykkt í sveitarstjórn 12. nóvember 2024 með minniháttar lagfæringum til að bregðast framkomnum ábendingum Skipulagsstofnunar.
Umsagnarfrestur er til og með 13. febrúar 2025.
Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga þann 10. september 2024.
Að lokinni athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu var tillagan aftur samþykkt í sveitarstjórn 12. nóvember 2024 með minniháttar lagfæringum til að bregðast framkomnum ábendingum Skipulagsstofnunar.
Umsagnarfrestur er til og með 13. febrúar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.
16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 13. desember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 241/2024, "Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum".
Stöðumatið, sem hér er kynnt, er undanfari nýrrar stefnu um úrgangsforvarnir, og ber Umhverfisstofnun ábyrgð á vinnslu og útgáfu þess. Í stöðumati eru upplýsingar um málaflokkinn og greining á núverandi stöðu hans.
Umsagnarfrestur er til og með 13. janúar 2025.
Stöðumatið, sem hér er kynnt, er undanfari nýrrar stefnu um úrgangsforvarnir, og ber Umhverfisstofnun ábyrgð á vinnslu og útgáfu þess. Í stöðumati eru upplýsingar um málaflokkinn og greining á núverandi stöðu hans.
Umsagnarfrestur er til og með 13. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 13. desember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2024, "Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna".
Verkefnisstjórn rammaáætlunar vill ítreka að samkvæmt ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun er þetta styttra fyrra samráð um drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta. Að henni lokinni tekur við hið eiginlega umsagnarferli verkefnisstjórar í Samráðsgáttinni um tillögur um flokkun virkjunarkostanna sem er að lágmarki 12 vikur.
Umsagnarfrestur er til og með 10. janúar 2025.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar vill ítreka að samkvæmt ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun er þetta styttra fyrra samráð um drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta. Að henni lokinni tekur við hið eiginlega umsagnarferli verkefnisstjórar í Samráðsgáttinni um tillögur um flokkun virkjunarkostanna sem er að lágmarki 12 vikur.
Umsagnarfrestur er til og með 10. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 12. desember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2024, "Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun" (lögum 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun).
Skýrslan var unnin af starfshópi sem skipaður var af ráðherra til að gera tillögur um endurmat og endurskoðun á þeim lagaramma sem gildir um orkuöflun landsins til að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Starfshópnum var falið að greina viðfangsefnið og setja tillögur sínar fram í lagafrumvarpi með greinargerð. Auk draga að slíku frumvarpi, sem finna má í skýrslunni, hefur starfshópurinn jafnframt unnið drög að reglugerð á grundvelli laganna.
Umsagnarfrestur er til og með 1. febrúar 2025.
Skýrslan var unnin af starfshópi sem skipaður var af ráðherra til að gera tillögur um endurmat og endurskoðun á þeim lagaramma sem gildir um orkuöflun landsins til að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Starfshópnum var falið að greina viðfangsefnið og setja tillögur sínar fram í lagafrumvarpi með greinargerð. Auk draga að slíku frumvarpi, sem finna má í skýrslunni, hefur starfshópurinn jafnframt unnið drög að reglugerð á grundvelli laganna.
Umsagnarfrestur er til og með 1. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar, verður tekið fyrir að nýju á fundi nr. 645.
19.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 80 - 2412019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 80. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 19. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?