Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
641. fundur 14. nóvember 2024 kl. 14:00 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætir til fundar um fjarfundarbúnað klukkan 14:00.

1.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115

Lögð fram lýsing á nýju deiliskipulagi, dags. 8. nóvember 2024, á svæði Í2 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við innri hluta Tunguskeiðs í Skutulsfirði. Gert er ráð fyrir íbúðarbyggð í Tunguhverfi en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir innri hluta hverfisins.

Með nýju deiliskipulagi er mótuð stefna um frekari uppbyggingu Tunguhverfis til að mæta eftirspurn eftir íbúðarlóðum í Skutulsfirði. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 2. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Ráðgjafi við skipulagsgerðina er Verkís.
Gunnar Páll Eydal, hjá Verkís ehf. mætir til fundar til að kynna verkefnið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Lögð fram til kynningar, minnisblöð unnin af Verkís ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar dags. 22. ágúst 2023 og 14. nóvember 2023, tekin saman eftir opinbera kynningu á skipulagslýsingu frá 31. maí 2023 með fresti til að skila ábendingum til 28. júní 2023.

Lagt fram til kynningar.
Verður tekið fyrir að nýju á fundi nefndar nr. 642.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir yfirgefur fjarfund klukkan 14:30.

3.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031

Lögð fram vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Réttarholtskirkjugarðs í Engidal, Skutulsfirði, greinargerð með uppdrætti, unnin af Verkís ehf. dags. 4. nóvember 2024.

Skipulagslýsing var kynnt opinberlega frá 14. maí til 11. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna Réttarholtskirkjugarðs á Ísafirði, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

4.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lögð fram til kynningar, samþykkt fundargerð 22. fundar svæðisráðs um strandsvæðisskipulag á Vestfjarðum, dags. 10. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018

Lögð fram til samþykktar lokaútgáfa af svæðisáætlun um úrgang fyrir Vestfirði, dags. 16. október 2024, unnið af Environice.
Skipulags- og mannvirkjanenfd vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035, til samþykktar í bæjarstjórn.

6.Götur án staðfanga á Þingeyri - 2024070036

Lagður fram tölvupóstur dags. 27. júní 2024 með ábendingum um ósamræmi í skráðu heimilisfangi leikskólans Laufáss, sem nú er skráður við Hlíðargötu 1, á Þingeyri.

Í nýju deiliskipulagi Hlíðargötu er byggingarlóð til úthlutunar á áætlun nr. 1 við Hlíðargötu, mun ofar á Þingeyri. Leikskólinn stendur því við götu án staðfangs skv. gildandi skipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn hverfisráðs.

7.Efnisnáma Mýrum í Dýrafirði. Ósk um aðalskipulagsbreytingu, Kýrá - 2024100090

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi S. Péturssyni hjá Vegagerðinni, Borgarnesi með ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna efnistökusvæðis í landi Mýra í Dýrafirði, náman Kýrá nnr. 22694.

Tilgangur breytinga er að hafa klæðingarefnisnámu til viðhalds bundinna slitlaga á næstu árum á vegum frá Dýrafirði, norður Vestfirði og á Djúpveg suður í Hestfjarðarbotn.

Jafnframt er lagt fram samþykki landeigenda Mýrarjarðarinnar, í tölvupósti, dags. 17. október 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna efnistökusvæðis við Kýrá nnr. 22694, skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Reglur um útgáfu stöðuleyfa - 2022070024

Lagðar fram til samþykktar uppfærðar reglur Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa.
Breyting er á 7. grein þar sem lagt er til að heimila byggingarfulltrúa að leggja dagsektir á eigendur lausafjármuna sem falla undir stöðuleyfisákvæði byggingarreglugerðar og eigendur hirða ekki um að sækja um stöðuleyfi eða er synjað um stöðuleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar reglur um stöðuleyfi.

9.Suðurtangi 24 - jarðvegsrannsókn - 2024080097

Lagt fram minnisblað EFLU dags. 25. október 2024 vegna jarðvegsrannsókna á Suðurtanga 24, með stækkunarmöguleikum til suðurs (lóðir 26 og 28).

Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdaleyfi. Dagverðardalur, orlofshúsasvæði á F21 - 2024090018

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Jóni G. Magnússyni hjá M11 arkitektum, f.h. Fjallasýnar ehf. dags. 12. ágúst 2024.
Fyrirhuguð framkvæmd felst í lagningu vegslóða og göngustíga við frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði.

Nýtt deiliskipulag frístundasvæðis á svæði F21 í Dagverðardal, Skutulfirði, tók gildi 8. nóvember 2024.
Skipulags- mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn. Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag var staðfest hjá Skipulagsstofnun 8. nóvember 2024.

11.Oddavegur 11 L141104; umsókn um byggingarleyfi - 2024100085

Lögð er fram ný umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á notkun húsnæðis. Í eldra máli (2024030091) var sótt um veitingarekstur í húsinu ásamt starfsmannaíbúð. Erindi var hafnað á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 635.
Í núverandi máli er sótt um að breyta húsinu í geymsluhúsnæði sem inniheldur húsvarðaríbúð.
Samhliða umsókn eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt tölvupósti frá umsækjanda til rökstuðnings á leyfi íbúa á iðnaðar- og athafnasvæði B30.
Þar sem húsið er á iðnaðar- og athafnasvæði skv. gildandi deiliskipulagi er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til yfirferðar.

Jafnframt er lagður fram tölvupóstur dags. 23. maí 2024 með tilkynningu til Umhverfisstofnunar um olíumengaðan jarðveg á Flateyrarodda, ásamt fundarpunktum frá fundi Ísafjarðarbæ, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Verkís dags. 22. maí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi á grundvelli þess að svæðið uppfylli ekki kröfur til íbúðabyggðar vegna olíumengunar í jarðvegi.
Umsækjanda er bent á að ákvörðun á stjórnsýslustigi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sjá nánar á: www/uua.is

12.Suðurtangi 2, Ísafirði. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024100047

Lögð fram umsögn eldvarnaeftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 29. október 2024 vegna Suðurtanga 2, F2120526.

Fordæmi er fyrir breyttri notkun og skráningu byggingahluta í húsnæðinu. Í dag eru allt að 4 byggingahlutar skráðir til búsetu.

Eldvarnaeftirlit gerir ekki athugasemdir við breytingu á byggingahlutanum F2120526. Eftir breytingar þarf hann að standast brunavarnir samkvæmt byggingareglugerð sem íbúðarhúsnæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

13.Umsókn um stöðuleyfi - 2024100119

Lögð er fram umsókn Sigurðar Arnars Jónssonar f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi á gámi er stendur fyrir framan slökkvistöðina.
Þar sem umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi samþykkt fyrir umræddan gám er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu stöðuleyfis.

14.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 79 - 2410030F

Lögð fram fundargerð 79. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 8. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?