Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Hjörleifur Finnsson mætir til fundar kl. 14:00.
1.Kynning á gerð loftslagsstefnu og niðurstöður vinnustofu um orkuskipti - 2024100063
Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri umhverfis og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofa mætir til fundar til að kynna gerð loftslagsstefnu, niðurstöður vinnustofu um orkuskipti og þýðingu hennar fyrir skipulagsgerð Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Hjörleifi Finnssyni fyrir kynninguna.
Hjörleifur Finnsson yfirgaf fund kl. 14:35.
Gestir
- Hjörleifur Finnsson - mæting: 14:00
Elena Dís Víðisdóttir hjá OV ásamt Gunnari Páli Eydal, ráðgjafa frá Verkís, mæta til fundar klukkan 14:40.
2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lögð fram skipulagslýsing frá Verkís hf. vegna nýtingar jarðhita í Seljalandshverfi, lýsingin er dagsett 4. október 2024.
Skipulagssvæðið liggur suður af Seljalandsmúla í mynni Tungudals.
Elena Dís Víðisdóttir hjá OV og Gunnar Páll Eydal, ráðgjafa hjá á Verkís ehf. mæta til fundar til að kynna áform Orkubús Vestfjarða ohf. við jarðhitaleit í Seljalandi.
Skipulagssvæðið liggur suður af Seljalandsmúla í mynni Tungudals.
Elena Dís Víðisdóttir hjá OV og Gunnar Páll Eydal, ráðgjafa hjá á Verkís ehf. mæta til fundar til að kynna áform Orkubús Vestfjarða ohf. við jarðhitaleit í Seljalandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á skipulagslýsingu skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsbreytingin nær til svæðis við götuna Seljaland, ofan Skógarbrautar á Ísafirði.
Skipulagsbreytingin nær til svæðis við götuna Seljaland, ofan Skógarbrautar á Ísafirði.
Elena Dís Víðisdóttir hjá OV ásamt Gunnari Páli Eydal, ráðgjafa frá Verkís, yfirgáfu fund klukkan 15:00.
Gestir
- Elena Dís Víðisdóttir - mæting: 14:40
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 14:40
3.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046
Á 1299. fundi bæjarráðs, þann 14. október 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063
Lögð fram til kynningar tilkynning frá óbyggðanefnd um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda til 13. janúar 2025 vegna eyja og skerja.
Lagt fram til kynningar.
5.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Lagðar fram athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mjólkár. Auglýst tillaga var í kynningu frá 5. september 2024 til og með 18. október 2024. Athugasemdafrestur var til og með 18. október 2024.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi innan athugasemdafrests.
Níu umsagnir bárust.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Bolungarvíkurkaupstað og Skógræktinni.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi innan athugasemdafrests.
Níu umsagnir bárust.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Bolungarvíkurkaupstað og Skógræktinni.
Lagt fram til kynningar.
Skv. skipulagslögum nr. 123/2010, 3. mgr. 41. grein:
"Þegar frestur til athugasemda er liðinn skal sveitarstjórn taka tillöguna til umræðu að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni.
-Ef engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn heldur skal senda hana Skipulagsstofnun. Hafi borist athugasemdir skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst".
Skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkt gögn til Skipulagsstofnunar.
Skv. skipulagslögum nr. 123/2010, 3. mgr. 41. grein:
"Þegar frestur til athugasemda er liðinn skal sveitarstjórn taka tillöguna til umræðu að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni.
-Ef engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn heldur skal senda hana Skipulagsstofnun. Hafi borist athugasemdir skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst".
Skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkt gögn til Skipulagsstofnunar.
6.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Lögð fram aðalskipulagstillaga við Suðurtanga, uppdráttur og greinargerð dags. 24. maí 2024 unnið af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ.
Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga, var auglýst frá 20. ágúst 2024 til 3. október 2024, með athugasemdafresti til og með 3. október 2024.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi en átta umsagnir við auglýsta tillögu innan athugasemdafrests.
Umsagnir voru lagðar fram til kynningar á 639. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Umsögn Umhverfisstofnunar kallaði á breytingu á umfjöllun um áhrif skipulagsins á umhverfi hafsins og auðlindir þess í töflu 4. Auk þess var bætt við upplýsingum um Vatnaáætlun Íslands 2022-2027 í kafla 2.5.
Greinargerð var uppfærð 23. október 2024: Breytt eftir auglýsingu sbr. kafla 1.4.
Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga, var auglýst frá 20. ágúst 2024 til 3. október 2024, með athugasemdafresti til og með 3. október 2024.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi en átta umsagnir við auglýsta tillögu innan athugasemdafrests.
Umsagnir voru lagðar fram til kynningar á 639. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Umsögn Umhverfisstofnunar kallaði á breytingu á umfjöllun um áhrif skipulagsins á umhverfi hafsins og auðlindir þess í töflu 4. Auk þess var bætt við upplýsingum um Vatnaáætlun Íslands 2022-2027 í kafla 2.5.
Greinargerð var uppfærð 23. október 2024: Breytt eftir auglýsingu sbr. kafla 1.4.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Suðurtanga.
Tillagan á uppdrætti og greinargerð, var auglýst frá og með 20. ágúst 2024 til og með 3. október 2023.
Tekið hefur tillit til innsendra athugasemda.
Nefndin telur að breytingar séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju m.t.t. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan á uppdrætti og greinargerð, var auglýst frá og með 20. ágúst 2024 til og með 3. október 2023.
Tekið hefur tillit til innsendra athugasemda.
Nefndin telur að breytingar séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju m.t.t. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 637 þann 13. september 2024, voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir við auglýsta tillögu að endurskoðun deiliskipulags við Suðurtanga, Skutulsfirði. Tillagan var auglýst frá 5. júlí til 18. ágúst 2024. Eftir athugasemdafrest bókaði nefndin á 637. fundi að tillaga yrði lögð fyrir bæjarstjórn samhliða aðalskipulagsbreytingu.
Fylgigögn eru minnisblað vegna úrvinnslu eftir auglýsta tillögu endurskoðunar á deiliskipulagi Suðurtanga, frá Verkís ehf. dags. 23. október 2024 um viðbrögð við athugasemdum, uppdráttur og greinargerð, dags. 24. maí 2024.
Fylgigögn eru minnisblað vegna úrvinnslu eftir auglýsta tillögu endurskoðunar á deiliskipulagi Suðurtanga, frá Verkís ehf. dags. 23. október 2024 um viðbrögð við athugasemdum, uppdráttur og greinargerð, dags. 24. maí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta greinargerð og uppdrátt vegna endurskoðunar deiliskipulags við Suðurtanga, Skutulsfirði, í samræmi við 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010, nefndin telur breytingar óverulegar og ekki tilefni til að auglýsa að nýju.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem er unnin samhliða breytingu á aðalskipulagi Suðurtanga.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem er unnin samhliða breytingu á aðalskipulagi Suðurtanga.
8.Suðurtangi 2, Ísafirði. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024100047
Lögð fram fyrirspurn frá Ainara Aguilar Del Caz vegna breyttrar notkunar á hluta verkstæðishluta Suðurtanga 2 á Ísafirði, dags. 7. október 2024.
Snýr breytingin að því að breyta umræddum eignarhlut í íbúð. Nú þegar eru íbúðir skráðar í samtengdu húsi.
Óskað er álits nefndarinnar á málinu þar sem ekki er gert ráð fyrir notkun þessari í deiliskipulagi.
Snýr breytingin að því að breyta umræddum eignarhlut í íbúð. Nú þegar eru íbúðir skráðar í samtengdu húsi.
Óskað er álits nefndarinnar á málinu þar sem ekki er gert ráð fyrir notkun þessari í deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar.
9.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024100022
Lögð fram umsókn dags. 16. september 2024, frá Sigurði Guðmundi Óskarssyni um lóðina Ártungu 6.
Fyrrum lóðarhafi skilaði lóðinni og var lóðin auglýst á vef Ísafjarðarbæjar í 10 daga í samræmi við grein 1.1 í reglum Ísafjarðarbæjar um lóðaúthlutanir.
Ein umsókn barst um lóðina.
Fyrrum lóðarhafi skilaði lóðinni og var lóðin auglýst á vef Ísafjarðarbæjar í 10 daga í samræmi við grein 1.1 í reglum Ísafjarðarbæjar um lóðaúthlutanir.
Ein umsókn barst um lóðina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Guðmundur Óskarsson fái lóðina við Ártungu 6 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
10.Grundarstígur 4, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024080128
Lögð fram umsókn dags. 23. ágúst 2024 um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá þinglýstum eiganda fasteignar við Grundarstíg 4 á Flateyri.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 4 á Flateyri.
11.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Lagt fram erindi, dags. 8. október 2024, frá Má Erlingssyni, framkvæmdastjóra Gallons ehf. vegna mengunarrannsókna á Oddavegi 5 á Flateyri.
Jafnframt lagt fram minnisblað Eflu vegna rannsóknanna, dags. 30. september 2024.
Jafnframt lagt fram minnisblað Eflu vegna rannsóknanna, dags. 30. september 2024.
Lagt fram til kynningar.
Gallon ehf. þarf í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða að vinna að hreinsun lóðar.
Að því loknu mun sveitarfélagið gefa út lóðarleigusamning.
Gallon ehf. þarf í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða að vinna að hreinsun lóðar.
Að því loknu mun sveitarfélagið gefa út lóðarleigusamning.
12.Smárateigur 3, Hnífsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024100084
Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eigendum fasteignar við Smárateig 3 í Hnífsdal, dags. 22. október 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknisviðs, dags. 22. október 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknisviðs, dags. 22. október 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Smárateig 3 í Hnífsdal.
13.Hlíðarvegur 28, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024100082
Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Hlíðarveg 28 á Ísafirði, dags. 22. október 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknisviðs, dags. 22. október 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknisviðs, dags. 22. október 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hlíðarveg 28 á Ísafirði.
14.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001
Lagður fram tölvupóstur dags. 11. október 2024 með ósk stækkun á lóðinni við Hlíðarveg 15 á Ísafirði, til að hægt sé að gera umbeðið svæði hluta af skipulagðri lóð við Hlíðarveg 15, með grasi, blómum, öðrum gróðri, gönguleið og slíku. Ekki er fyrirhugað að byggja á hinu umbeðna svæði. Sjálfsagt er að íbúar Hjallavegs 2 hafi aðgang gegnum hið umbeðna svæði ef þess er þörf.
Jafnframt er lagt fram minnisblað tæknisviðs, dags. 23. október 2024 vegna stækkunar lóðar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði.
Jafnframt er lagt fram minnisblað tæknisviðs, dags. 23. október 2024 vegna stækkunar lóðar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fram uppfærð gögn á næsta fundi nefndar.
15.Smiðjustígur 2, Suðureyri. Bílastæði - 2024100083
Lagður fram tölvupóstur frá Kjartani Árnasyni hjá Koa arkitektum f.h. lóðarhafa við Smiðjustíg 2 á Suðureyri með ósk um sérstök bílastæði utan lóðar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 3. september 2024, frá Koa arkitektum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 3. september 2024, frá Koa arkitektum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að við útgáfu lóðarleigusamnings við Smiðjustíg 2 á Suðureyri, verði ákvæði um bílastæði fyrir hreyfihamlaða utan lóðar, með hliðsjón til 2.6 gr. í greinargerð deiliskipulags Suðureyrarmala.
16.Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-35, landfylling við Strandgötu - 2024100081
Lögð fram til kynningar, umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt frá Óskari Erni Gunnarssyni hjá Vesturbyggð, dags. 21. október 2024 vegna lýsingar breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035, vegna nýrrar landfyllingar við Strandgötu, Patreksfirði.
Umsagnarfrestur er til og með 4. nóvember 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 4. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytinga í Vesturbyggð vegna landfyllingar við Strandgötu á Patreksfirði.
17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 9. október 2024 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 204/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012, með síðari breytingum (ljósvist)".
Umsagnarfrestur er til og með 23. október 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 23. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
18.Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2024 - 2024100080
Lagður fram tölvupóstur frá Sólveigu Gísladóttur hjá Vegagerðinni dags. 8. október 2024 þar sem er kynnt rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar, sem verður haldin 1. nóvember 2024, á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar.
19.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 77 - 2408011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 77. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 27. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.
20.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 78 - 2409019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 8. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?