Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
636. fundur 02. september 2024 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Edda María Hagalín, fjármalstjóri og Jóna Kristín, innheimtufulltrúi mæta til fundar kl. 10:10

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lagðar fram gjaldskrár sem heyra undir skipulags- og mannvirkjanefnd, til fyrri umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum.
Edda María Hagalín, fjármalstjóri og Jóna Kristín, innheimtufulltrúi yfirgáfu fund kl. 10:50

2.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Greinargerð og uppdráttur frá Verkís ehf., vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, "MJÓLKÁ. STÆKKUN VIRKJUNAR, AFHENDING GRÆNNAR ORKU OG NÝ BRYGGJA" var auglýst frá 24. maí 2024 til og með 10. júlí 2024. Á auglýsingartíma bárust athugasemdir sem brugðist hefur verið við, viðbrögð við þeim má sjá í minnisblaði Verkís ehf., dags. 20. ágúst 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma og hvernig hefur verið tekið tillit til þeirra, nefndin telur athugasemdir þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppdrátt og greinargerð dags. 2.febrúar 2024, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga 123/2010.

3.Ósk um deiliskipulagsbreytingar vegna Sindragötu 4a, Ísafirði - 2024080150

Lagt fram erindi með ósk um breytingu á deiliskipulagi á lóð Sindragötu 4b við Sindragötu 4A, dags. 20. ágúst 2024 frá eigendum fasteigna við Aðalstræti 8 og 10 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að lóðinni við Sindragötu 4a, (mhl. 02), hefur nú þegar verið úthlutað. Umsækjendur hafa því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta.
Erindinu er því hafnað.

4.Hafnarstræti 15-17, Ísafirði. Umsókn um lóð undir rafbílastæði - 2024080108

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. ágúst 2024, frá Steinþóri Jóni Gunnarssyni f.h. InstaVolt Iceland ehf. með ósk um lóð undir bílahleðslustöð við Hafnarstræti 15-17, Pollgötumegin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki tímabært að úthluta umræddu svæði undir rafhleðslustæði, þar sem endurskoðun miðbæjarskipulags er í vinnslu.

5.Ísafjarðarvegur 8, Hnífsdal. Umsókn um lóð - 2024060016

Lagður fram tölvupóstur frá Friðriki Rúnari Hólm Ásgeirssyni, dags. 26. ágúst 2024, þar sem fallið er frá byggingaráformum við Ísafjarðarveg 8 í Hnífsdal.
Lagt fram til kynningar.

6.Stefnisgata 8, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2024080016

Stefnisgata 8, Suðureyri. Umsókn um lóð, óstofnað húsfélag 4-6 lögaðila fyrir blandaða starfsemi.
Hlutkesti fór fram skv. gr. 1. 1 í reglum Ísafjarðarbæjar vegna lóðaúthlutana.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta húsfélagi Bjarka Rúnars Arnarssonar, í samræmi við umsókn dags. 9. ágúst 2024, lóð við Stefnisgötu 8 á Suðureyri skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.

7.Stefnisgata 8, Suðureyri. Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2024080013

Lögð fram umsókn Guðna Alberts Einarssonar, f.h. Sigurmars ehf., kt. 201221-1390 um lóð að Stefnisgötu 8, Suðureyri.
Hlutkesti fór fram skv. gr. 1. 1 í reglum Ísafjarðarbæjar vegna lóðaúthlutana.

Niðurstaða hlutkestis var að úthluta húsfélagi Bjarka Rúnars Arnarssonar, í samræmi við umsókn dags. 9. ágúst 2024, lóð við Stefnisgötu 8 á Suðureyri skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.

8.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001

Lagður fram tölvupóstur frá þinglýstum eiganda fasteignar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði, dags. 29. júlí 2024, með ósk um stækkun lóðar að upp að Hjallavegi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum.

9.Silfurgata 5, Ísafirði. Fyrirspurn um fjölgun íbúða - 2024080107

Lögð fram fyrirspurn frá eiganda fasteignar við Silfurgötu 5 á Ísafirði dags. 19. ágúst 2024 varðandi að breyta verslunarhúsnæði yfir í tvær íbúðir. Jafnframt lögð fram grunnmynd af fyrirkomulagi jarðhæðar fyrir og eftir, ódags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform við Silfurgötu 5 á Ísafirði, fyrir þinglýstum eigendum við Skólagötu 8a, Skólagötu 8, Brunngötu 20, Silfurgötu 7, Silfurgötu 6, Silfurgötu 8 og Silfurgötu 8a.

10.Urðarvegur 14, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning undir bílskúr - 2024080117

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi S. Einarssyni, eiganda bílskúrs við Urðarveg, Ísafirði dags. 20. ágúst 2024 vegna óska um lóðarleigusamning undir mannvirki. Skráð byggingarár bílskúrs er 1960.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings í samræmi við lóðablað.

11.Aðalgata 36, Suðureyri. Umsókn um stækkun lóðar - 2024080119

Lagður fram tölvupóstur dags. 23. ágúst 2024 frá Vernharði Jósefssyni hjá Stuði ehf. með ósk um stækkun lóðar við Aðalgötu 36 á Suðureyri, til norð-austurs að mörkum gildandi deiliskipulags.
Skipulag- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar við Aðalgötu 36, Suðureyri, í samræmi við gildandi deiliskipulag.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 22. ágúst 2024, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 162/2024, "Breytingar á reglugerðum er varða brunavarnir", drög að breytingum á fjórum reglugerðum á sviði brunavarna, m.a. til samræmis við nýlegar breytingar á lögum um brunarvarnir, nr. 75/2000.

Umsagnarfrestur er til og með 13. september 2024
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur slökkviliðsstjóra að móta umsögn fyrir næsta fund nefndar.

13.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram til kynningar, fundargerð 6. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem var haldinn 13. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar

14.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063

Lögð fram til kynningar tilkynning frá óbyggðanefnd um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda til 2. desember 2024 vegna eyja og skerja.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?