Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Lögð fram tillaga á endurskoðuðu deiliskipulagi við Suðurtanga, Ísafirði, uppdráttur og greinargerð, unnin af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024.
Skipulagssvæðið tekur til Suðurtanga Skutulsfjarðareyrar, sunnan Ásgeirsgötu og Sundahafnar. Markmið deiliskipulagsins er að fjölga atvinnulóðum, m.a. í sjávartengdri starfsemi, og samþætta fjölbreytta nýtingu á skipulagssvæðinu. Í skipulaginu er lögð áhersla á öryggi vegfarenda, gæði byggðar, ásýnd svæðisins, varðveislu menningarminja og viðbrögð og varnir við sjávarflóðum. Sérstaklega er hugað að gönguleiðum farþega skemmtiferðaskipa og samspili þeirra við starfsemi á Suðurtanga og Eyrinni.
Vinnslutillaga deiliskipulagsins var kynnt á vefsíðu Ísafjarðarbæjar og fleiri miðlum frá 3. apríl 2024 til 3. maí 2024. Þann 12. apríl 2024, var opið hús hjá Ísafjarðarbæ vegna skipulagsbreytingarinnar.
Á kynningartímanum bárust umsagnir frá, Mílu, Ísavia, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Orkubúi Vestfjarða, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar.
Tvær athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartímanum. Þær vörðuðu ferðamenn, ásýnd, nýtingu við Neðstakaupstað, aðgengi að fjöru, umferðaröryggi og atvinnustarfsemi á svæðinu.
Skipulagssvæðið tekur til Suðurtanga Skutulsfjarðareyrar, sunnan Ásgeirsgötu og Sundahafnar. Markmið deiliskipulagsins er að fjölga atvinnulóðum, m.a. í sjávartengdri starfsemi, og samþætta fjölbreytta nýtingu á skipulagssvæðinu. Í skipulaginu er lögð áhersla á öryggi vegfarenda, gæði byggðar, ásýnd svæðisins, varðveislu menningarminja og viðbrögð og varnir við sjávarflóðum. Sérstaklega er hugað að gönguleiðum farþega skemmtiferðaskipa og samspili þeirra við starfsemi á Suðurtanga og Eyrinni.
Vinnslutillaga deiliskipulagsins var kynnt á vefsíðu Ísafjarðarbæjar og fleiri miðlum frá 3. apríl 2024 til 3. maí 2024. Þann 12. apríl 2024, var opið hús hjá Ísafjarðarbæ vegna skipulagsbreytingarinnar.
Á kynningartímanum bárust umsagnir frá, Mílu, Ísavia, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Orkubúi Vestfjarða, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Ísafjarðarbæjar.
Tvær athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartímanum. Þær vörðuðu ferðamenn, ásýnd, nýtingu við Neðstakaupstað, aðgengi að fjöru, umferðaröryggi og atvinnustarfsemi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 24. maí 2024, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2024060033
Lagt fram erindi frá Landsneti dags. 7. júní 2024, vegna óska frá landeigendum við Mjólká, Orkubúi Vestfjarða ohf., um breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar sem tók gildi 15. apríl 2010.
Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.
Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, í samræmi við erindi dags. 7. júní 2024.
3.Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2024060033
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, dags. 7. júní 2024, unnin af Verkís ehf. f.h. Landsnets að beiðni landeiganda, sem er Orkubú Vestfjarða ohf.
Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda.
Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.
Tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda.
Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar.
4.Stækkun Mjólkárvirkjunar - 2024020089
Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 29. maí 2024 um að áform um stækkun Mjólkárvirkjunar séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 1. júlí 2024.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 1. júlí 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033 - 2024060005
Lögð fram til kynningar úr skipulagsgátt, umsagnarbeiðni frá Strandabyggð, dags. 30. maí 2024, vegna vinnslutillögu endurskoðunar á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033, samþykkt á sveitastjórnarfundi þann 14. maí 2024.
Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafa ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós.
Umsagnarfrestur er til og með 29. júní 2024.
Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafa ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós.
Umsagnarfrestur er til og með 29. júní 2024.
Gögn lögð fram til kynningar, umsögn verður skilað inn á fundi nefndar, 27. júní næstkomandi.
6.Lífmassaaukning ÍS-47 um 600 tonn í Önundarfirði. Mál nr. 577-2024 - 2024050097
Lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar dags. 15. maí 2024 vegna tilkynningar um framkvæmd (tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu) um lífmassaaukningu ÍS47 um 600 tonn í Önundarfirði, mál nr. 0577/2024.
Umsagnarfrestur er til og með 13. júní 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 13. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við lífmassaaukningu ÍS-47 ehf.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 28. maí 2024, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2024, breyting á reglugerð um þráðlausan fjarskiptabúnað, nr. 944/2019.
Umsagnarfrestur er til og með 11. júní 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 11. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 3. júní 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013.
Umsagnarfrestur er til og með 24. júní 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 24. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, telur að í ljósi þess að raflínuskipulag hefur áhrif á fleiri en eitt sveitarfélag væri eðlilegra að hafa það sem hluta af svæðisskipulagi eða landsskipulagi til að tryggja betra samræmi og heildarsýn.
Að mati nefndar er stofnun raflínunefndar og gerð raflínuskipulags, vandkvæðum bundið þar sem samræmi milli mismunandi skipulagsáætlana getur raskast. Það gæti orðið til þess að framkvæmdaáætlanir í einu sveitarfélagi gangi gegn heildar stefnumörkun svæðisskipulags eða landsskipulagsstefnu.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn athugasemd.
Að mati nefndar er stofnun raflínunefndar og gerð raflínuskipulags, vandkvæðum bundið þar sem samræmi milli mismunandi skipulagsáætlana getur raskast. Það gæti orðið til þess að framkvæmdaáætlanir í einu sveitarfélagi gangi gegn heildar stefnumörkun svæðisskipulags eða landsskipulagsstefnu.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda inn athugasemd.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt. 7. júní 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 114/2024, drög að flokkun fimm virkjunarkosta.
Umsagnarfrestur er til og með 21.júní 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 21.júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
10.Landmótun við skíðasvæðið í Tungudal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024060007
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi, frá Ragnari H. Guðmundssyni, forstöðumanni skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, dags. 4. júní 2024, vegna landmótunar neðst í Dalsbotnbrekku í Tungudal til að bæta snjósöfnun brekkunnar og við barnasvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna landmótunar í Dalsbotnsbrekku í Tungudal, með vísan til ákvæða Ú50 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og í meðfylgjandi gögn.
Nefndin leggur áherslu á að vandað verði til við frágang og að nýr skurður sem mótaður verður vegna afrennslis vatns, fylgi línum í landslagi og verði sem náttúrlegastur.
Nefndin leggur áherslu á að vandað verði til við frágang og að nýr skurður sem mótaður verður vegna afrennslis vatns, fylgi línum í landslagi og verði sem náttúrlegastur.
11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vífilsmýrar - Flokkur 2, - 2024060023
Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Grétari Magnússyni f.h. Fjallabóls ehf. vegna breyttrar notkunar húsnæðisins ásamt öðrum matshlutum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. í maí 2024, ásamt skráningartöflu.
Óskað er álits skipulags- og mannvirkjanefndar m.v. í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. í maí 2024, ásamt skráningartöflu.
Óskað er álits skipulags- og mannvirkjanefndar m.v. í gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki ástæðu til að grenndarkynna áform um breytingu á notkun mannvirkis, með vísan í 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggingarfulltrúa er falið að afgreiða byggingarleyfi varðandi breytta notkun mannvirkis.
Byggingarfulltrúa er falið að afgreiða byggingarleyfi varðandi breytta notkun mannvirkis.
12.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Umræður um stöðu aðalskipulags.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samið verði um ráðgjöf við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun á árunum 2025 og 2026.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?