Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mjósund 2 - æfingaturn fyrir Björgunarfélag Ísafjarðar - 2014090058
Lagt fram bréf frá unglingadeildinni Hafstjarnan ódagsett þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 10-12 metra háan turn úr rafmagnsstaurum til æfinga. Óskað er eftir að hafa turninn á lóðinni þar til henni verði úthlutað í annað.
Nefndin tekur vel í erindið en bendir á að lagnir vegna niðurbrots olíu liggja um lóðina. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdinni og hvernig komið verður í veg fyrir að óviðkomandi stafi ekki hætta af.
2.Knattspyrnuæfingasvæði á Skeiði - 2014090052
Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar dags. 18. september sl. þar sem óskað er heimildar til að nýta lóð innan við Bónus sem knattspyrnuæfingasvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur fallist á að nýta svæðið undir æfingasvæði á meðan lóðinni er ekki úthlutað í annað.
Nefndin leggur til að gerður verði samningur við boltafélagið um afnot svæðisins, í samningnum verði ákvæði um að rifta megi samningnum með mánaðarfyrirvara og engar bætur greiddar vegna þess. Sviðsstjóra falið að ræða við bréfritara um framhald málsins.
Nefndin leggur til að gerður verði samningur við boltafélagið um afnot svæðisins, í samningnum verði ákvæði um að rifta megi samningnum með mánaðarfyrirvara og engar bætur greiddar vegna þess. Sviðsstjóra falið að ræða við bréfritara um framhald málsins.
Sigurður J Hreinsson víkur af fundi undir þessum lið.
3.Strandblakvöllur í Skutulsfirði - 2014090053
Lagt fram bréf frá Blakfélaginu Skelli og HSV dags. 15. september sl. þar sem óskað er eftir að hafinn verði undirbúningur að gerð strandblakvallar í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á að gera ráð fyrir svæði undir strandblak í Tungudal og vísar erindinu til aðalskipulagsgerðar. Nefndin leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun 2015.
Nefndin vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Nefndin vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Sigurður J Hreinsson kemur inn á fundinn.
4.Dagverðardalur 7/15 - niðurrif - 2014090040
Lagt fram bréf frá Jóni Sigurðssyni dags. 8. september 2014 þar sem óskað er heimildar til að rífa sumarbústaðinn við Dagverðardal 7. Jafnframt er óskað eftir að núverandi lóðarhafar haldi áfram umráðum yfr lóðinni og fái heimild til þess að byggja á henni sumarhús síðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar niðurrif hússins. Umráðaréttur lóðar verður með sama hætti eins og um nýja lóð væri að ræða. Lóðin fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá niðurrifi húss.
5.Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012
Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 28. ágúst 2014 þar sem talið er að 1.100 tonna ársframleiðsla sjókvíaeldis Dýrfisks kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum.
Kærufrestur er til 30. september 2014
Kærufrestur er til 30. september 2014
Lagt fram til kynningar.
6.Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. október 2014 er varðar umsókn Dýrfisks hf. um starfsleyfi fyrir framleiðslu á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Tillagan mun liggja frammmi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 9. október til 4. desember 2014.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.
7.Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2013110015
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 12. september 2014 er varðar tillögu að starfsleyfi fyrir allt að 1.200 tonn af regnbogsilungi og þorski í Önundarfirði á þremur skilgreindum svæðum. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 24. september til 19. nóvember 2014.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.
8.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027
Tekin fyrir að nýju fjárfestingaráætlun fyrir árin 2015-2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd forgangsraðaði fjárfestingum fyrir árið 2015. Fjárfestingarþörf er mun meiri en fjárfestingargeta.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?