Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Endurbygging varna við Flateyri - 2024040116
Lögð er fram umsókn sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 22. apríl 2024, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á ofanflóðavörnum við Flateyri. Á árinu 2024 er áætlað að hefja framkvæmdir við keilur í Innra Bæjargili. Sótt er um eitt framkvæmdaleyfi fyrir verkinu í heild. Áætluð verklok eru, árið 2028 með mótvægisaðgerðum og leiðigarði við hafnarsvæði.
Lögð eru fram eftirfarandi gögn:
- Fundargerð ræsifundar nr. 01 dags. 15. apríl 2024
- Verklýsing „OFANFLÓÐAVARNIR Á FLATEYRI -ENDURBÆTTAR VARNIR“ unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, desember 2023
- Verkteikningar varnargarða, unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, desember 2023
- Teikningahefti yfirborðsfrágangs, unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, september 2023
Lögð eru fram eftirfarandi gögn:
- Fundargerð ræsifundar nr. 01 dags. 15. apríl 2024
- Verklýsing „OFANFLÓÐAVARNIR Á FLATEYRI -ENDURBÆTTAR VARNIR“ unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, desember 2023
- Verkteikningar varnargarða, unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, desember 2023
- Teikningahefti yfirborðsfrágangs, unnið af Eflu verkfræðistofu og Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ og FSRE, september 2023
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmda á Flateyri, með hliðsjón af framlögðum gögnum og umsókn.
2.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Lagt fram afgreiðslubréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. apríl 2024, með athugasemdum stofnunarinnar, fyrir auglýsingu á breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna stækkunar Mjólkárvirkjunar, afhendingar grænnar orku og nýrrar bryggju.
Lagt fram til kynningar og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
3.Deiliskipulag Miðbær Bolungarvík - 2023070032
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Bolungarvíkurkaupstað dags. 17. apríl 2024, úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, vegna auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi miðbæjar Bolungarvíkur, mál nr. 0378/2023. Frestur til athugasemda er til 29. maí 2024.
Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, gerir ekki athugasemdir við tillögu Bolungarvíkurkaupstaðar, að nýju deiliskipulagi miðbæjar. Lagt fram til kynningar
4.Deiliskipulag í Tungudal. Frístundahúsasvæði F13, Tunguskógur - 2024020163
Lagt fram minnisblað dags. 11. apríl 2024, unnið af Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Verkís ehf. varðandi stöðu skipulags í Tunguskógi og hvaða þætti þarf að skoða til að ljúka gerð deiliskipulagsins og það taki gildi.
Lagt fram til kynningar.
5.Útsýnispallur við Brimnesveg, Flateyri. - 2016080025
Á 627. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 14. mars 2024 heimilaði nefndin að grenndarkynna áform við útsýnispall við Brimnesveg á Flateyri, fyrir hagsmunaaðilum og þinglýstum eigendum við Drafnargötu 7 til 17, sem- og hverfisráði Önundarfjarðar. Einnig var óskað eftir heimild hjá Siglingasviði Vegagerðar vegna breytinga á sjóvörnum sem tengjast mannvirkinu.
Grenndarkynning áforma var frá 18. mars 2024 með athugasemdafresti til og með 18. apríl 2024.
Umsagnir bárust frá Hafnadeild Vegagerðar dags. 19. mars 2024 og hverfisráði Önundarfirði dags. 18. apríl 2024.
Athugasemdir bárust einnig frá íbúum við Drafnargötu 15 og 17, Flateyri.
Grenndarkynning áforma var frá 18. mars 2024 með athugasemdafresti til og með 18. apríl 2024.
Umsagnir bárust frá Hafnadeild Vegagerðar dags. 19. mars 2024 og hverfisráði Önundarfirði dags. 18. apríl 2024.
Athugasemdir bárust einnig frá íbúum við Drafnargötu 15 og 17, Flateyri.
Skipulag- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir sem hafa borist eigi rétt á sér og taka þurfi tillit til þeirra í umsögnum Vegagerðar, og íbúa við Drafnargötu 17 ásamt eftirfarandi athugasemdum Hverfisráðs Önundarfjarðar um staðsetningu, aðstæður og útfærslu á útsýnispalli.
6.Sundstræti 34, Ísafirði. Grenndarkynning viðbyggingar - 2024020002
Á 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 25. janúar 2024 heimilaði nefndin að grenndarkynna áform um viðbyggingu við Sundstræti 34 á Ísafirði, fyrir eigendum íbúða í Sundstræti 32, 34 og 36
Grenndarkynning áforma var frá 12. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 13. mars 2024.
Ein athugasemd barst, dags. 10. mars 2024, frá einum eiganda við Sundstræti 34 á Ísafirði.
Grenndarkynning áforma var frá 12. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 13. mars 2024.
Ein athugasemd barst, dags. 10. mars 2024, frá einum eiganda við Sundstræti 34 á Ísafirði.
Mannvirkið Sundstræti 34, er fjöleignahús og ytra byrði og lóðarréttindi, er sameign allra með vísan til 41. gr. fjöleignahúsalaga. Að þessu sögðu þarf að liggja fyrir samþykki allra þinglýstra eigenda á húsfélagsfundi, vegna breytinga á eignaskiptalýsingu og jafnframt þarf að taka tillit til innsendrar athugasemdar.
7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Oddavegur 11 - Flokkur 2, - 2024030091
Lögð er fram umsókn Jóns Grétars Magnússonar um byggingarleyfi f.h Bræðranna Eyjólfsson ehf. Sótt er um breytingar á notkun húsnæðisins. Húsnæðið er nú skráð sem iðnaðarhúsnæði. Óskað er eftir því að fyrsta hæð hússins breytist í ostavinnslu og íbúðarrými fyrir húsvörð. Á efri hæð hússins er fyrirhugað safn og veitingasala.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflu.
Þar sem húsnæðið er á iðnaðar- og hafnarsvæði skv. gildandi deiliskipulagi er óskað umfjöllunar skipulags- og mannvirkjanefndar á erindinu.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ásamt skráningartöflu.
Þar sem húsnæðið er á iðnaðar- og hafnarsvæði skv. gildandi deiliskipulagi er óskað umfjöllunar skipulags- og mannvirkjanefndar á erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á íbúð innan iðnaðar- og athafnarsvæðis B30, með vísan til landnýtingar og skipulagsreglugerðar 90/2013.
8.Veðrará-Ytri í Önundarfirði L141030. Fyrirspurn til varðandi byggingu bílskúrs - 2024030128
Lögð fram fyrirspurn frá þinglýstum eiganda Veðrarár Ytri L141030, dags. 19. mars 2024, varðandi íbúðabyggð á jörðinni.
Framkvæmdin kallar á breytingar á Aðalskipulagi og jafnframt deiliskipulag vegna íbúðarbyggðar. Varðandi bílskúr þá er það formleg umsókn til byggingarfulltrúa.
9.Hlíðarvegur 50, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024010203
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi M Kristjánssyni, lóðarhafa við Hlíðarveg 50 á Ísafirði, dags. 27. mars 2024 þar sem hann óskar eftir að lóð verði lengd til norðurs um tæpa 10 metra til að rúma nýbyggingu sem verður u.þ.b. 22,5m að lengd og 8m að breidd. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. apríl 2024 með tillögu að nýjum lóðarmörkum í norður ásamt byggingarreit.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á lóð við Hlíðarveg 50, í samræmi við meðfylgjandi lóðablað tæknideildar.
10.Umsókn um stöðuleyfi við Suðurgötu á Ísafirði - 2024040080
Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Svanlaugu B. Másdóttur dags. 9. apríl 2024, vegna söluvettvangs fyrir vestfirskt handverk, þar sem verður minjagripasala og ýmsar uppákomur. Staðsetningin er með það í huga að fanga ferðafólk sem kemur með skipunum og því er tenging við höfnina mikilvæg.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjanda á að sækja um hjá hafnarstjórn og hafnarstjóra, m.t.t. hentugri staðsetningar. Árlega hefur sölubásum verið komið fyrir við hafnarkant Suðurtanga.
11.Skólagata 1, Suðureyri. Bílastæðamál - 2024040124
Lagður fram tölvupóstur dags. 8. apríl 2024 frá þinglýstum eiganda að Skólagötu 1 á Suðureyri með ósk um afnot af svæði við Skólagötu 3, Rómarstíg, undir bílastæði fyrir húsið þar sem ekkert bílastæði er inni á lóð.
Nefndin getur ekki fallist á ósk um sérafnot í landi Ísafjarðarbæjar.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lagt fram erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 19. apríl 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.
Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Lagt fram til kynningar
13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lagt fram erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 19. apríl 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.
Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?