Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Lykilþættir og tillögur til úrbóta úr skýrslu um stöðu minjaverndar - 2023110127
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 20. nóvember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 237/2023, lykilþætti og tillögur til úrbóta sem fram koma í skýrslunni Minjavernd - staða, áskoranir og tækifæri.
Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023.
Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
2.Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka - 2023110152
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 22. nóvember 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 242/2023, „Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka.“ Umsagnarfrestur er til og með 7. desember 2023.
Reglugerðardrögin eru samin hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Markmið reglugerðarinnar er að fá betri yfirsýn yfir skráningu á eignarmörkum lands sem nýst geta einstaklingum, stjórnvöldum og öðrum til upplýsinga um eignarhald og afmörkun landeigna. Gildissviðið er afmarkað við áætlun eignarmarka og færslu tengdra upplýsinga inn í landeignaskrá í þeim tilvikum þegar upplýsingar um stærð og eignarmörk skortir. Markmiðið er m.ö.o. að bæta opinbera skráningu hér á landi. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sér um skráningu samkvæmt reglugerðinni í samræmi við lögbundin verkefni stofnunarinnar.
Reglugerðardrögin eru samin hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Markmið reglugerðarinnar er að fá betri yfirsýn yfir skráningu á eignarmörkum lands sem nýst geta einstaklingum, stjórnvöldum og öðrum til upplýsinga um eignarhald og afmörkun landeigna. Gildissviðið er afmarkað við áætlun eignarmarka og færslu tengdra upplýsinga inn í landeignaskrá í þeim tilvikum þegar upplýsingar um stærð og eignarmörk skortir. Markmiðið er m.ö.o. að bæta opinbera skráningu hér á landi. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sér um skráningu samkvæmt reglugerðinni í samræmi við lögbundin verkefni stofnunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
3.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072
Lögð fram til kynningar hugmynd að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri, uppdráttur og greinargerð unnið af Trípólí arkitektum í september 2023.
Breytingin snýr að minnkun lóðar við Vallargötu 1 að vestanverðu en lóðin yrði stækkuð lítillega á norðvestur horninu, svo möguleiki verði að færa húsið örlítið til vesturs.
Þá hefur lóðin nr.3 verið minnkuð talsvert að austanverðu og í staðinn gerð ný lóð fyrir nýtt timburhús í gömlum anda sem fengi t.d. lóðarnúmerið 1a.
Tveggja metra breiður göngustígur á bæjarlandi yrði á milli lóðanna 1a og 3.
Breytingin snýr að minnkun lóðar við Vallargötu 1 að vestanverðu en lóðin yrði stækkuð lítillega á norðvestur horninu, svo möguleiki verði að færa húsið örlítið til vesturs.
Þá hefur lóðin nr.3 verið minnkuð talsvert að austanverðu og í staðinn gerð ný lóð fyrir nýtt timburhús í gömlum anda sem fengi t.d. lóðarnúmerið 1a.
Tveggja metra breiður göngustígur á bæjarlandi yrði á milli lóðanna 1a og 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lýst vel á hugmyndavinnu vegna Grams-verslunar og felur starfsmanni vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Suðurtanga á Ísafirði, unnin af Verkís ehf. dags. 30. nóvember 2023.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 620 dags. 23. nóvember 2023 lagði nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að heimila vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga.
Unnið er að endurskoðun deiliskipulaga á tanganum og var skipulagslýsing vegna þeirra breytinga kynnt frá 5. október 2023 til og með 6. nóvember 2023 og send umsagnaraðilum til umsagnar. Deiliskipulagsbreytingarnar á Suðurtanganum kalla á aðalskipulagsbreytingu. Unnið er að heildarendurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 en í ljós hefur komið að ekki er svigrúm til að bíða eftir gildistöku þess og því er farið í þessa aðalskipulagsbreytingu.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 620 dags. 23. nóvember 2023 lagði nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að heimila vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga.
Unnið er að endurskoðun deiliskipulaga á tanganum og var skipulagslýsing vegna þeirra breytinga kynnt frá 5. október 2023 til og með 6. nóvember 2023 og send umsagnaraðilum til umsagnar. Deiliskipulagsbreytingarnar á Suðurtanganum kalla á aðalskipulagsbreytingu. Unnið er að heildarendurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 en í ljós hefur komið að ekki er svigrúm til að bíða eftir gildistöku þess og því er farið í þessa aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð samkvæmt 7. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Suðurtanga á Ísafirði. Það felur í sér auglýsingu á skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Suðurtangi 10 (áður 8), Ísafirði. Lóðarréttindi - 2021120015
Lögð fram drög að viðauka samnings við Suðurtanga 10 á Ísafirði, áður Suðurtangi 8 vegna lóðarmarkabreytinga. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 22. mars 2022, uppfært 21. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við lóðarleigusamning frá 2012 vegna Suðurtanga 10 (áður 8) vegna breytinga á lóðarmörkum vegna gatnagerðar við Suðurtanga.
6.Oddavegur 3 og Hafnarbakki 5, Flateyri. Lóðarmarkabreytingar - 2023110210
Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningum við Oddaveg 3 og Hafnarbakka 5 á Flateyri eftir samkomulag þinglýstra eigenda út af lóðarmarkabreytingum og minnkun lóða til samræmis við bætta aðkomu að fasteignum við lóðirnar. Jafnframt lögð fram mæliblöð tæknideildar dags. 29. ágúst 2023 fyrir hvora lóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á lóðarmörkum við Oddaveg 3 og Hafnarbakka 5 á Flateyri í samræmi við framlögð mæliblöð tækndeildar dags. 29. ágúst 2023.
Samhliða breytingum á lóðarmörkum leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningum við Oddaveg 3 og Hafnarbakka 5 á Flateyri.
Samhliða breytingum á lóðarmörkum leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningum við Oddaveg 3 og Hafnarbakka 5 á Flateyri.
7.Skeiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019060068
Kynnt minnisblað lögfræðistofunnar Juris, dags. 21. nóvember 2023, um vegna lóðarinnar við Skeiði 10 á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
8.Botnsvirkjun í Dýrafirði. Tilkynning um framkvæmd mál 904 - 2023110128
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2023 úr skipulagsgátt mál nr. 904/2023, vegna tilkynninga til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Landeigendur Botns og Dranga áforma byggingu og rekstur allt að 5 MW rennslisvirkjunar með mögulegri dægurmiðlun, sem nýtir hluta rennslis Botnsár og Drangár. Áætlað er að inntaksmannvirki og aðveituskurðir verði staðsett í allt að 450 m h.y.s. í fjarðarbotninum og þaðan liggi niðurgrafin þrýstipípa sunnan árinnar í landi Dranga um 3,5 km leið að stöðvarhúsi sem staðsett verði í um 20 m h.y.s. Stærð stöðvarhúss er áætluð allt að 150 m². Tenging virkjunarinnar yrði með jarðstreng að munna Dýrafjarðarganga.
Botnsá og Drangá eru dragár sem renna til sjávar í botni Dýrafjarðar og eiga þær upptök sín að mestu í vötnum á Glámuhálendinu.
Í umsögn um tilkynningarskyldar framkvæmdir skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Á 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Landeigendur Botns og Dranga áforma byggingu og rekstur allt að 5 MW rennslisvirkjunar með mögulegri dægurmiðlun, sem nýtir hluta rennslis Botnsár og Drangár. Áætlað er að inntaksmannvirki og aðveituskurðir verði staðsett í allt að 450 m h.y.s. í fjarðarbotninum og þaðan liggi niðurgrafin þrýstipípa sunnan árinnar í landi Dranga um 3,5 km leið að stöðvarhúsi sem staðsett verði í um 20 m h.y.s. Stærð stöðvarhúss er áætluð allt að 150 m². Tenging virkjunarinnar yrði með jarðstreng að munna Dýrafjarðarganga.
Botnsá og Drangá eru dragár sem renna til sjávar í botni Dýrafjarðar og eiga þær upptök sín að mestu í vötnum á Glámuhálendinu.
Í umsögn um tilkynningarskyldar framkvæmdir skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Á 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á.
Nefndin bendir á að framkvæmdin kallar á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem og nýtt deiliskipulag.
Stíflustæði er háð framkvæmdarleyfi og stöðvarhús er hluti af umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin bendir á að framkvæmdin kallar á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem og nýtt deiliskipulag.
Stíflustæði er háð framkvæmdarleyfi og stöðvarhús er hluti af umsókn um byggingarleyfi.
9.Sindragata 3, 400. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100132
Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Lauga ehf. vegna gáms staðsettum á milli Sindragötu 1 og 3. Um er að ræða áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu, útlitsmynd ásamt greinargerð.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og að áður hefur fengist stöðuleyfi fyrir umræddum gám er óskað afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af staðsetningu, útlitsmynd ásamt greinargerð.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og að áður hefur fengist stöðuleyfi fyrir umræddum gám er óskað afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.
Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.
10.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Á 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var starfsmanni nefndar er falið að krefjast skýringa og fá öll gögn sem liggja fyrir. Starfsmanni var einnig falið að vinna minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að funda með forsvarsfólki Arkís.
Fundi slitið - kl. 14:47.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?