Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
617. fundur 12. október 2023 kl. 10:38 - 13:34 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Þórir Guðmundsson varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Gestir yfirgáfu fund klukkan 12:33.

1.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2024-2034, en allar fastanefndir hafa lagt fram tillögur sínar og óskir um framkvæmdir næstu ára.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna varðandi framkvæmdir við Ísafjarðarhöfn.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Þórir Guðmundsson yfirgaf fund klukkan 12:15.

Gestir

  • Bryndís Ósk Jónsdóttir - mæting: 10:38
  • Edda María Hagalín - mæting: 10:38

2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Lögð fram staðfesting Skipulagsstofnunar á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, dags. 14. september 2023, vegna Mjólkárlínu 2 í Arnarfirði.

Jafnframt lagður fram úrskurður nefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 106/2023 þar sem kæra barst við ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um að samþykkja tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Mjólkárlínu 2, dags. 6. september 2023.
Úrskurðarnefndin vísar kærunni frá.
Lagt fram til kynningar.

3.Hvítisandur, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag í landi Þórustaða fyrir baðstað. - 2023080049

Lögð fram skipulagslýsing, dags. 24.08.2023, unnin af Eflu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og vinnu við nýtt deiliskipulag baðstaðar í Holtsfjöru, í landi Þórustaða í Önundarfirði.

Gert er ráð fyrir sjóböðum og þjónustubyggingu með búningsklefum, gufuböðum og veitingastað í um 200 metra fjarlægð vestan við Holtsbryggju. Sjóböðin verða í fjöruborðinu og mynda sterka tengingu við hafið og ströndina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 7. og 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Atlastaðir sumarhúsafélag - Umsókn um framkvæmdaleyfi í Fljótavík - 2023090025

Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 29. september 2023 vegna óska Atlastaða, sumarhúsafélags, um leyfi til að lagfæra slóða sem liggur frá lendingaraðstöðu fyrir báta við slysavarnarskýlið að Atlastöðum í Fljótavík. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja brú yfir Krossalæk.

Áður tekið fyrir á fundi nefndar nr. 615 og þar var óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar m.t.t. auglýsingar um friðlandið á Hornströndum nr. 332/1985.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar fyrir sitt leyti framkvæmdir við lagfæringu slóða og brúarsmíði að Atlastöðum í Fljótavík í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar.

5.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - 2022120021

Lagðir fram tölvupóstar, dags. 20. september og 9. október 2023, frá íbúum við Túngötu 12 á Ísafirði, varðandi framkvæmdir við leikvöll á Eyrartúni, Ísafirði haustið 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að gera drög að svari til bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
Kristján Svan Kristjánsson mætir til fundar klukkan 12:45.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090

Lögð er fram umsókn Guðmundar Gunnars Guðnasonar hjá SG húsum f.h. Teits Magnússonar, um byggingarleyfi vegna einbýlishúss. Jafnframt er lagður fram afstöðuuppdráttur dags. 20. september 2023 og aðaluppdráttasett dags. 5. október 2023, frá SG húsum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir frekari gögnum þ.e. afstöðumynd sem sýnir fjarlægð mannvirkja aðliggjandi lóða áður en hægt yrði að taka afstöðu til umsóknar á 615. fundi sínum 14. september. s.l.

Nú eru lögð fram uppfærð gögn sem sýna afstöðu. Fyrirhugað hús er fært frá aðliggjandi lóð um rúma 6 metra en hús mun ná út fyrir byggingarreit eða um 1.900 mm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki séð að ný tillaga samræmist betur deiliskipulagsskilmálum. Frávik við núverandi byggingarreit er of mikið, götumynd skerðist og u.þ.b. 13 m2 standa af mannvirki út fyrir byggingarreit.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að tillaga á uppdrætti dags. 20. september 2023 verði samþykkt. Hönnuður skal hanna byggingu í samræmi við skilmála í kafla 9.7 núverandi byggingarreglugerðar „Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga.“

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarstræti 6 - Flokkur 2, - 2023090058

Lögð er fram umsókn Pálmars Kristmundssonar f.h Palmark ehf. dags. 11. september 2023, vegna beiðni um samþykki á reyndarteikningum og að byggingin sem áður hýsti söluskála Esso olíufélags verði skráð sem fasteign í eigu Palmark ehf, en umrætt fyrirtæki er nú skráð fyrir einum af þremur fasteignum á lóðinni.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá PK arkitektum.

Þar sem mannvirkið er ekki skráð í fasteignaskrá, hvorki eignarhald né stærð þá er óskað eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar vegna erindisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum.
Kristján Svan Kristjánsson yfirgaf fund klukkan 13:30.

8.Ósk um leyfi til flutnings á sjálfvirkri veðurstöð - 2023090110

Á 616. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 28. september 2023, var lögð fram fyrirspurn frá Óðni Þórarinssyni f.h. Veðurstofu Íslands um að fá að færa sjálfvirka veðurstöð stofnunarinnar. Samhliða fyrirspurn er lagt fram til kynningar skjal er segir til um fyrirhugaða staðsetningu sem og gerð og stærð mannvirkisins. Nefndin frestaði málinu og fól starfsmanni að kalla eftir umsögn Golfklúbbs Ísafjarðar vegna málsins.

Samþykki Golfklúbbs Ísafjarðar liggur nú fyrir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar flutning á veðurstöð.
Fylgiskjöl:

9.Innviðir fyrir orkuskipti í samgöngum á landi - 2023090124

Lagt fram bréf Stefáns Guðmundssonar, f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dags. 26. september 2023 vegna uppbyggingar innviða vegna orkuskipta.

Á 1257. fundi bæjarráðs, þann 2. október 2023, var erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Bæjarráð bókað eftirfarandi: „Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir í aðalskipulags- og deiliskipulagsvinnu að full orkuskipti eigi sér stað, s.s. á flugvöllum, höfnun og svæðum fyrir hópbifreiða- og flutningabíla.

Bæjarráð leggur þó áherslu á að á Vestfjörðum er ekki næg orka til fullra orkuskipta, enda vantar 35 megawött af raforku á svæðið mv. árið 2030, ef horft er til nýútkominnar skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.“

Er málið nú lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 20. september 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla. Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndar að skrifa tillögu að umsögn sem verður lögð fram á næsta fundi.

11.Brekka á Ingjaldssandi. Umsókn um stofnun lóðar -Fornusel - 2023100047

Lögð fram umsókn, dags. 8. febrúar 2022, frá þinglýstum eigendum Brekku á Ingjaldssandi vegna nýstofnunar lóðar út úr jörðinni, með heitinu Fornusel, jafnframt lagt fram hnitsett lóðarblað dags. 30. ágúst 2023 unnið af M11 arkitektum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Brekku á Ingjaldssandi.

12.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar dags. 8. september 2023, á matsáætlun um laxeldi Arnarlax í Arnarfirði - Aukning heildarlífmassa um 4.500 tonn og breyting á afmörkun eldissvæða. (Arnarlax og Verkís. 17. mars 2023).

Í matsáætlun framkvæmdaraðila eru kynnt áform Arnarlax um að auka umfang sjókvíaeldis fyrirtækisins í Arnarfirði um 4.500 tonn, auk stækkunar á eldissvæðum, og gerð grein fyrir hvernig fyrirtækið hyggst standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Núgildandi leyfi Arnarlax heimila fyrirtækinu eldi á allt að 11.500 tonnum af laxi á hverjum tíma.
Áform fyrirtækisins felast í að auka lífmassa í firðinum um allt að 4.500 tonn. Heildarlífmassi í eldi Arnarlax í Arnarfirði verður því allt að 16.000 tonn gangi áformin eftir. Auk þess að auka við lífmassa áformar fyrirtækið að stækka og breyta afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal, Kirkjuból og Fossfjörð
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lögð fram til kynningar fundargerð vinnufundar fulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, en fundur var haldinn í Holti 28. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd hvetur almenning til að nýta sér ábendingagáttina á Betra Íslandi: https://betraisland.is/community/3236

Fundi slitið - kl. 13:34.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?