Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Suðurtanga, Ísafirði. Til fundarins er mætt fh. Teiknistofunnar Eikar, Erla Bryndís Kristjánsdóttir.
2.Sætún 2 og Sætún 4, Suðureyri - stækkun lóða - 2014080032
Tekið fyrir erindi íbúa við Sætún 2 og 4 á Suðureyri, ódagsett, þar sem óskað er eftir stækkun á lóðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.
3.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027
Teknar fyrir gjaldskrár fyrir árið 2015 og fjárfestingaáætlun fyrir árin 2015-2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framkomnar gjaldskrár, fjárfestingaráætlun rædd og frestað til næsta fundar.
4.Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014 - 2014080070
Lagt fram uppsagnarbréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 26. ágúst 2014 þar sem hann segir starfi sínu lausu frá og með 1. september 2014.
Lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir að ráðningarferli verði hafið.
5.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004
Tekin fyrir deiliskipulagslýsing fyrir Mjósund, unnin af Teiknistofunni Eik, dags ágúst 2014.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði send til umsagnar til hagsmunaaðila og kynnt almenningi.
6.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 dags 2. september.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði send til umsagnar og kynnt almenningi. Jafnframt samþykkir nefndin að lýsingin verði send til umsagnar skipulagshópa sem tóku þátt við gerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nefndin leggur jafnframt til að nefndir bæjarins fái lýsinguna til umfjöllunar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði auglýst.