Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
616. fundur 28. september 2023 kl. 09:00 - 10:15 Holt, Önundarfirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagðar fram gjaldskrár til þriðju umræðu í nefnd þ.e. gjaldskrá byggingar- og skipulagsfulltrúa ásamt gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Minnisblað byggingafulltrúa lagt fram til kynningar.

2.Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipuag - 2022110039

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Bóls í Önundarfirði, vegna Selakirkjubóls 1, unnin af M11 arkitektum, dags. 19. september 2023.

Fyrirhugað er að breyta frístundahúsi í íbúðarhús með heilsársbúsetu. Einnig er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsum ásamt gestahúsi/geymslu og 2-4 landbúnaðarbyggingum ásamt vélageymslum/ verkstæðum.

Selakirkjuból er forn bújörð sem var talin tólf hundruð að dýrleikum, hún er skráð sem lögbýli í eyði. Á fyrri hluta 20. aldar var jörðinni skipt í Selakirkjuból, Selakirkjuból 2-4 og Hreggnasa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu deiliskipulags fyrir Selakirkjuból I í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Ósk um leyfi til flutnings á sjálfvirkri veðurstöð - 2023090110

Lögð er fram fyrirspurn frá Óðni Þórarinssyni f.h. Veðurstofu Íslands, dags. 23. ágúst 2023, um að fá að færa sjálfvirka veðurstöð stofnunarinnar. Samhliða fyrirspurn er lagt fram til kynningar skjal er segir til um fyrirhugaða staðsetningu sem og gerð og stærð mannvirkisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar málinu og felur starfsmanni að kalla eftir umsögn Golfklúbbs Ísafjarðarbæjar vegna málsins.

4.Hauganes 3 - Boð um forkaupsrétt - 2023090106

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Bjarna Ólafssyni, f.h. dánarbús Huldu Jónsdóttur, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á kaupum á fasteigninni við Hauganes 3 Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að gangast við boðnum forkaupsrétti, að undangenginni könnun á söluverði.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 34 - Flokkur 1, - 2023080023

Lögð er fram að nýju umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar, f.h. Halldóru Þórðardóttur, um byggingarleyfi vegna viðbyggingar. Var áður tekið fyrir á 615. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 14.september sl.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skriflegu samþykki annarra þinglýstra eigenda hússins.

Óskað er eftir áliti nefndarinnar vegna viðbyggingarinnar m.t.t nálægðar við lóðarmörk annara lóða sem og bæjarlands.

Í gildandi deiliskipulagi viðbyggingar:
„Yfirleitt eru engar viðbyggingar leyfðar við götuhliðar húsa. Litlar útbyggingar eru leyfðar við bakhliðar. Þar sem því verður komið við má byggja geymsluhús aftast á lóðum.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Sundstræti 34. Byggingarreitur er skýrt afmarkaður í gildandi deiliskipulagi fyrir Sundstræti 34 og fer fyrirhuguð viðbygging út fyrir samþykktan byggingarreit.

6.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Farið yfir tillögur, hugmyndir, athugasemdir og ábendingar sem settar hafa verið inn á ábendingarvef vegna vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

Haustið 2021 var opnað fyrir ábendingavef þar sem íbúar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta í sveitarfélaginu geta komið á framfæri ábendingum og hugmyndum sem verða nýttar inn í endurskoðað aðalskipulag.

https://isafjardarbaer.betraisland.is
Lagt fram til kynningar.

Nefndin hvetur íbúa Ísafjarðarbæjar til að koma með ábendingar og tillögur í gegnum vefinn https://isafjardarbaer.betraisland.is.

7.Stefnisgata 6 og Smiðjustígur 2, Suðureyri. Umsókn um lóðir - 2023070098

Lögð fram til samþykktar óveruleg breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala, unnið af KÓA arkitektum fyrir hönd Mýrartúns ehf., dags. 8. september 2023.

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 614, þann 24. ágúst 2023, var Mýrartúni ehf úthlutað lóðunum við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2 á Suðureyri. Á sama fundi lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2. Jafnframt verði heimilaðir sér skilmálar vegna þjónustustarfsemi á hinni sameinuðu lóð. Bæjarráð, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti tillöguna á fundi nr. 1252 þann 28. ágúst 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu enda breyting óveruleg.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?