Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 11. apríl 2023, vegna matsáætlunar Arnarlax hf. um aukningu heildarlífmassa á laxi í Arnarfirði um 4.500 tonn og breytingu á afmörkun eldissvæða, móttekin 5. apríl 2023, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsagnarbeiðnin var tekin fyrir á 609. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar en afgreiðslu var frestað.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsagnarbeiðnin var tekin fyrir á 609. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar en afgreiðslu var frestað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við umhverfismat framkvæmdarinnar sem kemur fram í matsáætlun Arnarlax hf.
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1243. fundi bæjarráðs, þann 5. júní 2023, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. júní 2023, þar sem forsætisráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 106/2023, drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna. Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu til skipulags- og framkvæmdanefndar
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu til skipulags- og framkvæmdanefndar
Lagt fram til kynningar.
3.Bræðratunga, raðhús - 2023010245
Á 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagður fram uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. 28. mars 2023, vegna breytinga á deiliskipulagi við Tunguskeið, undir raðhús við götuna Bræðratungu, þar sem fyrirtækið Landsbyggðarhús ehf. áforma byggingu á raðhúsum. Lóðum er fjölgað í 6 úr 5 en annars haldast öll önnur ákvæði gildandi skipulags óbreytt.
Nefndin heimilaði grenndarkynningu skv. skv. 2 mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir eigendum fasteigna við Tungubraut 2, Tungubraut 4, Tungubraut 6 og Tungubraut 8.
Grenndarkynning fór fram 14. apríl 2023 og var frestur til athugasemda til 18. maí 2023.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin heimilaði grenndarkynningu skv. skv. 2 mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir eigendum fasteigna við Tungubraut 2, Tungubraut 4, Tungubraut 6 og Tungubraut 8.
Grenndarkynning fór fram 14. apríl 2023 og var frestur til athugasemda til 18. maí 2023.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulegar breytingar á deiliskipulagi við Tunguskeið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010, vegna fjölgunar lóða undir 6 íbúða raðhús, við götuna Bræðratungu.
4.Stækkun á kirkjugarðinum við Réttarholt í Engidal. - 2023060027
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 1. júní 2023 um stækkun Réttarholtskirkjugarðs.
Fyrir liggur að stækka þarf kirkjugarðinn fyrir legstæði, auk þess þarf að gera ráð fyrir duftgrafreit ásamt stæðum fyrir þá sem vilja hvíla í óvígðri mold og annað svæði fyrir múslíma samkvæmt bréfi frá sóknarpresti í Ísafjarðarprestakalli frá árinu 2019.
Fyrir liggur að stækka þarf kirkjugarðinn fyrir legstæði, auk þess þarf að gera ráð fyrir duftgrafreit ásamt stæðum fyrir þá sem vilja hvíla í óvígðri mold og annað svæði fyrir múslíma samkvæmt bréfi frá sóknarpresti í Ísafjarðarprestakalli frá árinu 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir kostnaðaráætlun vegna þátttöku sveitarfélagsins við að gera garðinn graftækan með vísan í 12. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu 36/1993.
Jafnframt mun nefndin taka stækkun garðs inn í vinnslu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 og hefja undirbúning við stækkun kirkjugarðs við Réttarholts.
Jafnframt mun nefndin taka stækkun garðs inn í vinnslu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 og hefja undirbúning við stækkun kirkjugarðs við Réttarholts.
5.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009
Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Ísafjarðarhöfnum dags. 6. júní 2023 um staðsetningu frístandandi almenningssalerna við Hafnarstræti 19 á Ísafirði.
Á 1242. fundi bæjarráðs þann 30. maí 2023 var bókað að taka þurfi salernismál skemmtiskipafarþega fastari tökum með varanlegum lausnum.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að framkvæma verðfyrirspurn á samningi til millilangs tíma (3-5 ára) um aðgang og viðhald salerna í miðbæ og efri bæ fyrir skemmtiskipafarþega, auk þess að senda málið til afgreiðslu í hafnarstjórn.
Samhliða fól bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að byggingu tveggja frístandandi almenningssalerniseininga í miðbæ og efri bæ, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.
Á 1242. fundi bæjarráðs þann 30. maí 2023 var bókað að taka þurfi salernismál skemmtiskipafarþega fastari tökum með varanlegum lausnum.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að framkvæma verðfyrirspurn á samningi til millilangs tíma (3-5 ára) um aðgang og viðhald salerna í miðbæ og efri bæ fyrir skemmtiskipafarþega, auk þess að senda málið til afgreiðslu í hafnarstjórn.
Samhliða fól bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að byggingu tveggja frístandandi almenningssalerniseininga í miðbæ og efri bæ, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu salernisgáms og vísar afgreiðslu stöðuleyfis til samþykktar hjá byggingarfulltrúa.
Samkvæmt umsókn verður stöðuleyfi í gildi til 10. október 2023.
Nefndin bendir á að Ísafjarðarhöfnum ber skylda til að sinna almennum þrifum og viðhaldi.
Samkvæmt umsókn verður stöðuleyfi í gildi til 10. október 2023.
Nefndin bendir á að Ísafjarðarhöfnum ber skylda til að sinna almennum þrifum og viðhaldi.
6.Hjólagrindur við Vestrahús - 2023040025
Lagt fram bréf Peter Weiss, f.h. fulltrúa þeirra stofnana sem eru til húsa í Vestrahúsi, dagsett 28. mars 2023, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp hjólagrindur á gangstétt við Vestrahús, að stofnanir/fyrirtæki Vestrahúss kaupi grindurnar, en sveitarfélagið sjái um uppsetningu þeirra. Jafnframt er farið fram á heildarskipulagningu svæðisins fyrir framan Vestrahús/Háskólasetur og nefndir ýmsir þættir sem hafa þarf í huga við skipulagið.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1238. fundi sínum og fagnaði framtakinu, en taldi gangstéttir ekki vera hentugan stað, og heimilar því að hjólagrindur verði settar upp á bílastæðum fyrir framan Vestrahús. Öðrum ábendingum er vísað til deiliskipulagsvinnu á Suðurtanga.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1238. fundi sínum og fagnaði framtakinu, en taldi gangstéttir ekki vera hentugan stað, og heimilar því að hjólagrindur verði settar upp á bílastæðum fyrir framan Vestrahús. Öðrum ábendingum er vísað til deiliskipulagsvinnu á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar fyrir sitt leyti að bílastæði verði nýtt undir hjólastæði við Vestrahús.
Nefndin getur ekki tekið ákvörðun um kostnaðarhlutdeild við uppsetningu og telur það á hendi húsfélagsins. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
Nefndin getur ekki tekið ákvörðun um kostnaðarhlutdeild við uppsetningu og telur það á hendi húsfélagsins. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
7.Brekkugata 56, 470. Umsókn, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023050171
Lögð fram umsókn frá Bergþóri Gunnlaugssyni, dags. 24. maí 2023 f.h. Kristínar Kristjánsdóttur, eiganda Brekkugötu 56 á Þingeyri vegna óska um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 25. maí 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina við Brekkugötu 56 á Þingeyri.
8.Seljaland 23, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2023060012
Lögð fram umsókn frá Rakel Sylvíu Björnsdóttur dags. 5. júní 2023 um lóðina við Seljaland 23 og Seljaland 17 til vara. Jafnframt lagt fram gildandi deiliskipulag Seljalandshverfis frá 2011.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Rakel Sylvíu Björnsdóttur lóðina við Seljaland 23, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
9.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Arkís vinnur að rýningu á stöðu vinnunnar við aðalskipulag 2020-2032 með nýjum samstarfsaðila. Arkís áætlar að þeirri vinnu ljúki í maí, og í júní verði skipulags- og mannvirkjanefnd upplýst um nýja tímalínu. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir á fundi nefndar þann 11. maí sl.
Nefndin felur sviðsstjóra að boða ráðgjafa á næsta fundar nefndar, þann 22. júní n.k.
10.Vallargata 25, Þingeyri- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2023060014
Lagt er fram erindi Björns Drengssonar vegna byggingu einbýlishúss að Vallargötu 25.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir í vinnslu frá SG Hús dags 19.05.2023.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins. Samhliða er óskað álits nefndarinnar á staðsetningu húss á lóðinni, með önnur hús götunnar til samanburðar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir í vinnslu frá SG Hús dags 19.05.2023.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins. Samhliða er óskað álits nefndarinnar á staðsetningu húss á lóðinni, með önnur hús götunnar til samanburðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna byggingaráform þar sem um óveruleg frávik er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðist í engu, er varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin gerir ekki athugasemdir við staðsetningu húss innan lóðar.
Fundi slitið - kl. 11:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?