Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Lögð fram tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, greinargerð og uppdráttur, unnin af Verkís dags. 22. maí 2023 vegna ofanflóðavarna á Flateyri. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 22. maí 2023 vegna umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu á vinnslutillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
2.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 24. apríl 2023 um lýsingu á breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna áform um breytta landnotkun úr íbúðarsvæði, merkt Í9 í Dagverðardal í Skutulsfirði, yfir í frístundabyggð ásamt gistirekstri. Jafnframt lagðar fram umsagnir Vegagerðarinnar dags. 13. apríl 2023, Umhverfisstofnun dags. 17. apríl 2023 og Súðarvíkurhrepps dags. 19. maí 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd ályktar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar um að rökstyðja þurfi frekar þá ákvörðun að breyta svæði Í9 úr íbúðarbyggð í frístundabyggð:
Ferðaþjónusta er vaxandi grein á Vestfjörðum og skortur er á fjölbreyttum gistimöguleikum svæðinu.
Einnig hefur lítil eftirspurn verið eftir íbúðarlóðum á svæði Í9 m.a. vegna legu lands og snjóþyngsla. Sveitarfélagið telur jafnframt að innviðir svo sem gatnagerð, fráveita og vatnsveita standi í óheppilegri fjarlægð m.t.t. kostnaðar.
Gatnagerðargjöld standi ekki undir kostnaði við framkvæmdir og því er fallið frá íbúðarbyggð á svæði Í9.
Þá liggja fyrir áform um að sveitarfélagið ætli að þétta íbúðabyggð á eyrinni.
Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir uppfærðum gögnum frá skipulagsráðgjafa vegna annarra athugasemda Skipulagsstofnunar.
Ferðaþjónusta er vaxandi grein á Vestfjörðum og skortur er á fjölbreyttum gistimöguleikum svæðinu.
Einnig hefur lítil eftirspurn verið eftir íbúðarlóðum á svæði Í9 m.a. vegna legu lands og snjóþyngsla. Sveitarfélagið telur jafnframt að innviðir svo sem gatnagerð, fráveita og vatnsveita standi í óheppilegri fjarlægð m.t.t. kostnaðar.
Gatnagerðargjöld standi ekki undir kostnaði við framkvæmdir og því er fallið frá íbúðarbyggð á svæði Í9.
Þá liggja fyrir áform um að sveitarfélagið ætli að þétta íbúðabyggð á eyrinni.
Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir uppfærðum gögnum frá skipulagsráðgjafa vegna annarra athugasemda Skipulagsstofnunar.
3.Umsagnarbeiðni OV vegna plægingar rafstrengs við Seljaland í Álftafirði - 2023050015
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 28. apríl 2023, vegna plægingar rafstrengs í Álftafirði, frá Svarthamri að Hattardal. Ísafjarðarbær er landeigandi við Seljaland í botni Álftafjarðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti um fyrirhugaða framkvæmd í landi Seljalands í Álftafirði. Nefndin bendir á að skv. uppdrætti eru fyrirhugaðar lagnir á veghelgunarsvæði og því þarf samráð við Vegagerðina.
Nefndin leggur áherslur á vandaðan frágang.
Nefndin leggur áherslur á vandaðan frágang.
4.Skipulag skógræktar - 2023050078
Lögð fram tvö bréf um skipulag skógræktar á Íslandi, annars vegar frá Sveini Runólfssyni, fh. félagasamtakanna Vina íslenskra náttúru dags. 14.apríl 2023, og hins vegar frá stjórn Skógræktarfélags Íslands dags. 22. maí 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindunum til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
5.Hafnarstræti 5, 400. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -flokkur 1 - 2023040072
Lögð er fram umsókn Kjartans Árnasonar um byggingarheimild eða -leyfi vegna breytinga á húsnæðinu. Annars vegar er um að ræða breytta notkun húsnæðisins, stækkun og útlitsbreytingu. Stækkunin felur í sér viðbótarhæð með aukningu á skráðum fermetrum um 58.8 fermetra. Útlitsbreytingin felur í sér hækkun þaks, byggingu svala ásamt nýjum glugga- og hurðaopum.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir og skráningartafla frá Kaa arkitektum dags. 18.04.2023.
Sökum umfangs framkvæmdarinnar er óskað eftir áliti nefndarinnar um hvort grenndarkynna þurfi byggingaráformin.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir og skráningartafla frá Kaa arkitektum dags. 18.04.2023.
Sökum umfangs framkvæmdarinnar er óskað eftir áliti nefndarinnar um hvort grenndarkynna þurfi byggingaráformin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu, en jafnframt óskar nefndin að fyrir liggi undirritað samþykki lögvarðra hagsmunaaðila við Hafnarstræti 7 á Ísafirði. Grenndarkynna skal áform skv. 44.gr. 123/2010, fyrir íbúum við Hafnarstræti 6 og Hafnarstræti 8, húseigendum við Hafnarstræti 7 og stjórn húsfélagsins við Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Nefndin bendir framkvæmdaaðila á að húsið var flutt á núverandi stað árið 1943. Kanna þarf upprunalegt byggingarár hússins og leita álits Minjastofnunar vegna breytinga.
Nefndin bendir framkvæmdaaðila á að húsið var flutt á núverandi stað árið 1943. Kanna þarf upprunalegt byggingarár hússins og leita álits Minjastofnunar vegna breytinga.
6.Seljalandsvegur 79, 400. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2023040069
Lögð er fram fyrirspurn frá Birgi Erni Birgissyni um hvort breyta megi hugmyndum um bílskúra á lóðinni á þann hátt að nú komi ein hæð ofan á fyrirhugaða bílskúra sem nýta mætti sem íbúðir. Vísað er til þess að lóðin er skráð sem íbúðarhúsalóð.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er því óskað eftir áliti nefndarinnar varðandi málið. Hafa ber í huga að þarna hafa verið samþykkt áform um að byggja fjóra bílskúra.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er því óskað eftir áliti nefndarinnar varðandi málið. Hafa ber í huga að þarna hafa verið samþykkt áform um að byggja fjóra bílskúra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þykir erindið áhugavert og óskar eftir frekari gögnum frá framkvæmdaaðila, svo sem hvernig aðkomu verði háttað og fjölda íbúða, auk umsagnar Veðurstofu með tilliti til hættumatslína.
7.Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 5. janúar 2023 að auglýsa skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 breytingartillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, dags. 2. desember 2022, uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. f.h. Ísafjarðarbæjar, ásamt umhverfismati áætlana, vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan eyrar í Skutulsfirði.
Tillögur að breytingum voru auglýstar frá og með 6. mars 2023 til og með 19. apríl 2023, með síðari framlengingu til þriðjudagsins 2. maí. sl.
Á auglýsingartíma bárust fimm umsagnir og 16 athugasemdir.
Tillögur að breytingum voru auglýstar frá og með 6. mars 2023 til og með 19. apríl 2023, með síðari framlengingu til þriðjudagsins 2. maí. sl.
Á auglýsingartíma bárust fimm umsagnir og 16 athugasemdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á auglýsingartíma, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 608 og 609. Athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „Samantekt umsagna og athugasemda - og viðbrögð“ dags. 25. maí 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „Samantekt umsagna og athugasemda - og viðbrögð“ dags. 25. maí 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga 123/2010.
8.Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli - 2023050155
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. maí 2023, frá Hrefnu Hallgrímsdóttur hjá Innviðaráðuneytinu, með boð um samráð vegna máls nr. 100/2023 - „Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.“
Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2023.
Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2023.
Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.
9.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 11. apríl 2023, vegna matsáætlunar Arnarlax hf. um aukningu heildarlífmassa á laxi í Arnarfirði um 4.500 tonn og breytingu á afmörkun eldissvæða, móttekin 5. apríl 2023, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar.
Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar.
Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun afgreiða beiðnina á 610. fundi nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun afgreiða beiðnina á 610. fundi nefndar.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?