Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
608. fundur 11. maí 2023 kl. 10:30 - 12:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stafrænt aðalskipulag, gagnalýsing og leiðbeiningar Skipulagsstofnunar - 2021120011

Ný skipulagsgátt var opnuð 1. maí 2023.
Skipulagsgáttin er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Þar er hægt að finna upplýsingar um öll mál í vinnslu, setja fram athugasemdir og ábendingar við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur. Í gegnum Skipulagsgáttina er aðgengi að skipulags- og umhverfismatsferlum einfaldað og almenningur getur fylgst með og látið sig málin varða milliliðalaust.

https://skipulagsgatt.is/
Lagt fram til kynningar.

2.Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Kynntar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Eyrar. Tillagan var í auglýsingu frá 3. mars 2023 til 2. maí 2023. 5 umsagnir bárust frá umsagnaraðilum og 15 athugasemdir bárust frá almenningi.
Umsagnir og athugasemdir voru kynntar nefndinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að vinna úr innkomnum umsögnum og athugasemdum og leggja fyrir nefndina síðar.

3.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Kynnt drög að skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar, unnin af Verkís ehf. 10. maí 2023 skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gert er ráð fyrir að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Ísafjarðar og að samhliða gildistöku þess verði eldra deiliskipulag fyrir miðbæinn fellt úr gildi. Jafnframt er gert ráð fyrir að breyta mörkum deiliskipulaganna eyrin á Ísafirði og hafnarsvæði til samræmis við mörk nýja deiliskipulagsins.

Skipulagssvæðið tekur til Hafnarstrætis frá Eyrartúni að Silfurtorgi, Aðalstrætis frá Silfurtorgi að Mjósundi, Pollgötu og Suðurgötu að Njarðarsundi auk þvergatna innan reitsins. Afmörkun svæðisins til austurs miðast við mörk lóða við Hafnarstræti og Aðalstræti. Mörk svæðisins til vesturs liggja um Pollinn. Mörk nýja deiliskipulagsins verða einnig aðlöguð að mörkum deiliskipulagsins fyrir þjónustusvæði á Torfnesi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningarferli og auglýsa skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin mun fara í birtingu í Skipulagsgátt.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningasviðs Alþingis, dagsettur 5. maí 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Umsagnarfrestur er til 17. maí.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg í sveitarfélaginu - 2023020152

Lagður fram tölvupóstur dags. 13. apríl 2023 frá G. Stellu Árnadóttur hjá Umhverfisstofnun, þar sem eru kynntar breytingar á boðun reglubundins eftirlits og nýja gjaldskrá Umhverfisstofnunar skv. meðfylgjandi skjölum.
Rekstraraðilar eru beðnir um að kynna sér þessi skjöl og hefur nýtt fyrirkomulag nú þegar tekið gildi.

Jafnframt er kynntur nýr gagnagrunnur stofnunarinnar um mengaðan jarðveg og verður skjalið kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.
Lagt fram til kynningar.

6.Tungubraut 10 til 16. Umsókn um byggingarlóð undir raðhús - 2023050061

Lögð fram umsókn, dags. 8. maí 2023, frá Jóni G. Magnússyni f.h. Tvísteina ehf., um lóðir við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 á Ísafirði, ætlað undir 4ra íbúða raðhús. Jafnframt lagt fram mæliblað lóða frá tæknideild dags. 27. janúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Tvísteinum ehf. lóðirnar við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

7.Ósk um stækkun virkjunar í landi Hóls í Firði, í aðalskipulagi - 2023050016

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni G. Magnússyni f.h. eigenda Hóls í Firði í Önundarfirði, dag. 24. apríl 2023 þar sem landeigendur óska eftir að áform um stækkun virkjunar í landi jarðarinnar verði tekin með í vinnu við uppfærslu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

Þar er í nú dag vatnsaflsvirkjun í Hólsá sem rennur í landi Hóls í Firði. Er sú virkun að framleiða u.þ.b 50kw í dag miða við að nýta 80 m fallhæð og einungis hluta vatnsmagns árinnar.

Áform eru að fara með inntaksmannvirki hærra í landið og færa stöðvarhús neðar. Þá yrði fallhæð milli 170-180 m og samhliða því að nýta vatnsrennsli árinnar betur gæti virkjunin framleitt 500-600 kw.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

8.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Kynnt staða við vinnu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Arkís vinnur að rýningu á stöðu vinnunnar við aðalskipulag 2020-2032 með nýjum samstarfsaðila. Arkís áætlar að þeirri vinnu ljúki í maí og í júní verði skipulags- og mannvirkjanefnd upplýst um nýja tímalínu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.

9.Kvíslatunguvirkjun. Breyting á aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 - Ósk um umsögn. - 2023050006

Lagður fram tölvupóstur frá Hlyni T. Torfasyni, skipulagsfulltrúa Strandabyggðar dags. 26. apríl 2023, þar sem er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 og gerð deiliskipulags í tengslum við Kvíslatunguvirkjun, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 og gerð deiliskipulags í tengslum við Kvíslatunguvirkjun.

Fundi slitið - kl. 12:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?