Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
607. fundur 26. apríl 2023 kl. 08:15 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Umræður fóru fram um stöðu við vinnu á endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram á næsta fundi nefndar.

2.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lögð fram vinnslutillaga, dags. 25. apríl 2023, unnin af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar að vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri verði kynnt á opnum fundi og jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar.

3.Skeiði 2, 4 og 6. Umsókn um lóðir - 2023030066

Lögð fram umsókn frá Unnari Hermannssyni f.h. Erasmus ehf. um lóðirnar Skeiði 2, Skeiði 4 og Skeiði 6, á Ísafirði, dags. 7. mars 2023. Jafnframt lagt fram gildandi deiliskipulag við Tunguskeið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu með vísan í kafla 1.5 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
„Þegar sótt er um lóð á skipulögðu svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi þarf að fylgja með lóðarumsókn grunnútlitsteikning af fyrirhugaðri byggingu og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi í byggingunni.“

Nefndin óskar eftir frekari gögnum með umsókninni.

4.Suðurtangi, geymslusvæði - 2023040095

Lagður fram tölvupóstur dags. 21. apríl 2023 frá Vali Richter f.h. Röráss ehf. og Tanga ehf. þar sem er farið fram á Ísafjarðarbær útdeili bráðabirgðasvæði á Suðurtanga undir lager og búnað sem fylgir starfsemi fyrirtækjanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem vinna við endurskoðun deiliskipulags á Suðurtanga er í gangi. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni tæknideildar að finna heppilega staðsetningu fyrir geymslusvæði til útleigu.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?