Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 9. mars 2023, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við II. mgr. 36 gr. skipulagslaga, vegna úrbóta við ofanflóðavarnir á Flateyri.
Nú hefur komið í ljós að Skipulagsstofnun telur að breytingin geti ekki talist óveruleg, m.a. í ljósi umfangs framkvæmdanna.
Lögð fram drög að skipulagslýsingu frá Verkís, dags. 22. mars 2023.
Nú hefur komið í ljós að Skipulagsstofnun telur að breytingin geti ekki talist óveruleg, m.a. í ljósi umfangs framkvæmdanna.
Lögð fram drög að skipulagslýsingu frá Verkís, dags. 22. mars 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
2.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Lögð fram drög unnin af Verkís, Snjóflóðavarnir á Flateyri, endurskoðun frumathugunar, dags. 17. mars 2023, ásamt teikningasettum unnin af Verkís og Landmótun.
Í drögunum er gerð grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar snjóflóðavarna á Flateyri og tillögur að bættum vörnum settar fram. Tillögur að vörnum miða að því að uppfylla kröfur um öryggi skv. reglugerð. Að auki miðast tillögur við að verja atvinnusvæði við höfnina.
Í drögunum er gerð grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar snjóflóðavarna á Flateyri og tillögur að bættum vörnum settar fram. Tillögur að vörnum miða að því að uppfylla kröfur um öryggi skv. reglugerð. Að auki miðast tillögur við að verja atvinnusvæði við höfnina.
Lagt fram til kynningar.
3.Slökkvistöð - staðarvalsgreining - 2022050186
Lagt fram minnisblað, dags. 13. mars 2023, vegna staðarvals nýrrar slökkvistöðvar og umsókna um lóðir.
Nefndin telur Suðurtanga vera ákjósanlegasta kostinn í samræmi við staðarvalsgreiningu og minnisblað. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að taka afstöðu til staðarvalsgreiningar. Nefndin leggur til að lóðum við Skeiði 2, 4 og 6 verði úthlutað til byggingaframkvæmda.
4.Vallargata 25, 470. Umsókn um lóð - 2023030105
Lögð fram umsókn um lóð við Vallargötu 25 á Þingeyri frá Valdísi Báru Kristjánsdóttur og Birni Drengssyni, dags. 16. mars 2023. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 31. janúar 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Valdísi Báru Kristjánsdóttur og Birni Drengssyni lóðina við Vallargötu 25, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
5.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarstjórn Reykhólahrepps vegna umsagna og athugasemda sem bárust við aðalskipulagstillögu Reykhólahrepps 2022-2034 og umhverfismatsskýrslu sem auglýst voru á grundvelli 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 þann 8. júlí 2022 með athugasemdafresti til 26. ágúst 2022.
Lagt fram til kynninga.
6.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - 2022090091
Lagður fram uppfærður uppdráttur vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Fjarðargötu 42 á Þingeyri, dags. 14. mars 2023. Tekið fyrir að nýju vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
7.Skeið 8, 400. Umsókn um lóð - 2023020033
Lögð fram umsókn frá Garðari Sigurgeirssyni hjá Vestfirskum verktökum ehf. dags. 19. janúar 2023 þar sem fyrirtækið sækir um lóð undir atvinnuhús við Skeiði 8 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
8.Skeið 14, 400. Umsókn um lóð - 2023020034
Lögð fram umsókn frá Garðari Sigurgeirssyni hjá Vestfirskum verktökum ehf. dags. 19. janúar 2023 þar sem fyrirtækið sækir um lóð undir atvinnuhús við Skeiði 14 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 14, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
9.Skeið 16, 400. Umsókn um lóð - 2023020035
Lögð fram umsókn frá Garðari Sigurgeirssyni hjá Vestfirskum verktökum ehf. dags. 19. janúar 2023 þar sem fyrirtækið sækir um lóð undir atvinnuhús við Skeiði 16 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 16, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
10.Sindragata 4a 2. Umsókn um byggingarlóð undir fjölbýlishús - 2023010235
Lögð fram rafræn umsókn dags. 24. janúar 2023 frá Garðari Sigurgeirssyni hjá Vestfirskum verktökum ehf. sem sækja um byggingarréttinn við reit 2, á nýju fjölbýlishúsi við Sindragötu 4a.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Vestfirskum verktökum ehf. byggingarréttinn að matshluta 02 á lóðinni Sindragötu 4a, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?