Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2023 - byggingarfulltrúi - 2022050015
Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. nóvember 2022, vegna gjaldskrár byggingarfulltrúa 2023, ásamt gjaldskrá, en gjöld skv. henni voru samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 3. nóvember 2022.
Óskað er samþykkis nefndinnar fyrir því að gjaldskráin verði birt í Stjórnartíðindum sem sérstök gjaldskrá, en ekki sem hluti af samþykkt um gatnagerðargjald, eins og upphaflega var áætlað.
Óskað er samþykkis nefndinnar fyrir því að gjaldskráin verði birt í Stjórnartíðindum sem sérstök gjaldskrá, en ekki sem hluti af samþykkt um gatnagerðargjald, eins og upphaflega var áætlað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gjaldskrá byggingafulltrúa verði sett í sér skjal til birtingar í Stjórnartíðindum, en ekki sem hluti af samþykkt um gatnagerðargjald og stofngjald vatsveitu og fráveitu, eins og upphaflega var lagt til.
Gestir
- Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs - mæting: 10:30
2.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044
Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. nóvember 2022, ásamt uppfærðri samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, auk vinnuskjals til útskýringa á þeim breytingum sem lagðar eru til.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Nefndin felur starfsmanni að leggja fram greiningu á hlutfalli gatnagerðargjalda í mismunandi sveitarfélögum, og raunkostnaði sveitarfélagsins við gatnagerð.
Nefndin felur starfsmanni að leggja fram greiningu á hlutfalli gatnagerðargjalda í mismunandi sveitarfélögum, og raunkostnaði sveitarfélagsins við gatnagerð.
3.Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144
Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. nóvember 2022, þar sem lagt er til að gera minniháttar breytingar á reglum um úthlutun lóða, þ.e. 1. gr. og ákvæði 3.4, ásamt uppfærðu gildistökuákvæði, með vísan til breytinga á samþykkt um gatnagerðargjald.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum um úthlutun lóða fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
Bryndís yfirgaf fundinn kl 11:06.
4.Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060094
Lögð fram umsókn Kristjáns Andra Guðjónssonar, f.h Áhaldahúss Ísafjarðarbæjar, ódags., um stöðuleyfi fyrir gám við þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi vegna sama gáms.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, er afstöðu nefndarinnar óskað vegna málsins.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, er afstöðu nefndarinnar óskað vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem gögn vantar, með vísan til reglna um útgáfu stöðuleyfa.
5.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027
Lögð fram umsókn Axels Rodriguez Överby, f.h eignasjóðs Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi WC gáms við Torfnesvöll, dags. 14. september 2022. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem gögn vantar, með vísan til reglna um útgáfu stöðuleyfa.
6.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027
Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna þriggja gáma. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem gögn vantar, með vísan til reglna um útgáfu stöðuleyfa.
7.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027
Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna gáms á Suðurtanga. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem gögn vantar, með vísan til reglna um útgáfu stöðuleyfa.
8.Lundahverfi, Bolungarvík - deiliskipulag - 2022100133
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Finnboga Bjarnasyni, f.h. Bolungarvíkurkaupstaðar vegna tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Bolungarvík og vþ-svæðis við Hólsá, með bréfi dags. 21. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis og vþ-svæðis við Hólsá í Bolungarvík.
9.Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni - púttvöllur Ísafirði - 2022030096
Á 1217. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi stjórnar félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni og stjórnar Kubba íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, vegna staðsetningar viðbyggingar á Eyri og púttvallar félagsins.
Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar erindið og telur það þarft sjónarmið í umræðuna um fyrirhugaða staðsetningu viðbyggingar.
10.Tjarnargata 8 - Fyrirspurn um byggingu grillskýlis við skautasvell - 2022110026
Lögð fram umsókn Jóns Grétars Magnússonar, f.h. óstofnaðs félags, dags. 11. mars 2022, um byggingarleyfi vegna byggingar á grillskýli við skautasvelið á Flateyri.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. 19. október 2022 ásamt þrívíddarmyndum.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd er á lóð Ísafjarðarbæjar er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. 19. október 2022 ásamt þrívíddarmyndum.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd er á lóð Ísafjarðarbæjar er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin telur að ekki þurfi grenndarkynningu með vísan í 3. mgr. 44 gr. laga nr. 123/2010.
11.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Lagt fram erindi frá Verkís, f.h. Orkubús Vestfjarða, þar sem óskað er eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og að veitt verði heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Mjólkár. Bréfið er dags. 4. nóvember 2022.
Jafnfram er óskað eftir því að breyting á deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar frá árinu 2017 verði felld úr gildi. Skipulagsbreytingin var til komin vegna vinnubúða í tengslum við gerð ganganna. Ákvæði um heimild fyrir vinnubúðum yrði sett inn í breytingu á deiliskipulagi Mjólkár.
Jafnfram er óskað eftir því að breyting á deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar frá árinu 2017 verði felld úr gildi. Skipulagsbreytingin var til komin vegna vinnubúða í tengslum við gerð ganganna. Ákvæði um heimild fyrir vinnubúðum yrði sett inn í breytingu á deiliskipulagi Mjólkár.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir kynningarfundi með skipulagsráðgjafa framkvæmdaraðila.
12.Ósk um deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun í landi Borgar - 2022110032
Verkís, fyrir hönd Landsnets, óskar eftir heimild til að vinna breytingu á núverandi deiliskipulagi fyrir Mjólkárvirkjun. Erindið er dags. 4. nóvember 2022.
Landsnet áformar að reisa yfirbyggt tengivirki við Mjólkárvirkjun sem mun leysa hluta núverandi tengisvirkis af hólmi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum jarðstreng frá tengivirkinu, þ.e. Mjólkárlínu 2.
Tengivirkið er innan iðnaðarsvæðis i1 samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, svæðið er ætlað fyrir Mjólkárvirkjun og tilheyrandi mannvirki.
Landsnet áformar að reisa yfirbyggt tengivirki við Mjólkárvirkjun sem mun leysa hluta núverandi tengisvirkis af hólmi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum jarðstreng frá tengivirkinu, þ.e. Mjólkárlínu 2.
Tengivirkið er innan iðnaðarsvæðis i1 samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, svæðið er ætlað fyrir Mjólkárvirkjun og tilheyrandi mannvirki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun.
13.Óstaðfestar eignir í sveitafélaginu - 2019060016
Lagt fram minnisblað Tæknideildar frá 3. nóvember 2022 um óstaðfestar landeignir og fasteignir í sveitarfélaginu, jafnfram lagðar fram eignayfirlýsingar um land Þingeyrar og bújarðir, og afsal Eyrarhrepps.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram og móta tillögu til nefndarinnar vegna óstaðfestra landnúmera í sveitarfélginu.
14.Fyrirspurn um lóðir frá Skeiði ehf. og Vestfirskum Verktökum - 2022010052
Á 1218. fundi bæjarráðs 7. nóvember 2022 var lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf., dagsett 21. október 2022, þar sem sótt er um lóðir til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á eyrinni á Ísafirði.
Bæjarráð fagnaði áhuga á þarfri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð fagnaði áhuga á þarfri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu, vísað er í fund skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 592 þann 12. september sl. og samþykkt á fundi bæjarstjórnar nr. 498 þann 15. september sl. um endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Ísafjarðar.
Með vísun í reglur um úthlutun lóða þá eru lóðir sem sótt er um ekki á lóðalista Ísafjarðarbæjar samanber grein 1.3 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa og atvinnuhúsnæði.
Bent er á að byggingarréttur við Sindragötu 4a er laus til umsóknar.
Með vísun í reglur um úthlutun lóða þá eru lóðir sem sótt er um ekki á lóðalista Ísafjarðarbæjar samanber grein 1.3 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa og atvinnuhúsnæði.
Bent er á að byggingarréttur við Sindragötu 4a er laus til umsóknar.
15.Verndarsvæði í byggð. - 2017100040
Lögð fram lokaútgáfa að verndarsvæði í byggð. Tillaga var auglýst með formlegum hætti skv. 5 gr. laga um verndarsvæði í byggð 872015 í rúmar 6 vikur. Athugasemdafrestur var til og með 7. október 2022. Aðeins barst umsögn frá Náttúrufræðistofnun, er varðar verndun upprunalegrar fjöru við Neðstakaupstað. Þau verndaráform eru mjög jákvæð að mati NÍ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að verndarsvæði í byggð, sem auglýst var.
16.Æðartangi 10 - umsókn um lóðarleigusamning - 2022110027
Lögð fram umsókn Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf. um lóðarleigusamning við Æðartanga 10.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfam í samræmi við 5. gr. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
Fundi slitið - kl. 13:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?