Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Úlfsá - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018030010
Birkir Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi f.h. AB-Fasteigna, sótt er um heimild til þess að reisa allt að 200 kW sírennslisvirkjun við Úlfsá í Dagverðardal.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.19.03.2018, hnitsettur uppdráttur frá KJ.-Hönnun dags.22.02.2018 ásamt greinargerð. Aðaluppdrættir frá KJ. Hönnun ehf. vegna stöðvarhúss dags. 28.11.2017, séruppdrættir vegna stöðvarhúss frá KJ. Hönnun ehf. dags. 19.09.2017, Aðrir séruppdrættir frá framleiðanda er varða vélbúnað og fallpípu og inntaksmannvirki. Samningur milli AB fasteigna og Ísafjarðarbæjar.
Undirrituð staðfesting Orkubús Vestfjarða um samning vegna tengingar við raforkukerfi OV.
Staðfesting Erlu Björk Þorgeirsdóttur, f.h. Orkustofnunar um móttöku umsóknar um virkjanaleyfi vegna Úlfsárvirkjunar skv. tölvupósti frá Orkustofnun dags. 04.04.2018. Umsögn Orkustofnunar dags. 20.03.2018. Umsögn Minjastofnunar dags. 13.03.2018, Fiskistofa skilaði ekki inn umsögn.
Tilkynning framkvæmdaraðila til bæjaryfirvalda um framkvæmd í flokki C flokki skv. Lögum um mat á umhverfisáhrifum dags. 19.03.2018 þar sem óskað er eftir því við bæjaryfirvöld, að tekin verði afstaða til þess hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.19.03.2018, hnitsettur uppdráttur frá KJ.-Hönnun dags.22.02.2018 ásamt greinargerð. Aðaluppdrættir frá KJ. Hönnun ehf. vegna stöðvarhúss dags. 28.11.2017, séruppdrættir vegna stöðvarhúss frá KJ. Hönnun ehf. dags. 19.09.2017, Aðrir séruppdrættir frá framleiðanda er varða vélbúnað og fallpípu og inntaksmannvirki. Samningur milli AB fasteigna og Ísafjarðarbæjar.
Undirrituð staðfesting Orkubús Vestfjarða um samning vegna tengingar við raforkukerfi OV.
Staðfesting Erlu Björk Þorgeirsdóttur, f.h. Orkustofnunar um móttöku umsóknar um virkjanaleyfi vegna Úlfsárvirkjunar skv. tölvupósti frá Orkustofnun dags. 04.04.2018. Umsögn Orkustofnunar dags. 20.03.2018. Umsögn Minjastofnunar dags. 13.03.2018, Fiskistofa skilaði ekki inn umsögn.
Tilkynning framkvæmdaraðila til bæjaryfirvalda um framkvæmd í flokki C flokki skv. Lögum um mat á umhverfisáhrifum dags. 19.03.2018 þar sem óskað er eftir því við bæjaryfirvöld, að tekin verði afstaða til þess hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000
2.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 2 - 2018030103
Einar Valur Kristjánsson sækir um lóð að Hrafnatanga 2, Ísafirði, f.h. Hraðfrysthússins Gunnvarar, fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 27.03.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. fái lóð við Hrafnatanga 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
3.Tunguskeið - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033
Deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð dags. 5. janúar vegna iðnaðarhluta Tunguskeiðs var auglýst skv. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010, var tillagan til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar frá og með 23. febrúar til og með 9. apríl 2018. Á auglýstum tíma barst ein athugasemd frá Ragnheiði Hákonardóttur með tölvupósti dags.13.03.2018
Erindi frestað.
4.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Sindragötu 5-7, tillagan er dags. 28. mars. 2018 unnin af Verkís. Breytingin tekur til lóðanna við Sindragötu 5 og 7 og félst í því að sameiginlegur byggingareitur er stækkaður til að rýma fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu. Nýtingarhlutfall eykst í 1 en er 0.7 í gildandi skipulagi. Samanlagt hámarksbyggingarmagn á lóðunum verður 6170 fm en er 4319 í gildandi deiliskipulagi. Hámarskhæð verður 10.2 m yfir gólfhæð núverandi bygginga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.
5.Deiliskipulag - Sæborg, Aðalvík - 2018040002
Landeigendur jarðarinnar Sæborg í Aðalvík lnr.206817 óska eftir því við bæjaryfirvöld að deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. apríl 2018 verði tekin til málsmeðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. apríl 2018 fyrir jörðina Sæborg í Aðalvík, verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071
Lagður fram tölvupóstur Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frummatsskýrsla um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl., og vísaði til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl., og vísaði til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Frestað fram að næsta fundi.
7.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004
Deiliskipulagsvinna við Mjósund hófst í sept. 2014, deiliskipulagslýsing unnin af teiknistofunni Eik dags. ágúst 2014 var send út til umsagnaraðila. Umsagnir bárust frá umsagnaraðilum þ.e. Minjastofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Veðurstofu. Jafnframt voru komin drög að mismunandi valkostum í deiliskipulagi og greinargerð.
Gögn lögð fram til umræðna.
Gögn lögð fram til umræðna.
Nefndin leggur til að unnin verði heildarsýn fyrir svæðið frá Njarðarsundi og upp að Sólgötu, þar sem horft verður til verndarsvæðis í byggð og skýrsla Pollnefndar verður höfð til hliðsjónar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir verkefninu í næstu fjárhagsáætlunargerð.
8.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063
Lagt fram deiliskipulag fyrir Dagverðardal, tillagan fór í málsmeðferð skv.25 gr. skipulagslaga nr. 73/1997
Nýtt deiliskipulag ásamt greinargerð fyrir Tunguskóg, fór í gegnum málsmeðferð skv. skipulagslögum.
Meira en þrír mánuðir liðu frá samþykki í sveitastjórn þar til auglýsing birtist í B-deild stjórnartíðinda þar með taldist viðkomandi deiliskipulag ógilt. Gögn lögð fram til umræðna.
Nýtt deiliskipulag ásamt greinargerð fyrir Tunguskóg, fór í gegnum málsmeðferð skv. skipulagslögum.
Meira en þrír mánuðir liðu frá samþykki í sveitastjórn þar til auglýsing birtist í B-deild stjórnartíðinda þar með taldist viðkomandi deiliskipulag ógilt. Gögn lögð fram til umræðna.
Frestað fram að næsta fundi.
9.Skipulags- og byggingarfulltrúi - almenn erindi 2018 - 2018010063
Nýtt deiliskipulag ásamt greinargerð fyrir Tunguskóg, fór í gegnum málsmeðferð skv.25 gr. skipulagslaga nr. 73/1997.
Meira en þrír mánuðir liðu frá samþykki í sveitastjórn þar til auglýsing birtist í B-deild stjórnartíðinda, þar með taldist viðkomandi deiliskipulag ógilt. Gögn lögð fram til umræðna.
Meira en þrír mánuðir liðu frá samþykki í sveitastjórn þar til auglýsing birtist í B-deild stjórnartíðinda, þar með taldist viðkomandi deiliskipulag ógilt. Gögn lögð fram til umræðna.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Nefndin telur jafnframt að ekki þurfi að grenndarkynna framkvæmd með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem umrædd framkvæmd hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en landeiganda þ.e. Ísafjarðarbæ. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, upphaf framkvæmda á framkvæmdasvæði skal vera í samráði við Minjastofnun. Frágangur skal vera í samráði við Tæknideild Ísafjarðarbæjar.