Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði F37 undir frístundahús - 2022050043
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Hóls í Firði dags. 23.06.2022 frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur, vegna nýstofnaðrar lóðar: Stekkjarlæksbakkar, sem er á frístundahúsasvæði F37 í Önundarfirði. Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, er gert ráð fyrir allt að fimm nýjum húsum á reitnum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á deiliskipulagstillögu Hóls í Firði með vísan í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
2.Aðalgata 10, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050018
Lögð fram umsókn frá Adam Anikiej dags. 3. maí 2022 þar sem er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina Aðalgötu 10 á Suðureyri, fnr. 222-8930, L141264. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 5. maí 2022 og drög að lóðarleigusamningi sem er skv. deiliskipulagi Suðureyrarmala frá 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 10, Suðureyri, í samræmi við deiliskipulag Suðureyrarmala.
3.Vallargata 3 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050044
Jón Ágúst Þorsteinsson óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Vallargötu 3 á Flateyri. Lagt er fram mæliblað tæknideildar Ísafjarðarbæjar dags. 11. maí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 3, Flateyri.
4.Umsókn um stöðuleyfi - 2022060042
Lögð fram er umsókn Stígs Berg Sophussonar um stöðuleyfi vegna bryggjuhúss Sjóferða ehf. sem staðsett hefur verið á löndunarbryggju á Ísafirði frá árinu 2008. Um er að ræða fyrstu umsókn Stígs um stöðuleyfi vegna hússins en fyrri eigendur hafa áður hlotið stöðuleyfi vegna sama húss.
Þar sem stöðuleyfi eru veitt að hámarki til 12 mánaða kallar byggingarfulltrúi eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Þar sem stöðuleyfi eru veitt að hámarki til 12 mánaða kallar byggingarfulltrúi eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar vegna málsins.
Afgreiðslu frestað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að móta reglur um útgáfu stöðuleyfa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með hafnarstjórn um skipulagsmál á hafnarsvæðinu á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að móta reglur um útgáfu stöðuleyfa.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með hafnarstjórn um skipulagsmál á hafnarsvæðinu á Ísafirði.
5.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029
Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 584 og fól nefndin þá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram. Nú eru lögð fram til kynningar uppfærð drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um afnot af landi undir frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði.
Einnig lögð fram framkvæmdaáætlun frá Fjallabóli.
Einnig lögð fram framkvæmdaáætlun frá Fjallabóli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. til umfjöllunar í bæjarráði.
6.Höfðarstígur 4-9. Umsókn um lóðir - 2022010149
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 23. febrúar 2022 sótti Elías Guðmundsson, f.h. Nostalgíu ehf., um lóðirnar Höfðastíg 4-9 á Suðureyri. Jafnframt óskaði umsækjandi eftir samvinnu Ísafjarðarbæjar við gerð lóðanna þar sem landfyllingu vantar á hluta svæðisins.
Nú eru lögð fram drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Nostalgíu ehf. um lóðirnar.
Nú eru lögð fram drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Nostalgíu ehf. um lóðirnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að skýra þurfi í samningnum hver beri ábyrgð á gatnagerð við lóðirnar. Nefndin bendir á að hluti svæðisins er á A og B svæði ofanflóðahættumats og taka þarf tillit til þess við hönnun húsanna.
Að öðru leyti vísar nefndin samningnum til bæjarráðs.
Að öðru leyti vísar nefndin samningnum til bæjarráðs.
7.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009
Lögð fram til kynningar og umræðu drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-31.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að uppfæra drögin í samræmi við umræðu á fundinum og leggja áætlunina til samþykktar á næsta fundi nefndarinnar.
8.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072
Á 1201. fundi bæjarráðs, þann 20. júní 2022, var lagt fram til kynningar bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, og Péturs H. Ármannssonar, sviðsstjóra, dags. 23. maí 2022, með tillögu að friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði.
Tillaga að friðlýsingu var send til Ísafjarðarbæjar 10. september 2021 og gerði skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar athugasemdir við útmörk friðlýsingar, sem kynnt voru Minjastofnun með bréfi 22. desember 2021. Mörkum friðlýsingarsvæðis hefur nú verið breytt í samræmi við athugasemdir Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð bókaði að það fagnaði friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði, og vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Tillaga að friðlýsingu var send til Ísafjarðarbæjar 10. september 2021 og gerði skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar athugasemdir við útmörk friðlýsingar, sem kynnt voru Minjastofnun með bréfi 22. desember 2021. Mörkum friðlýsingarsvæðis hefur nú verið breytt í samræmi við athugasemdir Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð bókaði að það fagnaði friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði, og vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og lýsir yfir ánægju sinni með friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði.
9.Sundstræti göngustígur - Skipulag og útboðsgögn - 2019080029
Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð göngustígs meðfram grjótvörn í Sundstræti.
Lögð eru fram eftirtalin gögn: umsóknarblað um framkvæmdaleyfi, deiliskipulagsuppdráttur og verklýsing og útboðsgögn unnin af Verkís.
Lögð eru fram eftirtalin gögn: umsóknarblað um framkvæmdaleyfi, deiliskipulagsuppdráttur og verklýsing og útboðsgögn unnin af Verkís.
Með hliðsjón af 5. gr. reglugerðar 772/2012 er mat skipulags- og mannvirkjanefndar að framkvæmdin sé ekki framkvæmdaleyfisskyld. Nefndin telur að framkvæmdin teljist óveruleg og þar með ekki háð framkvæmdaleyfi. Með óverulegri framkvæmd er átt við framkvæmd sem hefur óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess. Nefndin bendir á að framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag og er áframhald af fyrri framkvæmd þegar göngustígur var lagður meðfram varnargarði við Fjarðarstræti.
Axel vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Fundi slitið - kl. 13:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?