Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
585. fundur 09. júní 2022 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar - 2022060043

Lagt fram erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar ásamt siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar. Skipulagsmál, lóðaúthlutanir, nýbygging gatna og göngustíga, umhverfismat og fasteignir Ísafjarðarbæjar er meðal þess sem nefndin fjallar um.
Lagt fram til kynningar.

2.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lögð fram vinnslutillaga á landfyllingum norðan Skutulsfjarðareyrar, unnin af skipulagsráðgjöfum Verkís vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022, 16. maí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á vinnslutillögu grjótvarnar og landfyllingar norðan Skutulsfjarðareyrar, vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að málið verði vel kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á auglýsingatímanum.

3.Slökkvistöð - staðarvalsgreining - 2022050186

Lögð fram lokaskýrsla Verkís, dags. 16. desember 2021, vegna staðarvals slökkvistöðvar ásamt tölvupósti Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur dags. 31. maí 2022.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar framkominni staðarvalsgreiningu.

4.Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021-22 - 2021020051

Lagt fram minnisblað unnið af Erlu B. Kristjánsdóttur, skipulagsráðgjafa hjá Verkís ehf. í maí 2022, með samantekt á skipulagsskilmálum skv. gildandi deiliskipulagi og aðalskipulagi, vegna framkvæmdaáætlana í miðbæ Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

5.Ný bryggja á Hesteyri - 2022050113

Kristín Ósk Jónasdóttir, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, óskar eftir heimild til að setja upp nýja flotbryggju á Hesteyri í Jökulfjörðum. Um er að ræða nýja bryggju í stað þeirrar sem eyðilagðist í óveðri í september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem nefndin telur að um sé að ræða endurnýjun á bryggju.

6.Framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs og spennustöðvar OV við Sveinseyri í Dýrafirði - 2022050103

Lagður fram tölvupóstur frá Halldóri V. Magnússyni hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. þar sem er verið að upplýsa um plægingu jarðstrengs um land Sveinseyrar í Dýrafirði L140693 sem er eyðijörð. Umsækjandi heimtaugar, Arctic Fish er við lágspennuútgang á spennistöð og því allt sem snýr að sæstreng frá stöð að fóðurpramma fyrirtækisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að umrædd framkvæmd sé óveruleg og þar með ekki framkvæmdaleyfisskyld, einnig liggi heimildir fyrir frá landeigendum.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur dags. 23. maí 2022 frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara nefndasviðs Alþingis með umsagnarbeiðni vegna frumvarps um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál og frestur til umsagnar er til og með 8. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Efstaból - stækkun lóðar - 2022060020

Guðmundur Jens Jóhannsson sækir um stækkun lóðar Efstabóls í Engidal L2304448 úr landi Neðri-Engidals L138018.

Umsækjandi leggur fram hnitsetta mynd unna af Verkís 2020 og samþykki landeigenda Neðri-Engidals L138018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskipti lands úr landi Neðri-Engidals L138018 og í framhaldinu stækka lóð Efstabóls L2304448, í Engidal.

9.Öldugata 5 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050067

Lögð fram ósk frá Margréti Magnúsdóttur f.h. þinglýstra eiganda Öldugötu 5, Flateyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningu undir fasteignina á Flateyri, dags. 3. maí 2022. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar frá 5. maí 2022 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag Flateyrar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Öldugötu 5, í samræmi við deiliskipulag Flateyrar.

10.Eyrarvegur 5 á Flateyri, ósk um leiðréttingu á lóðarmörkum - 2022050173

Lögð fram ósk dags. 24. maí 2022 frá eigendum fasteignarinnar við Eyrarveg 5 á Flateyri, um leiðréttingu og jafnvel stækkun á lóðinni vegna byggingaráforma þeirra. Jafnframt lagt fram minnisblað tæknideildar frá júní 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til frekari úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði.

11.Aðalstræti 8, 400. Umsókn um viðbótarlóð - 2019080022

Lögð fram umsókn um leigulóð til viðbótar við eignarland Aðalstrætis 8 á Ísafirði, dags. 10. júní 2019 ásamt mæliblaði tæknideildar og drög að lóðarleigusamningi frá 1. júní 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings vegna viðbótarlóðar við Aðalstræti 8, í samræmi við deiliskipulag Eyrarinnar.

12.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050117

Teitur Magnússon sækir um lóð við Ártungu 3 á Ísafirði skv. umsókn dags. 13.maí 2022. Lóðin var auglýst laus til úhlutunar þann 12. maí 2022 og var umsóknarfrestur 10 dagar. Tvær umsóknir bárust um Ártungu 3 og því ræður hlutkesti úthlutun í samræmi við grein 1.1 í lóðarúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
Tveir aðilar sóttu um lóðina á auglýsingatíma. Varpa þurfti hlutkesti á fundinum í votta viðurvist, til að ákvarða úthlutun. Að loknu hlutkesti leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að Teitur Magnússon fái lóðina við Ártungu 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

13.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050130

1989 ehf. sækir um lóð við Ártungu 3 á Ísafirði skv. umsókn dags. 16. maí 2022. Lóðin var auglýst laus til úthlutunar þann 12. maí 2022 og var umsóknarfrestur 10 dagar. Tvær umsóknir bárust um Ártungu 3 og því ræður hlutkesti úthlutun í samræmi við grein 1.1 í lóðarúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
Tveir aðilar sóttu um lóðina á auglýsingatíma. Varpa þurfti hlutkesti á fundinum í votta viðurvist, til að ákvarða úthlutun. Að loknu hlutkesti leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að Teitur Magnússon, fái lóðina við Ártungu 3. Umsókn 1989 ehf. er því hafnað.

14.Daltunga 4 - umsókn um lóð - 2022050131

Lögð fram umsókn dags. 18. maí 2022 frá Ívari Valssyni, f.h. Tanga ehf., um lóðina Daltungu 4 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ívar Valsson, f.h. Tanga ehf. fái lóðina við Daltungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?