Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029
Kynnt áform Fjallabóls ehf. um áhuga fyrirtækisins uppbyggingu orlofsbyggðar á svæði merkt Í9 í Dagverðardal. Hugmyndir ganga út á t.d. útleiguhús til ferðamanna, lóðir / húsnæði fyrir einkaaðila og langtímaleiga á húsum til félagasamtaka.
Jón Grétar Magnússon og Friðfinnur Hjörtur Hinriksson f.h. Fjallabóls ehf. mæta til fjarfundar til að kynna hugmyndir fyrirtækisins um uppbyggingu orlofsbyggðar í Dagverðardal.
Jón Grétar Magnússon og Friðfinnur Hjörtur Hinriksson f.h. Fjallabóls ehf. mæta til fjarfundar til að kynna hugmyndir fyrirtækisins um uppbyggingu orlofsbyggðar í Dagverðardal.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram drög að afnotasamningi á næsta fundi.
2.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 10.000 tonn - 2017080006
Skipulagsstofnun með bréfi frá 20. janúar 2022 óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna tilkynningar Arctic Sea Farm, móttekin 17. janúar 2022, um framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Ísafjarðarbær telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Ísafjarðarbær telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Nefnin frestaði erindinu á seinasta fundi.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Ísafjarðarbær telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Ísafjarðarbær telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Nefnin frestaði erindinu á seinasta fundi.
Frestað til næsta fundar.
3.Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045
Lögð fram ósk húsfélagsins að Sundstræti 36, Ísafirði sem er á þegar skilgreindu eignarlandi, um nýja lóðarleigusamninga og viðbótarlóðir undir matshluta 01 annars vegar og matshluta 02 hinsvegar, ásamt bílastæðalóð við norðurgafl hússins.
Frestað.
4.Ósk um heimild Ísafjarðarbæjar til deiliskipulagsvinnu í landi Reykjanes - 2022030094
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. mars sl., frá Jóni Pálssyni hjá Saltverki ehf., Reykjanesi, þar sem farið er fram á heimild Ísafjarðarbæjar sem landeiganda til að fara í vinnu við deiliskipulag vegna uppbyggingar fyrirtækisins á Reykjanesi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að óska eftir því við skipulagsyfirvöld Súðavíkurhrepps að þau heimili vinnu við deiliskipulag, vegna starfsemi Saltverks ehf.
5.Öldugata 1b og 1, ósk um sameiningu lóða - 2021080073
Lögð fram tillaga breyttu deiliskipulagi Flateyrar frá Hildi D. Arnardóttur hjá Verkís ehf. fh. eigenda Öldugötu 1b þar sem sótt er um stækkun og sameiningu við Öldugötu 1, Flateyri, jafnframt erindisbréf frá eigenda dags. 21. janúar 2022 þar sem er rakin saga lóðar- og byggingarmála Öldugötu 1b.
Frestað.
6.Silfurgata 8 - umsókn um stækkun lóðar - 2022020024
Lagt fram bréf dags. 3. febrúar 2022 frá Jóhanni B. Helgasyni hjá Verkís ehf. f.h. Bjarna M. Aðalsteinssonar, eiganda Silfurgötu 8 á Ísafirði þar sem óskað er eftir stækkun á lóð til norðurs undir bílastæði. Jafnframt lagt fram afstöðumynd með hnitum stækkunar dags. 3. febrúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem þetta samræmist ekki deiliskipulagi Eyrarinnar og sambærilegum erindum hefur verið synjað.
7.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063
Lögð fram ítrekun vegna dráttar afhendingar lóðarinnar við Mávagarð E1 á Ísafirði til Kampa ehf. ásamt tölvupósti frá Kristjáni Jóni Guðmundssyni hjá Kampa ehf. vegna lóðarumsóknar við Mávagarð E, dags. 21.mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kampi ehf. fái lóðina við Mávagarð E1, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
8.Árnagata 3_ Ósk um afturköllun á endurbyggingarkvöð - 2022010134
Lögð fram ósk Einars Vals Kristjánssonar, fh. Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., ð byggingarkvöð á Árnagötu 3 á Ísafirði verði aflétt. Við Árnagötu 3 stóð áður skipaþjónusta fyrirtækisins, en húsið brann til kaldra kola í desember 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki kröfu um að fyrirtækið byggi á sömu lóð eftir brunann við Árnagötu. Óskað er eftir upplýsingum um áform fyrirtækisins á umræddum reit. Jafnframt hvort hægt sé að semja um skil á lóðarréttindum til sveitafélags hafi fyrirtækið ekki í hyggju að nýta sér þau til nýbyggingar.
9.Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014
Lögð fram umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni f.h. Skipanausts ehf. þingl. eiganda Suðurtanga 6 L138767 um endurnýjun á lóðarleigusamningi F212-0528, einnig lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 21. mars 2022 sem er skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Suðurtanga 6 L138767, Ísafirði skv. gildandi deiliskipulagi.
10.Suðurtangi 8(verður nr.10), Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120015
Lögð fram umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni f.h. Skipanausts ehf. þingl. eiganda Suðurtanga 8 L138769, um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir F212-0534, -dráttarbraut og spilhús, einnig lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 22. mars 2022 þá verður lóðin númer 10 (sem er skv. gildandi deiliskipulagi).
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Suðurtanga 10 L138767, Ísafirði skv. gildandi deiliskipulagi.
11.Ásgeirsgata 3, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120013
Lögð fram umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni f.h. Heiðmýrar ehf. þingl. eiganda Ásgeirsgötu 3 L138082, um endurnýjun á lóðarleigusamningi F211-9159, einnig lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 18. mars 2022 sem er skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Ásgeirsgötu 3 L138082, Ísafirði skv. gildandi deiliskipulagi.
12.Seljalandsvegur 38, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022010140
Lögð fram ósk um endurnýjun á lóðarleigusamngingi frá Jóhönnu Oddsdóttur f.h. þinglýstra eigenda Seljalandsveg 38, Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 18. mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Seljalandsveg 38, Ísafirði.
13.Hlíðarvegur 2, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022010142
Lögð fram umsókn Thongkham Chaemlek, eiganda fasteignarinnar Hlíðarvegar 2 á Suðureyri, dags. 25. janúar 2022 þar sem óskað er eftir endurynýjun á lóðarleigusamningi, ásamt mæliblaði Tæknideildar frá 17. mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 2 á Suðureyri.
14.Hnífsdalsvegur 29 - breyting á lóðarmörkum - 2022020077
Lagt fram bréf Karls Arnars Arnarsonar og Rakelar Eddu Ólafsdóttur, dagsett 16. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum Hnífsdalsvegar 29. Jafnframt lagður fram lóðaruppdráttur, tillaga unnin í janúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Hnífsdalsveg 29, Ísafirði og að hjallur verði skráður sem matshluti á lóðinni.
15.Bakki, Önundarfirði. Umsókn um stofnun lóðar út úr Koti L140999 - 2021110036
Lagt fram erindi þinglýstra eigenda að Koti í Önundarfirði L140999, þar sem er sótt um heimild til uppskipti á landi, skv. undirritaðri umsókn og lóðarblaði frá 20. febrúar 2021. Nýtt land mun fá staðfangið "Bakki" þannig að loðdýrahús eru á sér lóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskipti jarðarinnar Kots í Önundarfirði skv. umsókn.
16.Vífilsmýrar L141032, stofnun fasteignar í Önundarfiði - Hafradalsteigur - 2021110038
Þinglýstur eigandi Vífilsmýra sækir um uppskipti lands, skv. undirritaðri umsókn og hnitsettu mæliblaði nýrrar landeignar, frá 1. júní 2021. Nýtt land mun fá staðfangið Hafradalsteigur
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskipti jarðarinnar Vífilsmýra, Önundarfirði skv. umsókn.
17.Ósk um stofnun lóðar í landi Hóls í firði L141006 -Bakkar - 2022030084
Lagt fram erindi Jóns Grétars Magnússonar f.h. Jensínu Ebbu Jónsdóttur og Magnúsar Hrings Guðmundsonar, um ósk til að stofna lóð í landi Hóls í firði, ný landeign mun fá staðfangið Bakkar. Jafnframt lagt fram eyðublað um stofnun lóðar og tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundahúsabyggð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskipti og stofnun lóðarinnar Bakka úr landi Hóls í Firði, Önundarfirði skv. umsókn.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?