Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
577. fundur 09. febrúar 2022 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Aðalskipulagsfundur. Sameiginlegur fundur með umhverfis- og framkvæmdanefnd

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Sameiginlegur vinnufundur með umhverfis- og framkvæmdanefnd vegna aðalskipulagsvinnunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lýsir yfir vonbrigðum með vinnu ráðgjafa við heildarendurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Framkvæmd hefur tafist úr hófi og er nú langt á eftir áætlun. Nefndin telur að um forsendubrest á samningi sé að ræða.
Nefndin telur m.a. óásættanlegt að enn sé unnið að gagnaöflun skv. lið 2 í tímaáætlun útboðsgagna og að þær hæfiskröfur sem settar voru fram í útboðinu séu ekki uppfylltar.
Sviðsstjóra er falið að funda með ráðgjafa og kalla eftir úrbótaáætlun sem liggi fyrir innan tveggja vikna svo hægt sé taka ákvörðun um hvort samningi verði rift.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?