Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026
Með bréfi frá 20. desember 2021, óskar Orkustofnun eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, vegna umsóknar Hafna Ísafjarðarbæjar um efnistöku utan netalaga í Skutulsfirði, vegna framkvæmda tengdum lengingu Sundabakka í Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir engar athugasemdir.
2.Aðalstræti 29, umsókn um byggingarleyfi - 2021010135
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 553 var málið tekið fyrir og var máli frestað þar sem ekki er hægt að sækja um byggingu frístundahúss á íbúðarhúsasvæði.
Sótt er um leyfi til að færa bílskur innar á lóð og bæta við viðbyggingu skv. teikningu. Til viðbótar við áður framlögð gögn eru:
Aðaluppdráttur frá Mannvit ehf. dags: 14.10.2021
Byggingarleyfisumsókn dags: 24.03.2021
Samþykki nágranna Aðalstrætis 25,26,29 og 31 fyrir breytingum.
Lagður er fram eldri uppdráttur til viðmiðunar.
Sótt er um leyfi til að færa bílskur innar á lóð og bæta við viðbyggingu skv. teikningu. Til viðbótar við áður framlögð gögn eru:
Aðaluppdráttur frá Mannvit ehf. dags: 14.10.2021
Byggingarleyfisumsókn dags: 24.03.2021
Samþykki nágranna Aðalstrætis 25,26,29 og 31 fyrir breytingum.
Lagður er fram eldri uppdráttur til viðmiðunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umrædd áform skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir húseigendum Aðalstrætis 25, 26, 29 og 31.
3.Skólagata 8 á Suðureyri. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 2021120065
Eigendur Skólagötu 8 á Suðureyri óska eftir breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, að byggingarmagn verði aukið á lóðinni með því að nýta rishæðir matshluta 01 og eykst fermetrarfjöldinn þar um 88 m2 og matshluta 02 þar sem fermetrafjöldinn eykst um 110 m2. Heildargrunnflöturinn á lóðinni sjálfri eykst ekki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi skv. II. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
4.Hjallavegur 17 á Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021110045
Katrín Lilja Hraunfjörð sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina L141331, að Hjallavegi 17, á Suðureyri. Fylgiskjöl eru mæliblað Tæknideildar frá 18 janúar 2022 og drög að samningi frá janúar 2022 ásamt minnisblaði um gerð mæliblaðs lóðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hjallaveg 17, Suðureyri.
5.Sindragata 15, Ísafirði. Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar - 2021100058
Sveinn Lyngmó sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Skemma VÆ ehf. vegna 254,3 m2 viðbyggingar úr stálgrind og 113,1 m2 viðbyggingar úr límtré. Samtals 367,4 m2.
Meðfylgjandi gögn eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett, og aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða, vottaðir af brunahönnuði Eflu dags. 20.09.2021.
Meðfylgjandi gögn eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett, og aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða, vottaðir af brunahönnuði Eflu dags. 20.09.2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.
6.Hafnarstræti 1 á Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120082
Lífeyrissjóður Verzlunarmanna eigandi fasteignarinnar við Hafnarstræti 1 á Þingeyri, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgiskjöl eru mæliblað Tæknideildar frá 18 janúar 2022 og drög að samningi frá janúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 1 á Þingeyri.
7.Brekkugata 22, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120090
Bragi Þór Haraldsson f.h. dánarbús Þórdísar Jónsdóttur, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Brekkugötu 22 á Þingeyri. Fylgiskjöl eru mæliblað Tæknideildar frá 18 janúar 2022 og drög að samningi frá janúar 2022 ásamt minnisblaði vegna lóðarstærðar Brekkugötu 22.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 22 á Þingeyri.
8.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021120089
Kristján Rafn Guðmundsson og Íris Rut Jóhannesdóttir, sækja um lóðina við Ártungu 6 á Ísafirði skv. rafrænni umsókn sem barst 24. desember 2021. Fylgigagn er mæliblað Tæknideildar frá 10. júní 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristján Rafn Guðmundsson og Íris Rut Jóhannesdóttir fái lóðina við Ártungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
9.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003
Gauti Geirsson óskar eftir að byggingaráform við Sunnuholt 5 á Ísafirði verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við I. mrg. 44. gr. skipulagslaga.
Meðfylgjandi fylgigögn eru erindisbréf umsækjanda og uppdrættir og afstöðumynd.
Meðfylgjandi fylgigögn eru erindisbréf umsækjanda og uppdrættir og afstöðumynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umrædd áform skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir húseigendum Sunnuholt 3, 4 og 6.
10.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003
Gauti Geirsson sækir um stofnun lóðar í landi Góustaða undir fyrirhugað einbýlishús, Sunnuholt 5. Fylgigögn eru samþykki eigenda Góustaða dags 3. janúar 2022 og lóðarblað dags. 13. janúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar út úr landi Góustaða í samræmi við umsókn.
11.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063
Kampi ehf. sækir um lóð E-1 á Mávagarði. Upprunaleg umsókn Kampa er frá 2019 en ráðast þurfti í breytingu á deiliskipulagi þar sem lóð E var skipt upp í lóðir E-1 og E-2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu þar til frekari gögn hafa borist.
12.Fyrirspurn um lóðir frá Skeið ehf. - 2022010052
Lagt fram bréf Garðars Sigurgeirssonar, f.h. Skeiðs ehf. og Vestfirskra verktaka ehf., dags. 12. janúar 2022, þar sem hann óskar eftir sex lóðum á Ísafirði fyrir byggingu fjölbýlishúsa, þ.e. 40-50 íbúðir. Sótt er um lóð við Hafnarstræti 15 og 17 (sameinaðar), Pollgötu 2, Pollgötu 6, lóð að horni Suðurgötu og Njarðarsunds, og lóð að horni Mjósunds og Aðalstrætis.
Á 1183. fundi bæjarráðs, þann 17. janúar 2022, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Á 1183. fundi bæjarráðs, þann 17. janúar 2022, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fundi með umsóknaraðila.
13.Fyrirspurn um atvinnulóð á Sundabakka - 2022010067
Kristján Daðason, f.h. Northlight Seafood ehf., óskar eftir ótilgreindri lóð við Sundabakka á Ísafirði undir kræklingavinnslu.
Nefndin bendir á að engar lóðir eru lausar til úthlutunar á umræddu svæði og fyrirspyrjanda er bent á að fylgjast með lóðum í auglýsingu á lóðalista sveitarfélagsins.
14.Engjavegur 7, 400. Umsókn um byggingarleyfi -dyr og verönd - 2020080018
Lagður fram úrskurður nefndar í umhverfis- og auðlindamálum.
Lagt fram.
15.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Umræður um aðalskipulagsvinnuna framundan.
Umræður fóru fram um stöðu mála við vinnslu á aðalskipulaginu.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?