Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 12. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar á 1153. fundi sínum þann 17. maí 2021.
Umsagnarfrestur er til og með 26. maí nk.
Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar á 1153. fundi sínum þann 17. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
2.Jarðstrengur milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengur yfir Arnarfjörð - umsagnarbeiðni - 2021040046
Lögð er fram tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu á lagningu 66KV jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð. Þá biður Skipulagsstofnun um umsögn Ísafjarðarbæjar á tilkynningunni. Umsagnafrestur er til 3. maí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tilkynninguna.
3.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101
Lögð fram umsögn Orkubús Vestfjarða dags. 31. desember 2020 send á Umhverfisstofnun varðandi áform um friðlýsingu á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt bréfi Orkubús dags. 11. maí sl., til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
4.Landgræðsluáætlun 2021 -2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2021050022
Landgræðslan óskar, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, eftir umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og umsögn um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
5.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063
Lögð fram drög að deiliskipulagi frístundabyggðar í Dagverðardal, uppdráttur og greinargerð.
Lagt fram til kynnigar.
6.Hverfisráð 2021 - 2021020095
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að heimila fyrirhugaða staðsetningu á tjaldsvæði á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum frá hverfisráði varðandi staðsetningu tjaldsvæðis, hönnun, uppbyggingu og rekstur.
7.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079
Kynnt bréf Víðis Arnar Guðmundssonar, f.h. Arctic Protein ehf., ódags., þar sem kynntur er nýr valkostur um staðsetningu meltutanks á Þingeyri og óskað eftir áliti hafnarstjórnar.
Fyrri tillögur um staðsetningu voru kynntar á 212. fundi hafnarstjórnar þann 26. maí 2020.
Á 221. fundi hafnarstjórnar þann 14. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Hafnarstjóri kynnir tillögu að staðsetningu og rifjar upp ferli málsins hingað til.
Hafnarstjórn telur að tillagan sem liggur fyrir sé ekki framkvæmamleg vegna plássleysis og að þrengt yrði um of að athafnasvæði. Hafnarstjórn verður því að hafna tillögunni.
Hafnarstjórn telur að starfsemi af þessu tagi sé best fyrirkomið á landfyllingu sem væri útbúin vestan við löndunarbryggju.
Hafnarstjórn óskar eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd taki málið upp aftur með þessar athugasemdir til hliðsjónar."
Fyrri tillögur um staðsetningu voru kynntar á 212. fundi hafnarstjórnar þann 26. maí 2020.
Á 221. fundi hafnarstjórnar þann 14. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Hafnarstjóri kynnir tillögu að staðsetningu og rifjar upp ferli málsins hingað til.
Hafnarstjórn telur að tillagan sem liggur fyrir sé ekki framkvæmamleg vegna plássleysis og að þrengt yrði um of að athafnasvæði. Hafnarstjórn verður því að hafna tillögunni.
Hafnarstjórn telur að starfsemi af þessu tagi sé best fyrirkomið á landfyllingu sem væri útbúin vestan við löndunarbryggju.
Hafnarstjórn óskar eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd taki málið upp aftur með þessar athugasemdir til hliðsjónar."
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir tillögu hafnarstjórnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
8.Ærslabelgur á Eyrartúni, ósk um tilfærslu - 2021050070
Gylfi Sigurðsson, íbúi við Túngötu á Ísafirði, kemur með formlega beiðni með bréfi dags. 19. maí 2021 um að ærslabelgur verði fluttur af Eyrartúni við Gamla Sjúkrahúsið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst ekki á að þau rök sem bréfritari setur fram séu fullnægjandi til að færa leiktækið. Nefndin telur bæjaryfirvöld í fullum rétti til að hafa ærslabelg á núverandi stað á Eyrartúni þar sem túnið hefur verið leiksvæði Ísfirðinga í tugi ára og staðsetning leiktækisins samræmist ákvæðum deiliskipulags.
Nefndin bendir á að hægt er að kæra stjórnvaldsákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sjá www.uua.is, en kærufrestur er einn mánuður frá móttöku bréfs þessa skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 123/2010 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Slík kæra frestar þó ekki réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar sem þér hefur verið tilkynnt um.
Nefndin bendir á að hægt er að kæra stjórnvaldsákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sjá www.uua.is, en kærufrestur er einn mánuður frá móttöku bréfs þessa skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 123/2010 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Slík kæra frestar þó ekki réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar sem þér hefur verið tilkynnt um.
9.Sætún 9, breytt aðkoma að bílskúr frá Stakkanesi - 2021010006
Njáll Flóki Gíslasoon sækir um breytingu á tilhögun lóðar við Sætún 9 á Ísafirði. Sótt er um að aðkoma að bílskúrnum verði frá Stakkanesi. Fylgiskjöl er uppdráttur frá 17. maí 2021 og aðaluppdrættir hússins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á breytingar á aðkomu bíla inn á lóð Sætúns 9 og að hún verði frá Stakkanesi, með þeim skilyrðum að lýsing verði fullnægjandi frá lóð og ekki verði skyggt á útsýni inn á aðkomu lóðar með gróðri eða girðingu. Ekki verður þá heimilt að keyra bílum inn á lóð Sætúns megin.
10.Bræðratunga og Engjatunga, raðhúsalóðir í Tunguhverfi - 2021050027
Nýjatún ehf. óskar eftir að tekin verði til umræðu ósk Nýjatúns um lóðir við Engjatungu og Bræðratungu, Ísafirði. Meðfylgjandi er tölvupóstur Ómars Guðmundssonar, f.h. Nýjatúns ehf., dags. 5. maí 2021 og erindi Hrafnshóls ehf. í tölvupósti frá 21. nóvember 2019.
Lagt fram til kynningar. Umræddar lóðir eru undir erfðafestu og því ekki hægt að úthluta þeim. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
11.Seljalandsvegur 40_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050024
Anton Helgi Guðjónsson sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar húss, Engjavegi 40. Eins er sótt um að fjarlægja inngangströppur og færa aðalinngang hússins.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett og
kynningargögn frá Verkís dags. 27. mars 2021.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn, ódagsett og
kynningargögn frá Verkís dags. 27. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.
12.Miðtún 31-37-Umsókn um byggingarleyfi - 2021050032
Birgir Örn Birgisson sækir um byggingarleyfi f.h íbúa Miðtúns 31-37 á bílskúrum á lóð Seljalandsvegar 79. Þann 4. maí 1994 voru áformin samþykkt í bæjarstjórn.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags. 17. apríl 2021, viljayfirlýsing íbúa fyrir áformum, ódags., aðaluppdráttur frá Teiknistofu Elísabetar Gunnarsdóttur dags. mars 1994, minnisblað skipulagsfulltrúa og gögn er tengjast kaupum íbúa Miðtúns 31-37 á Seljalandsvegi 79 frá árinu 1992.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags. 17. apríl 2021, viljayfirlýsing íbúa fyrir áformum, ódags., aðaluppdráttur frá Teiknistofu Elísabetar Gunnarsdóttur dags. mars 1994, minnisblað skipulagsfulltrúa og gögn er tengjast kaupum íbúa Miðtúns 31-37 á Seljalandsvegi 79 frá árinu 1992.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir byggingu bílskúra á lóð Seljalandsvegar 79. Nefndin bendir á að samþykki á aðaluppdrætti frá 1994 er fallið úr gildi. Umsókn um byggingarleyfi þarf að berast frá lóðarhöfum með samþykki allra þinglýstra lóðarhafa. Þar sem ekki er deiliskipulag á svæðinu þarf að grenndarkynna áformin. Byggingafulltrúa er falið að vinna málið áfram.
13.Urðarvegur 41-Umsókn um byggingarleyfi - 2021050033
Jóhann Birkir Helgason sækir um byggingarleyfi f.h Kristjáns Ólafssonar. Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu ofan á svalir. Einnig er sótt um leyfi til að reisa steyptan stoðvegg á milli lóða Urðarvegar 41 og 43 svo hægt sé að útbúa aukabílastæði við húsið.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags. 30. apríl 2021 og aðaluppdrættir frá Verkís dags. 28. mars 2021.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn dags. 30. apríl 2021 og aðaluppdrættir frá Verkís dags. 28. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Grenndarkynna skal áformin fyrir aðliggjandi lóðarhafa Urðarvegi 43.
14.Hrauntunga 1-3_Umsókn um byggingarleyfi - 2021050037
Garðar Sigurgeirsson f.h Skeiðis ehf. sækir um byggingarleyfi vegna byggingar parhúss við Hrauntungu 1-3. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja hluta byggingar utan byggingarreits.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags. 5. maí 2021, aðaluppdrættir ásamt gátlista frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 10. maí 2021 og skrifleg ósk um heimild til að byggja utan byggingarreits dags. 11. maí 2021.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags. 5. maí 2021, aðaluppdrættir ásamt gátlista frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 10. maí 2021 og skrifleg ósk um heimild til að byggja utan byggingarreits dags. 11. maí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið þar sem það samræmist lið V.2 í skilmálum deiliskipulags.
15.Aðalstræti 7-Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarbíl - 2021050034
Henrý Ottó Haraldsson sækir um stöðuleyfi fyrir matarbíl sem staðsetja skal við Edinborgarhús, Aðalstræti 7. Eins er sótt um að mögulegt sé að matarbíllinn geti fært sig á milli staða og þannig selt matvæli á mismunandi stöðum bæjarins.
Fylgigögn eru umsókn um stöðuleyfi, ódagsett.
Fylgigögn eru umsókn um stöðuleyfi, ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu stöðuleyfis fyrir matarbíl við Edinborgarhús.
Nefndin vill benda á að verði bíllinn færður þá er nauðsynlegt að fá leyfi viðkomandi lóðarrétthafa.
Nefndin vill benda á að verði bíllinn færður þá er nauðsynlegt að fá leyfi viðkomandi lóðarrétthafa.
16.Brekkustígur 5 - umsókn um lóð - 2018110067
Elías Guðmundsson sækir um einbýlishúsalóð að Brekkustíg 5, Suðureyri.
Fylgigögn eru umsókn, dags. 30. apríl 2021.
Fylgigögn eru umsókn, dags. 30. apríl 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóðina Brekkustíg 5, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
17.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um byggingarlóð - 2021050063
Þorvaldur Óli Ragnarsson og Anna María Guðjónsdóttir sækja um lóðina við Ártungu 6 á Ísafirði undir einbýlishús og lóðina Fífutungu 4 til vara skv. rafrænni umsókn sem barst 18. maí 2021. Meðfylgjandi er lóðarblað Tæknideildar dags. maí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Þorvaldur Óli Ragnarsson og Anna María Guðjónsdóttir fái lóðina Ártungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?