Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
557. fundur 08. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gautur Ívar Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Lagðar eru fram glærur frá mars 2021, til umfjöllunar varðandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032. Í þetta sinn er fjallað um fólksfjölda, miðsvæði, verslunar- og þjónustusvæði og íbúasvæði.
Lagt fram til kynningar.

2.Rofavörn, Pollgata - 2020020004

Óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar frá 22. mars, 1994. Breytingin felst í að færa grjótgarð við Pollgötu sunnar í Pollinn svo hægt verði að koma fyrir opnu svæði, göngu- og hjólastíg sunnan við Pollgötu. Deiliskipulagið verður unnið í samráði við Vegagerðina sem áætlar að byggja upp nýjan sjóvarnargarð sunnan Pollgötu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar frá 22. mars, 1994.

3.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041

Tillaga deiliskipulags við Tjarnarreit á Þingeyri var auglýst frá 15. janúar og var athugasemdafrestur til 1. mars 2021. Ein athugasemd barst varðandi stækkun á Kirkjugarðinum frá sóknarnefnd Þingeyrarkirkju.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulag fyrir Tjarnarreit á Þingeyri, skipulagsuppdrátt og greinargerð dags. 23. október 2020, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2021. Málsmeðferð er í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 og skulu gögn send, ásamt málsmeðferð, til Skipulagsstofnunnar, þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.

4.Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022

Lagðar fram breytingar á deiliskipulagi við Mávagarð á Ísafirði. Breytingarnar fela í sér stækkun á lóð A, uppskiptingu á lóð E og stofnun lóðar undir spennistöð Orkubús Vestfjarða. Auk þess hliðrast deiliskipulagsmörk lítilsháttar til samræmis við önnur deiliskipulög. Uppdrátturinn er unninn af Verkís og er dagsettur 31. mars 2021.
Málinu er frestað.

5.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses. - 2021020097

Bæjartún íbúðafélag hses óskar eftir að Ísafjarðarbær veiti vilyrði fyrir lóðum við Drafnargötu á Flateyri, Hlíðargötu á Þingeyri og við Sætún á Suðureyri, með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.

Fylgigögn eru tillögur að lóðum á þessum stöðum.
Umrætt landsvæði á Þingeyri hefur ekki verið deiliskipulagt og lóðir þar því ekki tækar til úthlutunar. Svæðin á Flateyri og Suðureyri eru deiliskipulögð en ekki í samræmi við hugmyndir Bæjartúns um raðhúsalóðir. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á Þingeyri og heimild til að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi Flateyrar frá 29.01.1998 og deiliskipulagi milli Sætúns og Hlíðarvegar á Suðureyri frá 03.12.2003, til þess að fjölga byggingarlóðum í sveitarfélaginu.
Þær lóðir sem skipulagðar verða á Þingeyri fari síðan til auglýsingar skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, sem og þær lóðir sem verða aukalega til við breytingu á skipulagi Flateyrar og Suðureyrar.

6.Heiðarbraut 15 (Hvammur)_Umsókn um byggingarleyfi - 2021010115

Lagður er fram tölvupóstur Veðurstofu Íslands, dags. 23. febrúar 2021, með umsögn Magna Hreins Jónssonar varðandi byggingaráform við Heiðarbraut 15, Hnífsdal.
Lagt fram til kynningar.
Smári Karlsson vék af fundi undir þessu máli.

7.Ránargata 2, Flateyri. Stækkun byggingarreits - 2021030083

Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri á Flateyri, f.h. Litlabyli ehf. varpar fram fyrirspurn til Ísafjarðarbæjar varðandi fyrirhugaða stækkun á gistiheimilinu Litlabýli en í því felst breyting á aðalskipulagi.
Fylgigögn eru fyrirspurn í tölvupósti, dagsettur 30. mars, 2021 og skýringaruppdráttur dagsettur 25.janúar, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

8.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041

Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um lóð undir atvinnuhúsnæði við Sjávargötu 12, Þingeyri. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 4. febrúar og mæliblað tæknideildar frá 18. mars 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon fái lóðina Sjávargötu 12, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Þá skal kvöð fylgja lóð að á henni fái að standa spennistöð OV og að greitt aðgengi verði að spennistöðinni. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?