Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055
Birkir Þór Guðmundsson sendir inn tilkynningu f.h. landeigenda Hóls á Hvilftarströnd vegna smávirkjunar skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifa. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. viðauka 1, lið 3.23. Skipulags- og mannvirkjanefnd skal taka afstöðu hvort að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum með hliðsjón af viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
2.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029
Lagður er fram uppdráttur að aðalskipulagsbreytingu ásamt greinargerð, unninn af Verkís, dags. 22.10.2020
Breytingin felur í sér breytta legu göngustígs við Sundstræti ásamt breyttum skilmálum reits Í5 við Norðurtanga.
Breytingin felur í sér breytta legu göngustígs við Sundstræti ásamt breyttum skilmálum reits Í5 við Norðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar skv. II. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045
Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnin af Verkís ehf., dags. 19.11.2020. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, dags. 16.10.1997 og felur í sér uppskiptingu eignarlóðar og breytingu á leigulóð í eigu Ísafjarðarbæjar, sem fylgt hefur húsinu Sundstræti 36.
Skipulags- og mannvirkjanefnd kallar eftir frekari gögnum.
4.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029
Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnið af Verkís ehf, dags. 22.10.2020. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, dags. 16.10.1997 og felur í sér lagningu gögngustígs, austan við fjölbýlishús við Sundstræti, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
5.Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Traðar, Önundarfirði - 2020100105
Sigríður Anna Ellerup hjá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. Vegagerðarinnar, sækir um stofnun vegsvæðis í landi Traðar L141023 í Önundarfirði. Fylgigögn er samþykki landeiganda með umsókn frá 31. ágúst 2020, hnitsettur uppdráttur frá 30. júní 2020 og uppdráttur af vegsvæði unninn af Eflu 22. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Traðar í Önundafirði.
6.Kirkjuból Korpudalur Snjóflóðavarnir - 2020100098
Páll Stefánsson óskar eftir að Ísafjarðarbær taki þátt í að byggja snjóflóðavarnir fyrir ofan bæinn Kirkjuból í Korpudal.
Fylgigögn eru:
Tölvupóstur, dags. 25.10.2020.
Myndir sem fylgdu í tölvupósti, dags. 20.10.2020.
Bréf sent til Ísafjarðarbæjar, dags. 29.07.2015.
Fylgigögn eru:
Tölvupóstur, dags. 25.10.2020.
Myndir sem fylgdu í tölvupósti, dags. 20.10.2020.
Bréf sent til Ísafjarðarbæjar, dags. 29.07.2015.
Málinu frestað.
7.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Hafnarbakka 3, Flateyri, unnin af Verkís ehf. Breytinginn snýr að stækkun á byggingarreit fyrir væntanlega viðbyggingu. Nýtingarhlutfall fer úr 0,26 upp í 0,6 þar sem hámarksnýtingarhlutfall verður 704 fm. Fylgiskjöl eru erindisbréf dags. 25. sept. 2018 og deiliskipulagstillaga frá 10. des. 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
8.Skólagata 8-10 og A stígur 1. Breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala - 2020100092
Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnið af Verkís ehf, dags. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 er breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.
Eins eru lóðirnar, ásamt lóð við A-stíg 1, sameinaðar í eina og einn byggingareitur er á nýju lóðinni. Byggingamagn á reitnum breytist ekki.
Eins eru lóðirnar, ásamt lóð við A-stíg 1, sameinaðar í eina og einn byggingareitur er á nýju lóðinni. Byggingamagn á reitnum breytist ekki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila sameiningu lóða og málsmeðferð skv. 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Nefndin telur að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Nefndin telur að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
9.Hraunskirkja í Keldudal. Yfirlýsing yfir eignarhald og lóðarmörk - 2020110054
Marvin Ívarsson hjá Ríkiseignum óskar eftir staðfestingu Ísafjarðarbæjar um eignarhald og lóðarmörk fyrir L140636 -Hraunskirkju í Keldudal, Dýrafirði.
Fylgiskjal er yfirlýsing landeigenda Hraunsjarðarinnar og hnitsettur uppdráttur frá 4. maí 2020.
Fylgiskjal er yfirlýsing landeigenda Hraunsjarðarinnar og hnitsettur uppdráttur frá 4. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að staðfesta hnitsettan uppdrátt undir Hraunskirkju, Keldudal í Dýrafirði.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Á 1131. fundi bæjarráðs var máli þessu vísað til nefndarinnar.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar varðandi frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.
Fylgiskjöl eru tölvupóstur Kormáks Axelssonar, frá nefndarsviði Alþingis, dags. 18.11.2020.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar varðandi frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.
Fylgiskjöl eru tölvupóstur Kormáks Axelssonar, frá nefndarsviði Alþingis, dags. 18.11.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu þessa.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?