Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
545. fundur 14. október 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Kynntar eru gjaldskrár fyrir árið 2021 frá umhverfis-og eignasviði. Skipulags- og mannvirkjanefnd skal taka afstöðu til gjaldskrár varðandi :
Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld
Skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021. Gjaldskrár miðast við hækkun sem er ekki umfram 2,5% skv. lífskjarasamningi og vísar nefndin gjaldskrám til umræðu í bæjarráði.

2.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Kynnt frummatsskýrsla frá Verkís efh. frá 2. júlí, 2020, vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.
Vísað til bæjarstjórnar til kynningar.

3.Hádegissteinn - Úrbætur m.t.t öryggis - 2020100018

Lögð fram verklýsing frá Verkís ehf. og Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir steypta undirstöðu og grautun við Hádegisstein í Hnífsdal vegna ofanflóðsvarna í sunnanverðum Hnífsdal.
Vísað til bæjarráðs til kynningar.

4.Skógar og Horn í Mosdal við Arnarfjörð - endurheimt votlendis - 2020090060

Lagður fram tölvupóstur Einars Bárðasonar, framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, dags. 14. september 2020, þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðunum Skógum og Horni í Mosdal við Arnarfjörð.

Jafnframt lögð fram aðgerðaáætlun um endurheimt votlendis, dags. 7. mars 2016, almennar leiðbeiningar um endurheimt votlendis, dags. 1. sept. 2019, og upplýsingaskjal um endurheimt votlendis, skipulag og leyfi.

Á 1122. fundi bæjarráðs þann 21. september 2020 var máli þessu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimt votlendis á jörð Skóga og Horns á vegum Votlendissjóðs. Telur nefndin að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi Aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í.

5.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Þorgils Þorgilsson óskar eftir heimild bæjaryfirvalda f.h. Walvis ehf., til þess að gera breytingu á deiliskipulagi Flateyrarodda. Breytingar myndu fela í sér hækkun nýtingarhlutfalls lóðar við Hafnarbakka 3, þar sem byggingarmagn yrði aukið úr 351,9 fm í 510 fm. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 25.09.2018 og uppdráttur unninn af Verkís 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd, leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð að nýju í samræmi við 2. gr. skipulagslaga sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Flateyrarodda.

6.Hafnarbakki 5, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100029

Bragi R. Axelsson f.h. Orkuvers ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Hafnarbakka 5, Flateyri. Fylgigögn eru umsókn dags. 2. okt. 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 9. okt. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarbakka 5, Flateyri.

7.Oddavegur 3, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100030

Bragi R. Axelsson f.h. Orkuvers ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Oddaveg 3, Flateyri. Fylgigögn eru umsókn dags. 2. okt. 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 9. okt. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Oddaveg 3, Flateyri.

8.Aðalgata 22, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020080005

Ævar Einarsson og Thitikan Janthawong sækja um endurnýjun á lóðarleigusamngi fyrir fasteignina að Aðalgötu 22, Suðureyri. Fylgiskjöl er umsókn í tölvupósti dags. 31. júlí sl. og mæliblað Tæknideildar frá 12. ágúst sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 22, Suðureyri.

9.Stefnisgata 4. Umsókn um lóð fyrir fiskhjall á atvinnuhúsasvæði - 2019110025

Guðmundur Valgeir Hallbjörnsson sækir um lóð við Stefnisgötu 4 á Suðureyri undir fiskþurrkunarhjall. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 7. nóvember 2019 ásamt ljósmynd af hjallinum og mæliblað Tæknideildar dags. 10. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

10.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Kristján Gunnarsson hjá Véla- og bílaþjónustu Kristjáns ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugám fyrir utan Hafnarstræti 14, Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

Daníel Jakobsson vék af fundi þegar þetta mál var tekið fyrir.

11.Silfurtorg 2, umsókn um byggingarleyfi. Hótel Ísafjörður - 2020020040

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa nr. 34, sem haldinn var 29. sept. sl., var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Samúels Orra Stefánssonar hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, f.h. Ísbjargar fjárfestingar ehf., vegna viðbyggingar við Hótel Ísafjörð. Sótt er um að reisa viðbyggingu á steyptum sökklum og léttum útveggjum. Jafnframt er sótt um breytingar á innra fyrirkomulagi á 1. og 5. hæð.

Byggingarfulltrúi vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefdnar og leggur til við nefndina að taka afstöðu til þess hvort framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eftirfarandi aðilum þ.e. Aðalstræti 26, Hafnarstræti 2, Silfurtorgi 1, Silfurgötu 1 og 2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga. Gerð er ráð fyrir stækkun hótelsins bæði á aðal- og deiliskipulagsstigi.

12.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 - 2008008F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 34
  • 12.1 2020020033 Daltunga 3 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Erindi frestað, undirritaðir og uppfærðir aðaluppdrættir hafa ekki borist embætti byggingarfulltrúa.
  • 12.2 2020020032 Daltunga 5, Ísafirði - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34
  • 12.3 2020010102 Pólgata 2. Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Byggingarfulltrúi kallar eftir frekari gögnum þ.e. lagnateikningar og betri byggingarlýsingu m.t.t. breytinga og í hverju þær felast.
  • 12.4 2020080009 Aðalgata 14 - 16, umsókn um breytt innra fyrirkomulag og svalir
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Byggingarfulltrúi vísar erindi til eldvarnareftirlits, jafnframt er kallað eftir frekari gögnum. Gera þarf grein fyrir algildri hönnun sbr. 6.10.3. gr. í byggingarreglugerð. Einnig þarf að gera betur grein fyrir bílastæðum m.t.t. algildrar hönnunar sbr. gr. 6.2.4
  • 12.5 2019060040 Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Aðalstræti 9
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Framkvæmdin samræmist skipulagsáætlunum og er innan þeirra marka sem tilgreind eru í 2.3.5. gr byggingarreglugerðar.
  • 12.6 2019090119 Umsókn um byggingarleyfi. Viðbygging við íbúðarhúsið að Gemlufalli 1
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Óskað er eftir skráningartöflu vegna viðbyggingar, ásamt séruppdrætti sem sýnir lagnir í plötu.
  • 12.7 2020020040 Silfurtorg 2, umsókn um byggingarleyfi. Hótel Ísafjörður
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 34 Byggingarfulltrúi vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefdnar og leggur til við nefndina að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eftirfarandi aðilum þ.e. Aðalstræti 26, Hafnarstræti 2, Silfurtorg 1, Silfurgata 1 og 2

13.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 36 - 2010006F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar nr. 36 hjá byggingarfulltrúa
  • 13.1 2020060112 Tungubraut 2-8
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 36 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?