Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
543. fundur 09. september 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Látrar Aðalvík - Óleyfisbygging og landrask 2020 - 2020080062

Lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Ósk Jónasdóttur hjá Umhverfisstofnun dags. 28 ágúst 2020 vegna óleyfisframkvæmdar í landi Látra í Aðalvík.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við bæjarlögmann.

2.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Umsókn Jóns Grétars Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf., um lóð við Hafnarstræti, hafnarsvæðinu á Þingeyri, undir meltubirgðatank sem er safnað úr laxeldiskvíum.
Til vara er sótt um á geymslusvæði við Sjávargötu 4. Bæði svæðin eru á hafnarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti dags 6. apríl 2020 og skýringaruppdrættir dags. 5. apríl 2020.

Málinu var vísað til hafnarstjórnar sem tók það fyrir á 211. fundi sínum þann 27. apríl sl.

Bókun hafnarstjórnar:

Umræður fóru fram um þriðja valkost staðsetningar sem er á uppfyllingu norðan löndunarkants.

Hafnarstjórn vísar umsókninni aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar og íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til umsagnar.
Erindi frestað.

3.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041

Lagt fram til kynningar deiliskipulag fyrir Tjarnarreit á Þingeyri, unnið af Verkís 2020.
Fylgigögn eru:
Deiliskipulagsuppdráttur, dags. 9. júní 2020.
Geinargerð deiliskipulags, dags. 9. júní 2020.
Deiliskipulag lagt fram til kynningar.

4.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lagt fram til kynningar breytingartillaga Verkís á svæði við sjóvarnargarðinn Sundstræti. Lagt er til að breyta skipulagi þannig að í stað stofnbrautar komi göngustígur.
Fylgiskjöl eru
Skipulagsuppdráttur Verkís, dags. 04. 09. 2020.
Samþykkt bæjarstjórnar á breytingunni, dags. 25. 09. 2019
Tillaga lögð fram til kynningar.

5.Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063

Lagt er fram minnisblað Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Verkís, dags. 13.11.2019 um breytingar á deiliskipulagi Dagverðardals sem fellt var úr gildi vegna formsgalla 2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila skipulagsvinnu.

6.Hafnarbakki 8, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020080024

West Seafood ehf. sækir um gerð lóðarleigusamnings undir fasteignirnar við Hafnarbakka 8, Flateyri. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn dags. 4. ágúst sl. og mæliblað tæknideildar frá 1. september sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Hafnarbakka 8.

7.Grundarstígur 16, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080004

Orkubú Vestfjarða ohf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Grundarstíg 16, Flateyri. Fylgiskjöl eru tölvupóstur frá 4. ágúst sl. og mæliblað Tæknideildar frá 1. september 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 16, Flateyri.

8.Grundarstígur 22, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080035

Bryndís Sigurðardóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir fasteignina að Grundarstíg 22, Flateyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 20.08.2020 og mæliblað Tæknideildar dags. 4.09.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 22.

9.Sætún 9, umsókn um lóðarleigusamning - 2020080055

Agnes Kristín Aspelund sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Sætún 9, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 27. ágúst s.l. og mæliblað Tæknideildar frá 7. september s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Sætún 9.

10.Sætún 5, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020090016

Sigrún Stefánsdóttir sækir um gerð lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Sætún 5, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 1. september sl. og mæliblað Tæknideildar frá 7. september sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Sætún 5, Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?