Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar - 2024110005
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir afstöðu íþróttafélaga um starf íþróttaskólans og að rætt verði um kosti og galla hans sem nefndin getur haft til hliðsjónar við endurskoðun skólans.
Íþróttahreyfingin fagnar því að endurskoða eigi fyrirkomulag íþróttaskólans og óskar eftir góðu samráði við hana í þeirri vinnu.
2.Mokstur við vallarhús og skotís veturinn 2024-2025 - 2024110029
Valur Richter fyrir hönd skotíþróttafélagsins óskar eftir upplýsingum um snjómokstursplan á Torfnessvæðinu, nánar tiltekið á milli fótboltavallanna.
Æfingar fara fram allt árið um kring bæði hjá skotíþróttafélaginu og á knattspyrnuvellinum.
Æfingar fara fram allt árið um kring bæði hjá skotíþróttafélaginu og á knattspyrnuvellinum.
Ísafjarðarbær er heilsueflandi sveitarfélag með heilbrigði og vellíðan íbúa að leiðarljósi í öllu starfi. Íbúar eru hvattir til að vera virkir í heilsueflingu og gott aðgengi að íþróttamannvirkjum skiptir þar sköpum, hvort sem um er að ræða íþróttahús, sundlaugar, útivistarsvæði, göngustíga og hjólastíga. Íþróttahreyfingin telur mikilvægt að Ísafjarðarbær tryggi aðgengi fyrir alla að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins árið um kring. Þegar aðstæður takmarka aðgengi tímabundið, t.d. vegna veðurs, þá skal aðgengi tryggt svo fljótt sem unnt er, t.d. með snjómokstri eða hálkuvörnum.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?