Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Magnús Þór Bjarnason, stjórn HSV, og Tinna Hrund Hlynsdóttir, fulltrúi knattspyrnudeildar Vestra.
1.Hlutverk íþróttafélaga og starfsmanna við kappleiki og mót - 2024020114
Lögð fram tillaga að verklagi vegna kappleikja og móta í íþróttahúsum og á íþróttasvæðum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. Aðilar íþróttahreyfingarinnar munu senda starfsfólki skóla- og tómstundasviði athugasemdir um verklagið og verður það sagt lagt fram aftur á næsta fundi.
2.Uppbyggingasamningar 2024 - 2023100122
Lagt fram erindi Vals Richters fyrir hönd skotíþróttafélags Ísafjarðar dags. 18. mars 2024 og Ásgerðar Þorleifsdóttur fyrir hönd skíðafélags Ísfirðinga dags. 19. mars 2024 varðandi uppbyggingasamninga fyrir árið 2024.
Íþróttahreyfingin leggur áherslu á að Ísafjarðarbær myndi sér skýrari stefnu í framkvæmdum tengdum íþróttamannvirkjum þannig að finna megi stór verkefni í framkvæmdaáætlun bæjarins. Jafnframt að samhengi sé í framkvæmdum á milli ára.
3.Umgengnisreglur íþróttamannvirkja - 2024030028
Erindi lagt fram að beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja á Ísafirði, dags. 15. mars. 2024. varðandi notkun nikotínpúða í íþróttamannvirkjum og umgengni tengd þeim.
Lagt fram til kynningar.
4.Rekstur íþróttafélaga á Torfnesi, greining á kostnaði - 2024030112
Erindi lagt fram að beiðni Shirans Þórissonar, formanni körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 18.mars 2024, varðandi rekstrarfyrirkomulag á íþróttahúsinu á Torfnesi.
Samráðshópurinn óskar eftir að starfsmenn skóla- og tómstundasviðs beri hugmyndina undir bæjarráð áður en haldið er áfram.
5.Fyrirspurnir á fundum frá íþróttahreyfingunni - 2024020126
Lagðar fram fyrirspurnir frá knattspyrnudeild Vestra.
Lagðar fram til kynningar ásamt svörum Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?