Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fyrirkomulag funda - 2024020143
Farið yfir fyrirkomulag samráðsfunda og fest niður dagsetning.
2.Framkvæmdaáætlun íþróttamannvirkja 2024-2025 - 2024020148
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja fyrir árin 2024-2025 lögð fram til kynningar.
Íþróttahreyfingin í Ísafjarðarbæ skorar á sveitarfélagið að marka sér stefnu þegar kemur að úthlutun fjármagns til íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að ákveðin upphæð eða hlutfall af framkvæmdafé bæjarins sé nýtt í framkvæmdir og viðhald íþróttamannvirkja á hverju ári, þó stórar og brýnar framkvæmdir komi inn á milli.
3.Verkefni íþróttahreyfingarinnar í vinnslu hjá Ísafjarðarbæ - 2023100122
Lagður fram til kynningar listi yfir þau verkefni tengd íþróttahreyfingunni sem eru í vinnslu hjá Ísafjarðarbæ, þar á meðal uppbyggingarsamningar.
Íþróttahreyfingin í Ísafjarðarbæ leggur mikla áherslu á að fjármagn til uppbyggingasamninga verði framvegis vísitölutengt. Upphæð sjóðsins hefur verið 12 milljónir frá því að byrjað var að gera umrædda samninga árið 2014 fyrir utan þau skipti sem upphæðin var lækkuð eða jafnvel tekin út úr fjárhagsáætlun bæjarins.
4.Verkefnasamningar 2024 - 2024020145
Nýtt fyrirkomulag á skýrsluskilum kynnt fundarmönnum en nýtt form verður aðgengilegt inn á síðu Ísafjarðarbæjar.
Kynnt.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Fundarmenn sammála um að fundir séu haldnir 3. miðvikudag í mánuði kl.16:15. Mögulegt að bæta við aukafundum eftir þörfum.