Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 21. febrúar 2024 kl. 16:15 - 17:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Vigdís Pála Halldórsdóttir Knattspyrnufélagið Hörður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir Vestri, aðalstjórn
  • Valur Richter Skotíþróttafélag Ísafjarðar
  • Jón Hálfdán Pétursson Vestri knattspyrna, yngri flokkar
  • Björgvin Hilmarsson Klifurfélag Vestfjarða
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Shiran Þórisson, formaður körfuboltadeildar Vestra, og Tinna Hrund Hlynsdóttir, fulltrúi knattspyrnudeildar Vestra.

1.Hlutverk íþróttafélaga og starfsmanna við kappleikimót - 2024020114

Lagt fram minnisblað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, varðandi hlutverk starfsfólks íþróttamannvirkja þegar kappleikir og mót fara fram.
Íþróttahreyfingin óskar eftir að endurskoðað verði hvaða þjónustu starfsfólk íþróttamannvirkja veitir þeim sem nota þau til æfinga og kappleikja.

2.Fyrirspurnir á fundum frá íþróttahreyfingunni - 2024020126

Lagðar fram fyrirspurnir frá knattspyrnudeild Vestra.
Lagðar fram til kynningar ásamt svörum Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?