Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
41. fundur 29. október 2024 kl. 13:00 - 14:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalmaður
  • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
  • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir aðalmaður
  • Helgi Jensson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Bæjarritari
Dagskrá
Gestir á fundinum eru Anna Lind Ragnarsdóttir, fulltrúi Súðavíkurhrepps, og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

1.Björgun 2024 - Rescue 2024 - 2024100087

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, fjallar um Björgun 2024, ráðstefnu um almannavarnarmálefni sem haldin var í Hörpu 11.-13. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

2.Hættuástand við Vestfjarðagöng vegna elds - 2024090068

Málsatvik rútubruna, sem varð fyrir neðan Vestfjarðagöngin Skutulsfjarðarmegin þann 13. september 2024, rædd.

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, fer yfir málavöxtu, viðbúnað slökkviliðs og verkefni.
Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lýsa yfir áhyggjum af öryggi vegfarenda í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum ef hættuástand skapast og til björgunaraðgerða kemur. Nefndin skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn að bæta öryggi í göngunum án tafar, s.s. með ljósastýringu, útvarps- og símasambandi, betri lýsingu og breikkun ganganna. Nefndin bendir á að ekki er um aðra leið að ræða á svæðinu vegna aflagningar vega yfir heiðarnar. Stórbruni í langferðabíl rétt við gangnamunna í Tungudal í september 2024 endurspeglar áhyggjur nefndarmanna frá opnun ganganna árið 1996.

3.Flugslysaæfing Gjögur haust 2024 - 2024100086

Hlynur H. Snorrason, yfirlögregluþjónn, fór yfir flugslysaæfingu sem haldin var á Gjögri haustið 2024, aðgerðir á vettvangi og störf aðgerðastjórnar.
Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnir á landsvísu - 2023120041

Lagður er fram tölvupóstur Hjördísar Guðmundsdóttur, f.h. Ríkislögreglustjóra, dagsettur þann 23. október 2024. Þar sem kynnt er dagskrá fyrir Ráðstefnu Almannavarna sem haldin verður 31. október 2024. og hvatt er til skráningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Tillaga að sameiningu almannavarnarnefndar norðanverðra Vestfjarða - 2019020091

Á fundi nefndarinnar árið 2023 var til umræðu að kanna vilja almannavarnarnefndar í Bolungarvíkurkaupstað til sameiningar. Nefndin fól starfsmanni almannavarnarnefndar að senda formlegt erindi til Bolungarvíkurkaupstaðar og kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.

Á fundi bæjarráðs Bolungarvíkur í janúar 2024 var erindi Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, tekið fyrir. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, mætti til fundar nefndarinnar sem gestur haustið 2023 og ræddi almannavarnarmál og samskipti.

Er málinu hér með framhaldið að beiðni fundarmanna.
Nefndarmenn sjá hagkvæmni af því ef ein nefnd væri starfandi á Vestfjörðum líkt og á mörgum öðrum stöðum á landinu. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 14:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?