Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa 2023 - 2023100025
Lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, dagsett 27. nóvember 2023, þar sem þakkað er fyrir þátttöku í alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar.
2.Rými Almannavarnarnefndar - 2022040024
Hlynur H. Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, fer yfir upplýsingar um rými aðgerðarstjórnar í Sindragötu á Ísafirði, sér í lagi eftir breytingar og viðtöku rýmisins.
Lagt fram til kynningar.
3.Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135
Kallað eftir upplýsingum um hvort breytingar hafi orðið á nefndarmönnum og upplýsingum þeirra, s.s. símanúmerum, tölvupóstfangi o.fl.
Farið yfir skipaða fundarmenn, og starfsmanni falið að kalla eftir nöfnum varamanna þar sem upp á vantar.
4.Almannavarnir á landsvísu - 2023120041
Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, fer yfir stöðu almannavarna á landsvísu og í héraði.
Lagt fram til kynningar.
5.Farsíma- og tetrasamband á vegum Vestfjarða - 2023120061
Rætt um skort á farsíma- og tetrasambandi á vegum Vestfjarða og þá öryggisáhættu sem það skapar í almannavarnarástandi og við slys og óhöpp.
Sameinuð almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps skorar á stjórnvöld að skilgreina farsímakerfi og Tetrakerfi sem mikilvægt öryggiskerfi fyrir almannavarnir á landinu. Á þjóðvegum og helstu stofnbrautum Vestfjarða er kerfið alls ekki nógu þétt sem skapar hættu við slys og óhöpp og kemur í veg fyrir að almannavarnir á svæðinu geti starfað með fullnægjandi hætti.
6.Tillaga að sameiningu almannavarnarnefndar norðanverðra Vestfjarða - 2019020091
Umræða um vilja nefndarinnar til að ræða við Bolungarvíkurkaupstað um að almannavarnarnefndirnar tvær á norðanverðum Vestfjörðum sameinist, enda er aðgerðastjórn almannavarna nú orðin sameiginleg fyrir sveitarfélögin þrjú, auk annarra á Vestfjörðum.
Nefndin felur starfmanni almannavarnarnefndar að senda formlegt erindi til Bolungarvíkurkaupstaðar og kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.
7.Aðvörunarljós á höfnum Flateyri og Suðureyri - 2020100085
Umræða um viðvörunarljós á höfninni á Suðureyri, sem skal loga ef hætta er á sjávarflóðum vegna snjóflóða.
Starfsmanni falið að kanna uppsetningu og staðsetningu ljóssins á höfninni á Suðureyri, svo og kynningu á viðvörunarljósinu fyrir íbúa á Súgandafirði.
Fundi slitið - kl. 14:17.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?