Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðvörunarljós á höfnum Flateyri og Suðureyri - 2020100085
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar 2020 var ákveðið að setja upp viðvörunarljós á höfnunum í bæjunum. Á 35. fundi nefndarinnar, þann 14. desember 2020, var staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum. Þá fól nefndin starfmanni að koma upp upplýsingaskilti við viðvörunarljósið og kanna hvort ljósið sjáist sem skyldi í öllum veðrum.
Er málið nú til umræðu með Hjörleifi Finnssyni, verkefnastjóra á Flateyri.
Er málið nú til umræðu með Hjörleifi Finnssyni, verkefnastjóra á Flateyri.
Nefndin telur mikilvægt að sett verði upp snjóflóðahættumatskort á Flateyri og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu ásamt Veðurstofu Íslands og Ofanflóðasjóði.
Gestir
- Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri - mæting: 13:00
2.Snjóflóðahætta - viðbragð - 2022040053
Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, mætir til fundar með almannavarnarnefnd til að ræða um snjóflóðahættu og viðbrögð við henni.
Nefndin leggur til að bætt verði við upplýsingum um snjóflóðahættu og viðbragð á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, í samstarfi við Veðurstofu Íslands.
Hjörleifur yfirgaf fund kl. 13.40.
3.Rauði krossinn í Súðavík - aðstæður við vegalokanir - 2022040054
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum, tekur upp mál varðandi mögulegan stuðning til RKÍ deildarinnar í Súðavík, en deildin sér um að opna og manna fjöldahjálparstöð þegar vegurinn um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð lokast vegna ofanflóðahættu.
Nefndin felur sveitarstjóra Súðavíkurhrepps að taka saman þau aðföng sem þörf er á fyrir fjöldahjálparstöð í Súðavík til yfirferðar og innkaupa fyrir næsta vetur.
4.Aðstaða aðgerðarstjórnar - 2020100082
Á fundi almannavarnarnefndar þann 19. október 2020 var lögreglustjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar falið að leita eftir nýju rými fyrir aðgerðarstjórn, með auknum samlegðaráhrifum við aðra viðbragðsaðila. Var málið aftur tekið fyrir á 36. fundi nefndarinnar, þann 23. september 2021, og fól nefndin sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að ræða við forsvarsmenn Björgunarfélags Ísafjarðar varðandi nýtt rými fyrir aðgerðarstjórn.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Nefndin felur Hlyni Snorrasyni, yfirlögregluþjóni, og Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 14:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?