Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
9. fundur 16. maí 2018 kl. 15:00 - 15:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Samantekt eldri borgara í Ísafjarðarbæ og félagsleg staða þeirra í dag.
Formaður ræddi um könnun á stöðu eldri borgara í Ísafjarðarbæ, hver félagsleg staða þeirra sé. Formaður leggur til að þetta verði til umfjöllunar hjá næsta öldungaráði.

2.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Skýrsla öldungaráðs lögð fram, hún greinir frá helstu áherslumálum öldungaráðs á tímabilinu sem það hefur starfað.
Skýrslan lögð fram og fylgir með fundargerð. Öldungaráð fagnar því að bygging fjölbýlishúss á Ísafirði sé hafin en leggur áherslu á að einnig sé þörf fyrir stærri íbúðir.

3.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031

Björn Helgason þakkaði fulltrúum í öldungaráði, sem og starfsfólki, fyrir mjög góð störf fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?