Öldungaráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031
Samantekt eldri borgara í Ísafjarðarbæ og félagsleg staða þeirra í dag.
Formaður ræddi um könnun á stöðu eldri borgara í Ísafjarðarbæ, hver félagsleg staða þeirra sé. Formaður leggur til að þetta verði til umfjöllunar hjá næsta öldungaráði.
2.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031
Skýrsla öldungaráðs lögð fram, hún greinir frá helstu áherslumálum öldungaráðs á tímabilinu sem það hefur starfað.
Skýrslan lögð fram og fylgir með fundargerð. Öldungaráð fagnar því að bygging fjölbýlishúss á Ísafirði sé hafin en leggur áherslu á að einnig sé þörf fyrir stærri íbúðir.
3.Öldungaráð - ýmis mál 2018 - 2018020031
Björn Helgason þakkaði fulltrúum í öldungaráði, sem og starfsfólki, fyrir mjög góð störf fyrir sveitarfélagið.
Fundi slitið - kl. 15:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?