Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
8. fundur 07. febrúar 2018 kl. 15:00 - 16:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Björn Helgason formaður
  • Grétar Þórðarson varaformaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Gunnlaugsson aðalmaður
  • Halla Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Félagsleg einangrun eldriborgara. - 2016120017

Félagsleg einangrun.
Formaður ræddi um félagslega stöðu eldri borgara í sveitarfélaginu. Umræður fóru fram, m.a. um þörf fyrir tómstundafulltrúa fyrir eldri borgara og stöðu mála í Önundarfirði.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar undir þessum lið.

2.Staða húsbyggingar á Wardstúni. - 2016120017

Staða húsbyggingar á Wardstúni.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar við ráðið og kynnti stöðu húsbyggingar á Wardstúni.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar mætti til fundar undir þessum lið.

3.Heilsueflandi samfélag - 2017070025

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag. Um er að ræða verkefni á vegum embættis landlæknis þar sem lögð er áhersla á vellíðan fyrir alla. Vísað er til andlegrar-, líkamlegrar- og félagslegrar heilsu.
Umræður fóru fram, t.d. um að það kæmi fulltrúi frá öldruðum í stýrihóp fyrir verkefnið.

4.Reglur um heimaþjónustu. - 2016120017

Kynning á nýjum reglum um heimaþjónustu. Sædís María Jónatansdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir og Jóhanna Maggý Kristjánsdóttir mættu til fundar við ráðið og kynntu nýjar reglur um heimaþjónustu.
Reglurnar kynntar.

5.Hálkuvarnir í sveitarfélaginu. - 2016120017

Rætt um hálkuvarnir í sveitarfélaginu.
Öldungaráð lýsir áhyggjum af ástandinu og felur formanni að leita upplýsinga um hálkuvarnir og kanna leiðir til úrbóta.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?