Öldungaráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Húsnæðismál eldri borgara. - 2016090034
Bjorn Helgason ræddi fyrri bókanir öldungaráðs vegna húsnæðismála.
2.Heilsuefling. - 2016090035
Bjorn Helgason ræddi fyrri bókanir öldungaráðs varðandi heilsueflingu aldraðra.
Öldungaráð óskar eftir skýrri afstöðu bæjaryfirvalda til hálkuvarna og moksturs, jafnframt hvort vænta megi aukinnar þjónustu í mokstri og hálkuvörnum við heimili eldri borgara í öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins.
3.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017
Fundur öldungaráðs með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Bjorn Helgason tilkynnti að þann 15. desember n.k. kl. 16:20 muni öldungaráð eiga fund með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl.16:50.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Í ljósi þess að bæjaryfirvöld stefna að byggingu fjölbýlishúss á Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir húsnæðisúrræðum fyrir eldri borgara, vill öldungaráð óska eftir frekari aðkomu að málinu í undirbúningsferlinu. Einnig óskar öldungaráð eftir því að gerð verði þarfagreining sem lýsi stöðunni og greini þarfirnar í húsnæðismálum.