Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
17. fundur 20. mars 2025 kl. 10:30 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir formaður
  • Karitas Maggy Pálsdóttir varamaður
  • Þorbjörn Jóhann Sveinsson fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Heiða Björk Ólafsdóttir fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri
  • Svanlaug Björg Másdóttir
  • Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu velferðarsviðs
Dagskrá

1.Dagdeild - rekstrarleyfi - 2025020214

Lagt fram til kynningar samkomulag um framlengingu á samningi við Sjúkratryggingar Íslands og Ísafjarðarbæjar um þjónustu á almennri dagdvöl og dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.
Lagt fram til kynningar.

2.Orkubú Vestfjarða - samfélagsstyrkir 2025 - 2025030030

Lagt fram til kynningar umsókn til Orkubús Vestfjarða um samfélagstyrk vegna kaupa á rafknúnum sturtustól.
Lagt fram til kynningar

3.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036

Lagt fyrir minnisblað Hörpu Stefánsdóttur dagsett 13. mars 2025 um tillögu velferðarnefndar að vinnslu nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Öldungarráð fagnar erindu og samþykkir þátttöku í forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.

4.Öldungaráð - 2025030121

Lagt fram minnisblað frá Axel Rodriqez Överby sviðsstjóra eigna- og umhverfissviðs varðandi uppbyggingu á 4 hæð Hlífar I.
Öldungaráð fagnar því að skriður sé loksins kominn á undirbúning framkvæmda á 4 hæð Hlífar I. Hvort sem um er að ræða leigu- eða söluíbúðir er vonast er til að framkvæmdir hefjist sem fyrst þar sem þörfin er mjög brýn.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?