Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
15. fundur 29. október 2024 kl. 14:30 - 16:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalmaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Heiða Björk Ólafsdóttir fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
  • Karitas Maggy Pálsdóttir varamaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varafulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir tengiráðgjafi Gott að eldast sat fundinn undir 1. lið
Svanlaug Björg Másdóttir öldrunarfulltrúi sat fundinn.

1.Gott að eldast - Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar á Vestfjörðum - 2023070045

Kynning á verkefninu Gott að eldast - samþætt þjónusta í þágu aldraðra.
Alberta Gullveig kynnti stöðu verkefnisins Gott að eldast.

2.Dala.care - 2024050175

Kynning á dala.care nýju forriti sem ætlað er að styðja við starfsmenn í heimaþjónustu.
Dala. care kynnt.

3.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Gjaldskrá Ísafjarðarbæjar tekin til umræðu.
Tillaga að gjaldskrá fyrir 2025 kynnt

4.Öldungaráð - ýmis mál 2024 - 2024020121

Sigrún Camilla Halldórsdóttir segir frá Öldunarráðstefnu LEB og hvernig öldungarráð á landinu eru stödd.
Öldungarráð þakkar Sigrúnu Camillu fyrir kynningu á Öldrunarráðstefnunni sem er komin inn á heimasíðu LEB.

5.Öldungaráð - ýmis mál 2024 - 2024020121

Svanlaug Björg Másdóttir, öldrunarfulltrúi kynnir félagsstarf aldraðra á vegum Ísafjarðarbæjar veturinn 2024 til 2025.
Öldrunarfulltrúi kynnti félagsstarfið.

6.Öldungaráð - ýmis mál 2024 - 2024020121

Umræða um Hjúkrunarheimilið Eyri - fjölgun hjúkrunarrýma.
Formaður kynnti stöðuna á Eyri og var umræða um biðlista og stöðuna. Einnig var rædd um fyrirhugaða stækkun. Öldungarráð þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?