Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
14. fundur 20. mars 2024 kl. 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir formaður
  • Karitas Maggy Pálsdóttir varamaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir fulltrúi Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ
  • Heiða Björk Ólafsdóttir fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Svanlaug Björg Másdóttir, öldrunarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, sat fundinn.

1.Öldungaráð - ýmis mál 2024 - 2024020121

Umræða um skipulag funda öldungaráðs.
Umræða um dagskrá þar sem gert er ráð fyrir fundi með velferðarnefnd í apríl, fundi öldungaráðs í maí, fundi með bæjarstjórn í september og fundi í október eða nóvember 2024.

2.Gott að eldast - Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar á Vestfjörðum - 2023070045

Kynning á verkefninu Gott að eldast - samþætt þjónusta í þágu aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurnýjun samnings við sjúkratryggingar Íslands vegna dagdeildar. - 2024020069

Lögð fram til kynningar endurnýjun á samningi við Sjúkratryggingar Íslands vegna dagdeildar.
Lagt fram til kynningar.

4.Act alone - Sýning um Alzheimer, eða hvergi sjúkdóminn. - 2024020134

Að ósk velferðarnefndar er kynnt samstarf við Act Alone þar sem óskað er eftir fagaðilum og fulltrúa frá velferðarnefnd til að vera viðstaddir umræður sem gætu skapast eftir sýninguna ,,Ég get" sem fjallar um alzheimer sjúkdóminn og sýnd verður á hátíðinni laugardagskvöldið 10. ágúst 2024. Fulltrúar frá velferðarnefnd og velferðarsviði munu mæta á sýninguna og taka þátt í umræðum að sýningu lokinni.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdasjóður aldraðra - umsóknir í sjóðinn 2024 - 2024020138

Lagt fram til kynningar minnisblað er varðar fjórar umsóknir í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn í lýðheilsusjóð vegna heilsueflingar eldri borgara. - 2024030060

Lagt fram til kynningar minniblað vegna tveggja umsókna í Lýðheilsusjóð vegna heilsueflingar eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.

7.Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um styrk til Orkubús Vestfjarða. - 2023110014

Lagt fram til kynningar.

8.Félag starf aldraðra - umsókn til Orkubús Vestfjarða - 2024030061

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna umsóknar um styrk til Orkubús Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.

9.Öldungaráð - ýmis mál 2024 - 2024020121

Kynning á félagsstarfi eldri borgara í Ísafjarðarbæ og nágrenni árið 2023. Sigrún C. Halldórsdóttir lagði fram upplýsingar um vetrarstarf Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrennis veturinn 2023-2024. Guðný Sigríður Þórðardóttir kynnti starfsemi Kubba - íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði. Jafnframt ræddi Svanlaug Björg Másdóttir, öldrunarfulltrúi, um félagsstarf aldraðra á vegum Ísafjarðarbæjar.
Málin kynnt.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?