Öldungaráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Kynning á heimaþjónustu- og heimahjúkrunarkerfi Origo - 2023020053
Þórólfur Ingi Þórsson og Anna Hafberg frá Origo mætt til fundar við öldungaráð til að kynna þjónustukerfi fyrir heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Þjónustukerfið kynnt og umræður um samþættingu þjónustu við aldraða.
Þórólfur og Anna yfirgefa fund kl 15:08
Gestir
- Þórólfur Ingi Þórsson - mæting: 14:30
- Anna Hafberg - mæting: 14:30
2.Fyrirspurn um málefni aldraðra - 2021090076
Á 481. fundi bæjarstjórnar þann 14. október 2021 var lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um málefni eldri borgara, og samþykkti bæjarstjórn að leita umsagnar öldungaráðs um tillögurnar.
Öldungaráð mun mæta til fundar við velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar til að ræða tillögurnar.
Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sækjast eftir þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu, sem hefjast á á árinu, þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi er samþætt undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.
Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sækjast eftir þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu, sem hefjast á á árinu, þar sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi er samþætt undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.
3.Hvað vilja aldraðir? - Könnun - 2023020053
Lögð fram drög að spurningum í könnun meðal eldri borgara í Ísafjarðarbæ og Súðavík.
Lagt fram til kynningar.
4.Fréttir úr landsmálunum - 2023020053
Sigrún C Halldórsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði og fulltrúi í stjórn Landssambands eldri borgara, greindi fundarmönnum frá því helsta sem er til umfjöllunar hjá landssambandinu.
Í máli Sigrúnar kemur fram að Landssamband eldri borgara leggi áherslu á kjaramál, heilbrigðan lífstíl og húsnæðismál.
5.Næsti fundur - 2023020053
Lögð fram tillaga um að næsti fundur öldungaráðs verði haldinn um miðjan apríl.
Tillagan samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?