Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Styrkir til menningarmála 2019 - 2018120007
Kynntar eru umsóknir um styrk til menningarmála, fyrri úthlutun 2019.
2.Þrettándinn og Kómedíuleikhúsið - 2017100022
Lagður er fram tölvupóstur Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 14. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi við Kómedíuleikhúsið.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að semja við Kómedíuleikhúsið í samræmi við umræður á fundinum.
3.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagt fram bréf Sigrúnar Brynju Einarsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur f.h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dagsett 25. janúar, ásamt samantekt úr áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Bæjarráð tók áætlunina fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði henni til atvinnu- og menningarmálanefndar. Tiltaka skal þau verkefni sem að sveitarfélaginu koma og áætla hvort til fjármögnunar skuli koma að einhverju leyti frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð tók áætlunina fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði henni til atvinnu- og menningarmálanefndar. Tiltaka skal þau verkefni sem að sveitarfélaginu koma og áætla hvort til fjármögnunar skuli koma að einhverju leyti frá sveitarfélaginu.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur vel í áætlunina og lýsir ánægju sinni yfir því að öll þau verkefni sem lýst er í aðgerðaráætluninni er lúta að Ísafjarðarbæ eru í vinnslu. Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að kanna stöðu á lokaskýrslu starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa.
4.Virðisaukinn - 2013110016
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 15. apríl 2019, varðandi fyrri úthlutanir virðisaukans.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2018. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram með hátíðlegri athöfn við upphaf bæjarstjórnarfundar í maí.
5.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarsamningur Atvest - 2010080057
Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, dags. 13. febrúar sl., varðandi tilboð í gerð atvinnu- og menningarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að Ísafjarðarbær leiti til sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum að taka sig saman um gerð atvinnumálastefnu og menningarmálastefnu fyrir norðanverða Vestfirði.
6.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025
Umræður um erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálefnd leggur til við bæjarstjórn að nefndinni verði breytt í menningarmálanefnd sem fari eingöngu með menningarmál í sveitarfélaginu og erindisbréfi verði breytt til samræmis.
Fundi slitið - kl. 13:54.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Hanna Jónsdóttir, Það er ekki oft skúr á Flateyri, kr. 150.000,-.
Listahópurinn Kútur, Listasköpun og menningarstarf, kr. 200.000,-.
Ljósmyndasafnið Ísafirði, Ljósmyndasýning í stigagangi Safnahúss, kr. 200.000,-.
Skálinn víkingasetur, Tilraunaverkefni um miðlun menningar og sögu Þingeyrar, kr. 100.000,-.
Tónlistarfélag Ísafjarðar, Heimsókn og tónleikar ungverskrar hljómsveitar, kr. 100.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.