Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
144. fundur 28. nóvember 2018 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Baldur Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040

Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, dagsettur 9. október sl., vegna fjárhags Gamanmyndahátíðar Flateyrar. Óskað er eftir langtímasamningi um stuðning við hátíðina.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1038. fundi sínum 12. nóvember sl. og vísaði því til vinnslu í atvinnu- og menningarmálanefnd. Enn fremur var bréfritara bent á að leita til Uppbyggingasjóðs Vestfjarða.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar beiðni um samning við Ísafjarðarbæ vegna styrkveitinga til Gamanmyndahátíðar Flateyrar. Slíkir samningar eru ætlaðir til að efla hátíðir sem þegar hafa fest sig í sessi í sveitarfélaginu og sýnt fram á mikilvægi sitt í samfélagslegu og menningarlegu tilliti. Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar aðstandendum hátíðarinnar velfarnaðar og hvetur áfram til góðra verka.

2.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Umræður um samstarfssamning við Kómedíuleikhúsið.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að uppfæra samstarfssamninginn í samræmi við umræður á fundinum og hafa samband við forsvarsmann Kómedíuleikhússins.

3.Menningarlandið 2018 - Menningarstefna - 2018110045

Lagður er fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, með boði um þátttöku á málþinginu Menningarlandið 2018 um undirbúning nýrrar stefnu með virkri þátttöku málþingsgesta.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Kynnt eru drög að frumvarpi til laga um sviðslistir sem lögð eru fram af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og eru til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 27. nóvember n.k.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ítrekar það sem fram kemur í greinargerð með frumvarpi að lögum um sviðslistir að aðgengi allra landsmanna að menningu og listum sé mikilvægt og það að geta tekið þátt í slíku starfi. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við að hvergi í frumvarpi að lögum er skýrt kveðið á um hlut sviðslista og hlutverk sviðlistaráðs gagnvart landsbyggðinni og hvernig landsmenn allir eiga að njóta lista og menninga.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?