Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025
Umræður um atvinnumál í Ísafjarðarbæ.
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu og Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu mæta til fundarins til að ræða um atvinnumál í Ísafjarðarbæ og samstarf Vestfjarðarstofu og Ísafjarðarbæjar.
Sigríður og Díana yfirgefa fundinn kl. 15:41.
Gestir
- Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu - mæting: 15:00
- Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu - mæting: 15:00
2.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarsamningur Atvest - 2010080057
Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar útgefin í febrúar 2014 lögð fram til umræðu og frekari úrvinnslu.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að atvinnumálastefnan verði endurskoðuð og endurgerð og gert verði ráð fyrir kostnaði vegna stefnunnar á árinu 2019.
3.Styrkir til menningarmála 2018 - 2018010012
Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í haustúthlutun 2018.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2018. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 750.000,- til eftirfarandi umsækjenda:
Edinborgarhúsið, Opin bók, kr. 200.000,-.
Hverdagssafnið, Skapandi skrif, kr. 250.000,- .
Háskólasetur Vestfjarða, Alþjóðlegt málþing um vestfirskar bókmenntir, kr. 250.000,-.
Björgunarsveitin Sæbjörgu, Götuveisla á Flateyri, kr. 50.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
Edinborgarhúsið, Opin bók, kr. 200.000,-.
Hverdagssafnið, Skapandi skrif, kr. 250.000,- .
Háskólasetur Vestfjarða, Alþjóðlegt málþing um vestfirskar bókmenntir, kr. 250.000,-.
Björgunarsveitin Sæbjörgu, Götuveisla á Flateyri, kr. 50.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
4.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 4. maí sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1018. fundi sínum 28. maí sl., og vísaði til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1018. fundi sínum 28. maí sl., og vísaði til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar fyrir Áfangastaðaáætlun Vestfjarða, sérstaklega þar sem áætlunin er gott innlegg inn í atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 16:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?