Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Baldur Björnsson boðaði forföll, enginn kom í hans stað.
1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Lagt er fram til kynningar erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar.
Umræður fór fram um erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar og eru fulltrúar nefndarinnar sammála um að auka virkni nefndarinnar á tímabilinu.
2.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarsamningur Atvest - 2010080057
Lögð fram til umræðu atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar útgefin í febrúar 2014.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar með það að leiðarljósi að yfirfara og taka stöðu þeirra áhersluatriða sem tekið er á í stefnunni.
3.Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar - breytingar - 2017090082
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 7. ágúst sl., með tillögum að breytingum á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
4.Bæjarlistamaður 2018 - 2018010011
Tilnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2018.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver skuli hljóta útnefninguna og verður útnefningin tilkynnt á ActAlone 2018.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?